Helgafell - 02.12.1943, Page 35

Helgafell - 02.12.1943, Page 35
ARTUR LUNDKVIST: MALBIK Ég er rjúkandi hörund, heitt og sveitt, yfir heimsborgarstrætanna kviku breitt, ég er Malbikið, kolsvart og þjakað þý, þolið í lægingu minni. Forlátið yðar fótaskinni! Engin hádegisskúr getur hvítþvegið mig, — en hafið þið séð mig á regnværu kveldi, eins og blökkustúlku, sem baðar sig við bjarma frá rjóðureldi, tindrandi svart, blindandi bjart? ... þegar baktýrum vagnanna breyti ég í blikandi, kvikandi flugnasveima, ... var sú frumskógamótt ekki furðuleg, — í Fimmtutröð eða heima? í sumarsins glóð ber minn svertingjaþef um sérhverja stórborg á yðar valdi. í þögn mína ljúfsára launung ég gref um léttklædda stúlku undir sólhlífar tjaldi. Ég gleð mig við laufskuggans ljósbrugðna vef og líknsvalan blæþyt af konunnar faldi.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.