Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 66
448
HELGAFELL
má, að lengst verði vitnað til, unnin af Sigurði
Nordal, og á ég þar við íalenzka menningu og
ritgerðasafnið Áfanga, en útgáfa þeirra liófst á
síðastliðnu ári.
Meginhluti þessa fyrsta bindis er Líf og dauSi,
fyrirlestrar þeii, sem höfundur flutti í Ríkisút-
varpið árið 1940 og þá vöktu mikla og minnis-
stœða athygli, en auk þcss eru í bókinni átta
ritgerðir eða hugleiSingar, og eru þeirra á meðal
Samlagning og Viljinn og uerfcið, sem mörgum
eru enn í fersku minni frá því, er þær birtust
á sínum tíma í Vöku. Af öðrum greinum vil
eg sérstaklega nefna fyrirlestur þann um Mann-
dráp, sem höfundurinn flutti við háskólahátíð,
fyrsta vetrardag 1942, en hann hefur ekki áður
verið prentaður. Eins og menn muna var mikið
um þetta erindi rætt og jafnvel ritað, og raunar
bæði meðal þeirra, er heyrðu það, og margra
hinna, sem ekki hafa átt þess kost fyrr en nú
að kynna sér efni þess. Það fer að sjálfsögðu
eftir lífsskoðun hvers og eins, hvernig menn
taka athugasemdum og umvöndunum höfundar-
ins í þessu erindi, en persónujcga kann ég fátt
að nefna af því, er sagt hefur verið opinberlega
hin síðustu ár, sem fremur eigi skilið að heita
orð í tíma töluð.
Fyrirlestraflokkurinn Líf og dau&i hefur áður
verið gefinn út í sérstakri bók eins og kunnugt
er, en hún seldist upp á mjög skömmum tíma,
og er það enn ein sönnun þess, að íslenzkum
lesendum er almennt ekki eins gjarnt og stund-
um er haldið fram að ganga á snið við erfið og
alvarleg viðfangsefni. Og þó er það raunar ótrú-
lega sjaldan, sem vér knýjum oss sjálfa til þess
að leita af einlægni skynsamlegrar lausnar á
þeim vandamálum, sem lífshamingja vor ætti
öðru fremur að miðast við. Menn vilja að sjálf-
sögðu vita sem bezt deili á efnahag sínum og
flestir telja sig til þess neydda dagjega að gera
sér nokkra grein þess, hvers vegna þeir taka sér
eitt fyrir hendur og láta annað ógert, en fæstir
verða fyrir varanlegri ágengni af þeim spurn-
ingum, sem ætla mætti að væri hverjum manni
höfuðlausnarefni og vandamál. Því hvernig get-
um vér búizt við því, að líf vort heppnist, ef
vér gerum oss þess enga pcrsónulega grein,
hvers konar fyrirtæki þetta líf er, hvar vér erum
á vegi staddir í tilverunni, hvers vér leitum og
hvað vér fáum ráðið af þekkingu vorri og reynslu
um eðlilegust rök mannlegs velíarnaðar þessa
heims og jafnvel annars? Allt þetta tekur Sig-
urður Nordal til meðferðar í bók sinni og ræð-
ir það af þeirri raunsæi og hófsemi, sem honum
er lagin, og t. d. man ég ekki til þess að hafa
séð annars staðar færð öllu skynsamlegri, og um
leið nærtækari rök fyrir sennileik framhaldsjífs-
ins, hvort sem trúlitlir menn á þá hluti láta sér
þau nægja eða ekki. En raunar er mönnum eng-
an veginn nauðsynlegt, að samþykkja allt með
höfundinum til þess að hafa gagn af leiðsögn
hans. Bókin á fyrst og fremst að hjálpa les-
endunum tii þess að ná nokkurri fótfestu í til-
verunni með því að hugsa um þessi mál á
eigin spýtur, og ég trúi ekki öðru, en að ýmsir
muni eftir á telja sig standa í nokkurri þakkar-
skuld við höfundinn.
Mér er svo tjáð, að ekki færri en fimm bindi
Áfanga muni þegar fyrirhuguð, og þegar þess
er gætt, að höfundurinn mun líta á þessi rit-
störf s!n sem eins konar ,,útúrdúra“ frá hinu
eiginlega lífsstarfi sínu, og að hann er fyrir
löngu orðinn einn merkasti og athafnasamasti
vísindamaður, sem norræn fræði hafa eignazt,
þá ætti það að verða mönnum ljóst, að Sigurður
Nordal hefur þegar skilað allríflegu dagsverki
á tiltölulega ungum aldri og að það er nokkuð
verulegur hluti af menningarlegum heiðri ís-
lands, sem hann hefur borið uppi síðasta aldar-
fjórðunginn.
r. c.
Ljóðasafn Davíðs
Daoíð Siefánaaon: LJÓÐASAFN I.—III.
Utgefandi Þorst. M. Jórsson. Akureyri
1943. Verð innb. kr. 225,00.
Með fyrstu ljóðabók sinni, Suörtum fjöSrum,
sem kom út 1919, settist DaviS Stefánaaon ung-
ur að árum á bekk með eftirlætisskáldum þjóð-
ar sinnar. Síðan hefur hann gefið út hverja
Ijóðabókina af annarri og jafnan bætt við sig
nýjum aðdáendum. Fyrstu bækur hans komu
út endurprentaðar 1930, en eru einnig uppseldar
í þeirri útgáfu, og nú sendir Þorat. M. Jónason
frá sér heildarútgáfu af ljóðum skáldsins í þrem
stórum og fallegum bindum.
Hér er þess enginn kostur að gera verðug skil
skáldskap Davíðs Stefánssonar, áhrifum hans á
íslenzka ljóðagerð, né þeim ómetanlega þætti,
sem hann hefur átt í því að varðveita ást þjóðar
sinnar á fögrum ljóðum. Ég vil aðeins fyrir
hönd Helgafells benda lesendum tímaritsins á
þessa veglegu útgáfu og tjá útgefandanum þakk-
ir fyrir að hafa gert hana svo rausnarlega úr
garði, um leið og ég persónulega flyt hinu á-
gæta skáldi kveðjur mínar og árnaðaróskir.
T. G.