Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 60
442
HELGAFELL
að honum blöskri það, að fáeinir menn ger-
ist quislingar gagnvart þjóð sinni. Það er
önnur tegund manna, sem honum virðist
ennþá fjær skapi, en það eru „ungir mennta-
mcnn“, sem hann nefnir svo, og hann nær
t. d. óvenjulegum reigingi í lítilsvirðinguna,
þegar hann spyr cinn þeirra, sem hann til-
nefnir, hvort hann haldi, „að hann sé þess
umkominn að leiða þjóð sína á réttar brautir?
Ég hcld að flestum verði á að brosa. .o. s.
frv. Maður sá, sem prófessorinn „afgreiðir" á
hagfræðingur, sem að allra dómi er meðal
þennan virðulega hátt cr Klemens Tryggvason
efnilegustu ungra menntamanna vorra. — Er
þá nokkur furða, þótt maður með þessu and-
lega viðhorfi láti sér fátt finnast um opin-
ber afskipti þeirra manna, sem lagt hafa
stund á jafn óveraldleg viðfangscfni eins og
skáldskap? Tveir slíkra manna hafa gerzt sek-
ir um að mynda sér skoðanir á einstökum
atriðum skilnaðarmálsins, líklega vegna þcss,
að þeir hafa álitið, að örlagarík vandamál
þjóðar sinnar kæmi þcim einnig við. En auð-
vitað eiga skáld ekkert að skipta sér af þeim!
Skáldskapur og veruleiki eiga nefnilega ckki
samleið í stjórnmáladeilum og styrjöldum, seg-
ir dr. Alexander og ypptir öxlum.
Þetta sjónarmið, að „skáldskapur og veru-
leiki fari ekkj saman“ er að vísu hvorki nýtt
né frumlegt og líklega ekki miklu yngra en
t. d. einræði og afturhald. Að minnsta kosti
hef ég ekki spurnir af neinum menntamanni
meðal frjálsra þjóða á vorum tímum, sem
gerzt hafi talsmaður þess, og flesár munu
líta svo á, að ýmsir þeir eiginleikar, sem
öðrum fremur gera menn að miklum skáldum,
svo scm andleg djörfung, hugkvæmni og
sannleiksást, ættu einnig að geta komið sér
vel í stjórnmáiabaráttunni. Dr. Alexander veit
líka ósköp vel, að fæstum þeirra manna, sem
oss hafa orðið óþarfastir í opinberu lífi þjóð-
arinnar, verður borið það á brýn, að þeir
hafi verið hættulega mikil skáld, þótt ýmsir
þeirra kunni fyrr og síðar að hafa getað hnoðað
saman vísu. Á hinn bóginn hafa sum ágæt-
ustu skáld vor, svo sem Hannes Hafstein,
staðið framarlega meðal beztu og þörfustu
stjórnmálamanna vorra. Flestar aðrar þjóðir
munu hafa svipaða sögu að segja, og t. d.
s.----- ------------------------ ^
OR VISNABÓKINNI
v....- ------------------- ■ -y
GRAFSKRIFT YFIR HUNDI
Ég var hundur húsbóndans á Rein.
Hver á þig, sem skoðar nú minn stein?
ÚR GÖMLU BRÉFI
Hvað sem annars er um mig,
engin líður stundin
svo, að ekki sé við þig
sérhver þanki bundinn.
Hitt mér leyndist langa tíð,
ljúfan dyggðaríka,
að þú hugsar ár og síð
um þig sjálfa líka.
MEYDÓMSMINNING
— Barnfóstran hét Hanna.
Hún bar mig upp í hlíð.
Þá kom til okkar piltur
og kyssti hana í gríð.
Og Hanna kyssti piltinn.
Ég hugsaði, ein á bala:
„Þetta segi ég mömmu,
þegar ég læri að talal"
LANDRÁÐ
„Af landráðum vex ekki vegsemd!"
„Hve verður það sannað?"
„Er landráðin hafa heppnazt,
þá heita þau annað".
(Þýtt og endursftgt).