Helgafell - 02.12.1943, Page 31

Helgafell - 02.12.1943, Page 31
LÖGSKILNAÐUR EÐA HRAÐSKILNAÐUR ? 413 dönsku sendisveitunum þar. MeS því að afþakka lýðveldisviðurkenningu Bandaríkjanna og segja, að verið geti, að við þurfum einhvern tíma síðar á henni að halda, en nú viljum við ekkert með hana hafa að gera“. Þá er ég fyrst las þessa romsu, gat ég ekki áttað mig á hlutunum. Ég vissi, að Bjarni er maður stálhraustur, svo að ekki mundi neinni heilsu- bilun um að kenna, og þó hann hefði haft ærið að starfa, er hann setti sam- an ,,rökin“, þá er hann svo þolinn verkmaður, að eigi mundi ofþreytu til að dreifa. En hvernig stendur þá á ósköpunum ? Hann hefur margsinnis stað- hæft í bæklingnum, aS sambandslögin hafi verið sundurtætt af mörgum aðiljum og ekki sé heil brú eftir í þeim lengur. Og síðan hefur hann hvað eftir annað endurtekið þessa staðreynd, sem aldrei verður rengd, í blaðagrein- um. En af þessu ályktar hann, að það sé lífsnauðsyn að brenna í eldi nú þegar hin hinztu slitur þeirra, en telur andstæðinga sína, sem eru fullt svo á- kveðnir skilnaðarmenn sem hann, en þykir sæmilegra að tala kurteislega við Dani að hinum hinzta skilnaði, sanna að sök um föðurlandssvik fyrir hugsunina eina saman. — Og nú eignar hann andstæðingum sínum, er hann nefnir undanhaldsmenn og virðir ekki mikils, þann ásetning aS end- urreisa sambandslögin þegar eftir ófriðarlok. Hann ætlar þeim aS setja ríkisstjóra af, en kveðja konung aftur til valda. Hann segir, að þeir muni víkja sendiherrum útlendra ríkja til Kaupmannahafnar. 1 þessari síðari ásök- un felst margvíslegt rugl og hugsanaflækja. Bjarni hefur sjálfur sagt, aS löggilding brezkra og bandarískra sendiherra hér á íslandi hafi verið brot á sambandslögunum. Ef undanhaldsmönnum tekst að endurreisa sambands- lögin, þá eru sendiherraembættin úr sögunni af sjálfu sér. Hér er ýmislegt að athuga. Það virðist ekki auðgert aS vísa sendiherrum, sem e\\i eru til, úr einu landi í annað. Og e. t. v. þættust Bretar og Bandaríkjamenn hafa nokkra ástæðu til þess að leggja orð í belg um þetta mál, því að sendi- herrarnir eru útnefndir af þeim og sendir hingaS af þeim til þess að tíera handgengnir rí\isstjórn Islands, en ekki ríkisstjórn Danmerkur. Ef kettinum leyfðist að horfa á kónginn, mundi ég helzt segja, að vitsmunir Bjarna hefði ekki veriS í sem beztu lagi, er hann setti þessa setningu saman. Eg gegni ekki rausi hans um, aS við mundum kalla sendiherra okkar heim, þrátt fyrir það, að þeir hafa veriS viðurkenndir af ríkisstjórnum þeirra stór- velda, sem þeir dvelja í. En út yfir tekur, þegar Bjarni fullyrðir, að við mundum ,,afþakka“ lýðveldisviðurkenningu Bandaríkjanna — hvers vegna ekki Bretlands líka ? — en hvísla aS stjórn þeirra, að komið geti til mála, að við þiggjum hana einhverntíma síðar. Nú verð ég að leggja spurningu fyrir Bjarna sjálfan, fyrir lesendur bæklings hans og þessarar ritgerðar: hversvegna er maðurinn aS spinna upp þennan ófélega þvætting, sem allir tíita, að er fjarri öllum sanni ? Hefur nokkur maSur heyrt um ráðagerðir nokkurra íslenzkra manna um að

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.