Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 40

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 40
422 HELGAFELL þar þá æfing í íslenzkum stíl, sem að bjó. Sr. Benedikt var hagur á stíl og vandlátur á meðferð máls. Baldvin Helgason, föðurbróðir Jóns Stefánssonar, hafði flutzt búferlum vestur í Húnavatnssýslu, og höfðu börn hans alizt þar upp. Frá Vogum tókst Jón ferð á hendur til fundar við þetta frændfólk sitt og réðst þar kaupamaður sumar eitt. Mun útþrá hafa ráðið þessu. En ekki stað- festist hann þar. Hvarf Jón heim í Mý- vatnssveit um haustið, og sagði hann, að heimþrá hefði valdið því. Af dvöl sinni vestra hafði hann góða minning fyrir kynni af röskum mönnum og góð- um hestum. En hann kom heim sann- færður um, að í Mývatnssveit vildi hann vera. Og hvikaði það aldrei. Settist Jón nú að á Gautlöndum og var þar næsta árið, þjóðhátíðarárið 1874. Jón á Gautlöndum átti bókasafn umfram aðra menn í sveitinni. Lánaði hann grönnum sínum bækur, einkum fyrri ár, meðan lítil var bókaeign Lestr- arfé’agsins. Hafði Jón Stefánsson not- ið þess, og hlotið þau ummæli eigand- ans, að óhætt væri að lána nafna sín- um bækur, því hann gerði tvennt, sem margir gleymdu, færi svo með bækur, að ekki sæi á þeim, og skilaði þeim, þegar lokið væri að lesa þær. Koma hér fram tvö einkenni Jóns Stefánsson- ar, frábær hirða á hverjum hlut og ó- brigðul skil í öllum skiptum. Frá Gautlöndum réðst Jón í Skútu- staði til frænda síns, Jóns prests Þor- steinssonar frá Hálsi, og var þar næstu árin, til þess er hann giftist. — Á Skútustöðum var bókasafn Lestrarfé- lagsins og tók nú skjótum vexti. Er sýnilegt, að Jón velur staði, þar sem helzt var að leita heimilismenningar og beztur kostur að ná til bóka. Það nám og náttúra sveitarinnar menntaði hann. Bœkur voru skóli Jóns Stefánssonar. Nýtt var til lestrar hver stund, ef verki sleppti. Drýgst urðu vetrarkveldin að loknum útiverkum. Bók var í barmi, þegar fylgt var fé í haga. Og hún var við höndina, þegar matmálshvíld varð á engi. ,,Og marga nótt vakti ég“, sagði hann, „hálfa eða heila við að Ijúka við að lesa sögu“. III. LITLUSTRA NDA RBÓNDINN Árið 1877 giftist J ón frændkonu sinni, Jakobínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð. Fengu þau til ábúðar fjórðapart af Skútustöðum. Eftir tvö ár urðu þau að fara þaðan og fengu þá í bili eins árs ábúð á Hofsstöðum. Þaðan fluttust þau 1880 að Syðri-Nes- löndum. Þar bjó Hjálmar Helgason, sem áður er getið í Vogum. Hófsl hér að nýju samvist með þeim frænd- um og svo þeim systrunum. konum þeirra. Hafði hvor sinn helming jarð- ar til ábúðar. Höfðu þeir samvinnu um nýting jarðarinnar og farnaðist vel. En hér varð of þröngt um bú þeirra beggja, og fékk þá Jón ábúð á hluta af Arnarvatni í sambýli við stjúpu sína og uppvaxin hálfsystkin, fluttisl þang- að 1884 og bjó þar í fimm ár. En þá þurfti eigandi á því hæli að halda. Jón var þá svo heppitm að geta fengið Litluströnd til lífstíðarábúðar. Eigandi jarðarinnar var hinn ágæti efnabóndi, Jón Jónasson, fyrr bónai á Grænavatni, en dvaldi nú á Gautlönd- um hjá tengdasyni sínum, Pétri Jóns- syni. Var samráð þeirra tengdafeðga að veita þeim hjónum Jóni og Jakob- tnu þá tryggu aðstöðu með jarðnæðið. Síðar varð eigandi jarðarinnar Helgi Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Grænavatni og tengdasonur Jóns Jór.- assonar. Reyndust báðir landsdrottnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.