Helgafell - 02.12.1943, Page 56

Helgafell - 02.12.1943, Page 56
438 HELGAFELL Það er því ekki úr vegi að rifja upp kjarna sambandslaganna, en hann kemur bezt fram í 1. grein þeirra, sem hljóðar á þessa leið: „Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung . . .“ Þetta ætti að vera öllum skiljanlegt, jafnvel þó að reynt væri að rangfæra orðin. Astandið í viðskiptum þjóða er ekki svo fag- urt og eftirbreytnisvert um þessar mundir, að það gefi tilefni til þess að það sé tekið til fyrirmynd- ar. Samningasvik eru aldrei til eftirbreytni, jafnvel þótt stórveldi eigi hlut að máli, en „vanefnda- kenningin" svo nefnda, sem hampað hefur verið af einum „fræðimanni" og virðist vera þungi undir kominn við valdabrauksþanka, hefur enga stoð í þjóðarétti, enda öllum skynbærum mönnum ljóst, sem ihugað hafa allar aðstæður. Bezt fer á, að gætt sé hófs og drengskapar í viðskiptum manna og þjóða, og er það ekki sízt mikilsvert fyrir smáþjóð eins og okkur ís- lendinga, sem lítils má sín og mikið á undir viðskiptum við aðrar voldugri þjóðir, sökum einhæfra atvinnuvega og fábreyttrar framleiðslu. Það er ætíð mikilsvert, að hafa hin siðferði- legu rök sin megin, að ekki sé talað um, að hvortveggja sé. Ég vil kalla það „drottinssvik við siðakrafta sjálfra okkar" að hrapa nú að einhliða sam- bandsslitum, á þessum blóðtímum. Ég vil fullkominn skilnað við Dani, í bróð- erni sé þess kostur, en einhliða, verði öðru ekki við komið. En ég vil, að til þess verði valdir tím- ar friðar, þegar íslendingar mega aftur um frjálst höfuð strjúka, því að þann atburð á að halda hátíðlegan, miklu hátíðlegri en AJþingishátíð- in var, sökum þess að tilefnið er miklum mun fegurra og mikilsverðara. En hverjum skyldi detta í hugr að efna til stórfelldrar gleðihátíðar, meðan valkestirnir hrópa til himins og stóror- ustur eru iðulega háðar í námunda við strendur landsins og gætu orðið hvenær sem er í loft- inu yfir því? Engum skynbærum manni. Tilefnið yrði því álika flatneskjulegt og þeir góðu herrar, hrað- skilnaðarmenn, og væri þá illa farið. Þjóðin þarf að eiga marga mikla daga til þess að verma sál sína við sól þeirra. Við þurfum ekki að skáka fram aðstöðu Dana á skilnaðarstundinni, þvi að önnur rök eru full- nægjandi. Endirinn á bréfi hins ágæta vinar Helgafells minnir all mikið á strákinn, sem kallaði: Ekki er Gvendur bróðir betri. En þið hafið gert hon- um full skil í því sambandi. Bréfritarinn minnist á „margyfirlýstan" vilja Alþingis £ þessu máli. Ef þingið hyrfi að sinni fyrstu ákvörðun í málinu, þá get ég fallizt á, að það væri „þjóðhollasta" lausnin og hin skyn- samlegast, enda var þá ekki komin „spekulation" í málið, og þingmönnum hafði þá ekki dottið í hug, að nota mætti þetta mannréttindamál fyr- ir ábreiðu yfir ráðleysisgukt þeirra (árum saman), sem sennilega endar með þvi að rýja inn að skyrtunni allan almenning, en gera þá ríku ríkari. O temþora, o mores... G. Ó. ÚR VlSNABÓKINNI: FERÐAKISTA BISKUPSINS „Ferðakistan íarin, kristnir bræður!" „Því íorði sá, sem öllu ræður!" (Við fylgd sína átti frómur biskup tal). „Ég missi í henni hundrað ræður!" „Guð hjálpi þeim, sem stall"

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.