Helgafell - 02.12.1943, Page 37

Helgafell - 02.12.1943, Page 37
SIGFÚS BJARNARSON: Skáldið á Litlu-strönd Jón Stefánsson — Þorgils gjallandi II. UPPRUNI OG ÞROSKI Kynborinn sonur Mývatnssveitar var Jón Stefánsson, er kunnur varð með rithöfundarnafninu Þorgils gjallandi. Jón missti ungur móður og föður, og það kann að hafa valdið nokkru um, að hann unni sveitinni, sem veitt hafði honum skilyrði til að vaxa, starfa og verða að manni, líkt og menn unna móður og föður. Jón Stefánsson átti fyrri ár sín heim- ili á svo mörgum stöðum í byggðar- hring sveitarinnar, að hann kynntist mismun ólíkra bújarða þar, r'm lands- nytjar, búhætti og verkaþörf á hverri fyrir sig og lærði að vera heimilismað- ur allra afbrigða í náttúrufari heima- haganna og handgenginn störfum því til samræmis á hverjum bústað. Samtímis hlaut hann kynni og reynd af fjallaleit og útivist á öllum árstíð- um, svo að hann varð með kunnug- ustu öræfaförum, og sótti þangað lang- leitir fram á efri ár. Þá var hann í hópi þeirra, er á sumri og vetri stóðu að löngum og torsóttum aðdráttum sveit- arbúa. Eftir að Jón var orðinn bóndi í sveit- inni, reyndust þar ekki aðrir, eftir á- stæðum, trúrri bóndahugsjón samtíðar en hann. En jafnframt því stóð Jón Stefáns- son mitt á meðal þeirra samtíðarmanna í Mývatnssveit, er á síðasta fjórðungi næstliðinnar aldar gengust fyrir því að vekja þar og leiða nýjar hugsanir. Og hann var til æviloka hvata- og stuðningsmaður þeirrar þróunar í menning og félagslífi sveitarinnar, sem af þessu leiddi. Jón Stefánsson fæddist 2. júní 1851 á Skútustöðum. Voru foreldrar hans búandi þar á hluta af jörðinni. Stefán faðir Jóns var sonur Helga Ásmundarsonar, er lengi bjó á Skútu- stöðum og kenndur er við staðinn. Er frá honum komin hin fjölmenna og merka Skútustaðaætt. Síðasta kona Helga á Skútustöðum var Helga Sig- mundsdóttir frá Vindbelg. Voru börn þeirra 9 og Stefán einn þeirra. Þótti hópur þeirra systkina upp kominn svo mannvænlegur, að samtíðarmönnum varð minnisstætt. Og sótt munu þau hafa gervileik, gáfur og skap eigi minna í móðurætt en til föður. Meðal systranna voru Þuríður, móðir sr. Árna á Skútustöðum, Sigurðar í Yztafelli og þeirra systkina, og Friðrika, móðir Jóns í Múla og alsystkina hans. Yngst- ur bræðranna var Hjálmar, faðir sr. Helga á Grenjaðarstöðum. Guðrún móðir Jóns var kölluð Ólafs- dóttir. En skýring hefur fylgt því föð- urheiti. Þorbjörg hét móðir hennar Þor- láksdóttir, ættuð úr Kelduhverfi. Ólst Guðrún upp á vegum móður sinnar og

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.