Helgafell - 02.12.1943, Síða 44

Helgafell - 02.12.1943, Síða 44
426 HELGAFELL um í héraði. Stóð hann hið næsta þeim Pétri á Gautlöndum og Jóni á Litluströnd um samvinnu í þá átt. Árið 1896 fluttist Steinþór að Litlu- strönd með fjölskyldu sína. Var lögð til jarðarinnar engjaviðbót. Gerðu þeir Jón og Steinþór með sér helmingafélag um jarðarnot. Tóku þeir upp samvinnu við heyskap og nýting lands. Heyfeng skiptu þeir heim fluttum, og gaf hvor fyrir sig sínum skepnum. En félag var um útihirðing. Innan húss bjó hvor fjölskyldan sér. Þetta var heppilega ráðið. En nú þurfti að rýmka húsa- kynnin. Gekkst Steinþór fyrir því, að ráðizt var í endurreisn bæjarhúsa, og vann sjálfur að smíðinni. Baðstofu var skipt milli íbúða og hentuglega um búið, eftir því sem þá gerðist. Samvinnan um utanbæjarstörf og að- drætti alla varð báðum til léttis og Jóni því meira, sem á leið og ár færðust yfir hann — og þegar upp tóku að vaxa synir Steinþórs, vaskleg ungmenni. Búendurnir áttu saman skoðanir og skaplyndi um margt. Þeir áttu samleið um val á bókum til lestrar og föng til að afla þeirra, ræddust við um það, er þeir lásu og hugsuðu um. Batzt með þessu vinátta, er hélzt. Þá áttu þeir samfylgd til mannfunda í sveitinni og þátttöku þar, hvort held- ur var til skemmtana eða málefnum til fylgis. Steinþór var á meðal þeirra manna, sem stöðugast unnu að kaupfélagsmál- um í sveit og héraði. Hann var deild- arstjóri í Mývatnssveit á æskualdri Kaupfélags Þingeyinga. Og hann var endurskoðandi félagsreikninga hin seinni ár sín. Steinþór var skipaður í fasteignamatsnefnd fyrir Suður-Þing- eyjarsýslu. Og sæti átti hann í sýslu- nefnd fyrir sveit sína hin síðari ár til æviloka. Frá þátttöku sinni í svo fjölbreyttum störfum að almennum málefnum flutti Steinþór heim með sér fersk áhrif þess andrúmslofts, er á hverjum tíma lék um héraðið í félagsmálum og menn- ingarstefnu. IV. FÉLAGSHYGGJA — RIT- STÖRF — ÁST A LJÓSI Á yngri árum Jóns Stefánssonar voru það fornritin, Islendingasögur fyrst og fremst, sem mest áhrif höfðu á hann. En með sama áhuga og hann hafði drukkið í sig fornsögur fylgdi hann öllum bókmenntaþættinum í ís- lenzkri endurreisn næstliðinnar aldar. Með fullorðinsárum tóku kynni hans af dönskum og norskum bókmennt- um að hafa sín áhrif. Hann varð snortinn af þeim straumum í andlegu lífi Norðurlanda, sem stöfuðu frá Georg Brandes. Og hann hreifst af norskum stórskáldum samtíðar. Frjálshyggja aldarinnar í mannfé- lagsmálum og trúmálum varð Jóni Stefánssyni þungt íhugunarefni. Með útsýn þeirri, sem nú var fengin, rakn- aði upp sumt af því, sem verið hafði skjólhlíf hugsunar og tilfinninga, eða þokaði fyrir nýrri vitneskju og skiln- ingi. Hann horfði af nýju spurnar- augum barns á sjálfan sig og samtíðar- menn, á veröld alls. Hann aðhylltist bróðernishugsjón jafnaðarstefnunnar. Sú bróðerniskennd varð honum viðkvæm til þeirra, sem hlut voru bornir með einhverjum hætti, og svo til þeirra, sem villt fóru vegar. — Þegar granninn hrasar, finnur góð- ur maður bezt, að þeir eru bræður. — Og bróðerniskenndin leiddi hug Jóns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.