Helgafell - 02.12.1943, Síða 32

Helgafell - 02.12.1943, Síða 32
414 HELGAFELL spengja saman hin margsprungnu sambandslög ? Hver ætlar sér þá dul aÖ reka sendiherra Bretlands og Bandaríkjanna úr landi og hver óskar þess ? Hver vill afsala sér lýðveldisviðurkenningu Bandaríkjanna (og þá víst Bretlands líka, þó Bjarni af einhverjum óskiljanlegum ástæðum nefni ekki það ríki) ? Sannleikurinn er sá, að Island liggur nú akkerisfast inni á hags- munasvæði Engilsaxa, og mun ekki á færi neins ríkis að draga það þaðan. Það er óhugsandi, að það sé stefna Engilsaxa að sameina Island og Dan- mörk aftur. Forustumenn hraðskilnaðar virðast ekkert skilja í þessum höfuð- viðburði í nútímasögu Islands, að það hefur fyrst verið hernumið af Eng- lendingum og síðan tekið undir vernd Bandaríkjanna, samkvæmt ósk Eng- lendinga, með því að þeir þóttust þurfa að halda á liðsafla þeim, er þeir höfðu hér á landi, annars staðar. Mér er mikill grunur á, að þó að hvert mannsbarn hér á landi þráði að endurnýja sambandslögin að einhverju leyti, — en það er víðs fjarri öllum sanni, svo sem kunnugt er, — þá mundu Englendingar ekki líta neina viðleitni í þá átt hýru auga. Hvernig kemur þá Bjarna Benediktssyni til hugar að bera svo ófagrar og fráleitar sakir á andstæðinga sína ? Hversvegna spinnur hann upp slíkar sakargift- ir, sem hann þó hlýtur að vita, að enginn vitiborinn maður getur lagt trúnað á ? Svarið kynni að vera það, að Bjarni telji sig svo mikinn föðurlandsvin, að slíkt sé sér leyfilegt. Eg hef kynnzt talsvert íslenzkri föðurlandsást um mína daga, og sem betur fer er ég sannfærður um, að nokkrir Islendingar bera djúpa rækt til þjóðernis síns og óska einskis heitara en að öllum viðj- um verði svipt af íslenzka ríkinu og að íslenzk tunga og menning megi haldast óspillt í aldir fram. En svo eru líka til aðrir föðurlandsvinir, sem virðast tæpast eiga heitara áhugamál en að brennimerkja sem flesta landa sína sem föðurlandssvikara, — því að þeir hafa fengið þá sann- færingu í tannfé, að hin eina sanna föðurlandsást væri þeirra eign og óðal. Oft er bágt að sjá á þessum mönnum nokkur sérstök íslenzk einkenni, og vel flestir þeirra eru ekki djúpt grónir í jarðveg íslenzks þjóðernis. Oft hrína þeir eins og asnar, hvar sem þeir eru staddir, um flekklaust hugarfar sitt og andstyggilegt innræti þeirra manna, sem þeir eiga í höggi við, ýmist af pólitískum ástæðum eða einhverju öðru. Þessar hrinur eru í rauninni hljómur, sem þarf að kœfa. En þó er ekki víst, að það takizt fyrst um sinn, því að mörgum hefur gefizt vel að söngla um sjálfan sig á þennan hátt. Þjóðinni er ekki nógu minnisstæð dæmisagan um fariseann og tollheimtumanninn. En ég er engan veginn ánægður með þá skýringu, að gallarnir og hin stórkostlega missmíði á bækling Bjarna stafi af þeirri ástæðu, að hann sé einn af fariseum íslenzkrar föðurlandsástar. Að vísu mun hann telja sig Islending heldur í betra lagi — miklu betra en flesta okkar hinna — og skoðanir sínar, — einkum á hraðskilnaðinum — sprottnar úr dýpstu lindum íslenzks þjóðernis. En þess ber vissulega að minnast, að í Bjarna er miklu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.