Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 47
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND
429
var illa við myrkravöld í náttúraiari,
mannlífi, mannaverkum og manna-
setningum.
Hann skildi ungur og fann það alla
ævi, hvað myrkur og kuldi voru mátt-
ug völd í náttúrufari okkar lands og
hversu þau völd hafa mótað það fá-
breytta, smávaxna lifenda líf, sem
landið hefur alið og eignazt, mótað
og merkt sér þjóðarinnar líf og sögu
hennar frá upphafi. Saga okkar var
sagan af baráttu við myrkur og kulda,
saga vanmáttar í tvísýnni baráttu.
En það, að við höfum ekki misst
alls, ekki týnzt, var því að þakka og
því einu, að alla tíð loguðu vitar í
myrkrinu. Þeir vitar voru fræði og
iðkun andlegs lífs með landsmönnum.
Og vitaverðirnir voru höfundar og leið-
togar þessa andlega lífs.
Það birtir og hlýnar í hugskoti
manns við að hugsa um hlutverk vita-
varðar: að lýsa fari manna, vísa því
leið fram hjá slysunum, feigðinni, að
standa sjálfur úti í myrkri og kulda.
og rétta þar arm sinn fram til að
hjálpa öðrum inn á ljóssins land.
Jón unni ljósinu, hann unni þeim
mætti, sem lætur myrkrið víkja frá sér
og kuldann klökkna fyrir tilliti sínu.
Hann unni ljósinu, sem hjálpar til
að finna það, sem leitað er að og
finna þarf, hjálpar manni að finna,
hvað satt er og rétt, og birtir okkur
fegurðina.
Ást myrkfælins manns á ljósi í
hendi, ást barnsins á ljósinu í hendi
sinni, það var ást Jóns Stefánssonar á
góðri bók. Því unni hann bókmennt-
um og sérstaklega okkar eigin bók-
menntum, fyrri og síðari tíma. Þar
fannst honum, að ætti að leita og þar
væri að finna mennt og mannþroska
sér og öðrum til handa.
Jón Stefánsson unni þeim ljósvit-
um, sem varðað hafa og varða um
okkar ,,þjóðlífsmeið“. í þeirra svæit,
er vitana tendra, vildi hann mega
koma með sitt smáblys í hendi.
Sigjús Bjarnarson.