Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 63

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 63
BÓKMENNTIR 445 bindis eru talsvert ólík hinum fyrri, og veldur umhverfisbreytingin miklu. Það er allgóð heild í sjálfu sér, en af því leiðir, að það rennur aðeins að litlu leyti í heild með hinum fyrri. Þetta stórvirki Gunnars er komið á tilkomumikla íslenzku í höndum Hall- dórs Laxness, þróttuga og blæbrigöa- ríka. Þá kemst enginn hjá því, sem heita vill maður með mönnum, að lesa bindin þrjú í samfellu spjald- anna milli og freista þess að varÖveita heildarmyndina í huga sér þaÖan af. En svo er margt sinniÖ sem skinnið. Heildarmyndin getur orðið með sínu móti hjá hverjum lesanda, eins og menn þykjast ætíð hafa sína ævi- reynsluna hver og gjörólíka hver öðr- um, þó að æviferill þeirra allra hafi veriÖ því nær eins. Kirkjan á fjall- inu er slík raunsæissaga á raunsæis- öld, reynsla höfundarins verkar þar svo beint og upprunalega, að lesend- um er eftirlátið að draga af henni lær- dómana og þá eins sundurleita og menn eru sjálfir. Þegar Gunnar er kallaður raunsæ- isskáld á raunsæisöld, má ekki felast í því sá misskilningur, að hann sé ,,realisti“, sem afneiti öllum duldum veruleik, öllu hinu rómantíska að tjaldabaki skynheimsins. Þegar horft er á hlutlægni og nákvæmni hans í frásögninni, vöntun dóma og lærdóma yfirleitt, trúarefasemdir og sérhvað, sem einkennir skáld , ,realismans“, má engum sjást yfir sterkar gagnstæð- ar hneigðir, sem vaka í höfundinum og mega sín stundum betur en hömlur raunsæisins. Hvað þýðir heitiÖ Kirhjan á Jjall- inu ? Skýring þess er í Nótt og draumi (bls. II—13). Uggi litli hugsar sér í einmanaleik sínum, að hann sé al- einn eftir í yfirgefnu landi, öll skip og bátar hverfa undir hafsbrún með landsmenn (tími Vesturheimsferða), og hann starir af strönd eftir þeim, gleymdur. Hann á að verða þarna gamall maður í einverunni, og löngu, löngu seinna kunna að finnast bein einbúans, þegar menn vitja aftur ls- lands. Hvað ætlar hann þá að verða búinn að afreka ? Byggja kirkju með móður sinni, ef guð léti hana rísa til þess frá dauÖum. ,,Það þyrfti ekki endilega að vera nein stærðarkirkja, en hún ætti að standa uppi á fjalls- tindi, og það ættu aS vera göt í vegg- ina, svo rjúpan og grátittlingurinn gætu flogiÖ í skjól á veturna, og yfir dyr- unum ætti að standa: Þetta er hús guðs handa fuglum og þeim, sem eiga leiS um fjöllin. Og þá mundi ég (Uggi) vera prestur, — og ég mundi syngja dýrðlegar messur . . .“ SíS- an hefur Uggi litli upp fuglamessuna sína, því að söfnuÖurinn verða fugl- arnir að vera, og lofar dýrð þess alls, sem drottinn hefur skapaÖ á Islandi. — Til þess lofsöngs á kirkjan á fjall- inu að vera og sæluhús um leiS handa fuglum og þeim, sem verða að þreyta göngu yfir öræfin íslenzku. ,,Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt eg hitt í té“, kvað Einar, ættfaðir Gunnars og aust- firzkrar skáldmenntar, og lét í hjarta vaggast vöggustuðla jólabarnsins, guðs síns: ,,Vil ég mitt hjartaÖ vaggan sé“. Kirkja Ugga er smíSuð eins og vaggan hans Einars, þó að eigi sé úr stuðlum ljóða. Kirkjan er í rauninni sál Gunn- ars sjálfs, eins og land hans og upp- runi hefur steypt hann ósjálfrátt í stuðla. Hið mikla rit hans, Kirkjan á fjallinu, er tilraun hans til að reisa sýnilega eftirmynd hinnar kirkjunnar, sem í brjósti honum býr. Skáldið varð viðskila við landsmenn sína, þótt með öðrum atvikum væri en Uggi hugsaði sér, og í einveru erlendis dvaldi Gunnar á Islandi hug- ar síns, yfirgefinn af öðrum mönnum, komst í það ástand, sem Uggi hugs- aði sér, er hann vildi byggja kirkj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.