Helgafell - 02.12.1943, Síða 42

Helgafell - 02.12.1943, Síða 42
424 HELGAFELL vildi ekki svik í stálinu. Það var lok- ið að fylla heimahlöðuna. En það var eftir að koma inn nokkurri beðju við hesthúshlöðu. Jarpur (,,Skuggi“) þurfti góða tuggu. En nú kom Jakob- ína út með kaffikönnuna og bolla á bakka. Við settumst í bæjarskjóli. Jón víkur sér frá, en kemur að vörmu spori. „Helltu ekki fullan bollann minn", segir hann og dregur úr vasa fallegan glerfleyg. Hann bauS mér það, sem ég kærði mig uiii, og fyllti svo bollann sinn. ViS sátum þarna um stund öll saman, og það var kvöld- sólargóSviðri yfir öllu. Svo strauk Jón um axlir sér og segir eins og við sjálf- an sig: „Dottnir eru nú af mér hand- leggirnir". En hann stóð upp um leið. ViS lukum að hirða túnið. Og það var engan bilbug að sjá á eldra mannin- um. Næst kem ég til Jóns í fjárhús að vetrarlagi. FéS er hreint á lagð, hver kindin annarri lík og sameiginlegur þrifablær á hópnum. HúsgólfiS er vel þurrt og svo hreinsaS, aS ef ekki næst hvert strá meS hrífu, er þaS meS hendi tekiS. 1 hlöðunni er heystabbinn slétt- ur öllum megin sem hnífskorinn væri og gjafarúmiS sópaS meS vendi. Fyrsta hneppiS til næstu gjafar er til tekiS, saman þjappaS og geymt viS hlöðudyr. — Rangt aS láta féS bíða meS óþreyju og ófriði, meðan leyst er heyiS. Ekki er úr húsinu vikiS, fyrr en jafnaS hef- ur veriS síðustu leifum eftir garðan- um, svo aS ekki verði út undan þær skepnur, sem minnst mega sín. Kassi meS snjó er hafður í húsinu. ViS hverja gjöf er kassinn borinn út, kast- aS brott velktum leifum og hann fyllt- ur af nýju meS hreinum snjó og bor- inn í fangi á sinn staS. ViS göngum í hesthúsiS. Þar stend- ur vatnsfata viS jötu hjá hestinum. Hann átti kost á aS súpa á vatni jafn- framt því, aS hann tók sér tuggu, líkt og maður hefur glas á borði við mál- tíS. HúsgólfiS er þerraS, slétt og þétt, sem dýna væri. Eftir aS gjöf er lokiS og Jón hefur kembt hestunum, grípur hann um höfuS reiShestinum og burst- ar þétt niður eftir vöngum og krúnu. ..HeldurSu ekki, aS Jarpur hneggi upp á þig hinum megin ?“ varS mér aS orði. ,,Held ekkert um þaS“, var svar- iS. ,,En eigi ég fyrir mér annaS líf, vil ég hafa þar meS mér hest minn og hund“. Alhvítur hundur, stór og fal- legur, stóS í húsdyrum, kallaður Skolli fyrir lit, og horfði á eiganda sinn og yfirdrottin augum tryggrar trúar. Húsinu var lokaS, og ég ætlaði aS flýta fyrir, sópaði lausri mjöll neðan aS hurð og drap upp meS stöfum, þar sem ég hélt, að gæti rennt snjó inn. Jón horfir á, hvernig ég geng frá hús- dyrunum. Svo hrekkur hann aftur á bak eitt skref og segir: ,,Þetta er ljót ásýnd“. Ljót ásýnd var honum óþol- andi, jafnt á verkum guðs og manna, sín og annarra. Hann sópaði brott mínum aSgerðum. Þá drap hann meS handarbaki sínu jöfnum snæborða meS stöfum, öllum megin hurðar, svo aS fram kom regluleg, hreindregin mynd dyrabúnaðar. — Svo leitaði Jón Stefánsson eftir prýði og fegurS í viS- horfi daglegra starfa, dýrkaði hrein- leik og samræmi, hvar sem þaS var aS finna. Þetta var honum dagleg guðsþjónusta. ViS erum komnir inn í baðstofu. Hún var þá eitt herbergi og eigi stór. ViS höfðum þvegiS okkur og matazt og sitjum snöggklæddir, því aS hlýtt er í baðstofunni. Jón er hljóður og hugsandi aS sjá. Ég virði hann fyrir mér. Hann er nú á miðjum aldri, vel á sig kominn og óþreyttur aS vetrar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.