Helgafell - 02.12.1943, Síða 68

Helgafell - 02.12.1943, Síða 68
450 HELGAFELL Einkennilegt útgáfustarf Jóhann Gunnar SigurSsson: KVÆÐI OG SÖGUR. Önnur útgáfa. Helgi Sæmundsson hefur annazt útgáfuna. — Reykjavík, 1943. Ytri frágangur þessarar bókar er prýöilegur acS öðru leyti en því, að mynd höfundarins er miklu verr prentuð en í fyrri útgáfunni. Bókin hefur verið sæmilega bundin og ágætlega auglýst. Fyrri prentun var uppseld fyrir löngu, og sum kvæði Jóhanns Gunnars eiga sannar- lega skilið, að þau falli ekki í gleymsku. Nýrr- ar útgáfu var þörf — og ekki sízt af því, að ýmsir gallar voru á fyrri útgáfunni, sem vel mátti laga. En einmitt að því leyti mun þessi útgáfa bregðast vonum allra, sem mætur hafa á höfundinum og skáldskap hans. Þegar Jóhann Gunnar féll frá, aðeins 24 ára gamall, hafði hann ekki búið kvæði sín og sögur til prentunar. Benedikt kennari Bjarnar- son á Húsavík, sem hafði verið eitt ár í skóla með Jóhanni og var einkavinur hans, tókst út- gáfustarfið á hendur. Jóhann mundi hafa treyst honum manna bezt til þess, hvort sem hann hefur beinlínis gert ráðstöfun um það fyrir and- lát sitt eða ekki. Benedikt stóð þó að ýmsu leyti ekki vel að vígi til þess að annast útgáfuna. Hann mun ekki hafa átt þess kost að lesa all- ar prófarkir vegna fjarlægðar frá Reykjavík. Og þótt hann væri ágætlega gefinn maður, var hann viðvaningur í þess háttar starfi. Niðurstaðan var því ekki að öllu leyti viðun- andi. Meinlegar villur slæddust inn í útgáfuna. Sumt í ritgerð Benedikts um vin sinn framan við bókina var dálítið klaufalegt eða of íburðar- mikið. Þeir, sem þekktu vel til skáldskapar Jó- hanns, áttu bágt með að skilja, eftir hvers kon- ar smekk eða reglum sumt var valið og öðru hafnað. Eg skal aðeins tilfæra eitt dæmi. Kvæð- ið Hríð byrjar á þessa leið: Eg get ekki lifað við eintóman ís innst inni í hjörtum og lengst úti á töngum. Kulsára hjartað mitt kólnar og frýs, í kuldanum sit eg í öngum og leik mér við fallegar frostrósir löngum. Það verður nú bráðum að vora hjá mér, svo völlurinn iðgrænn við sólinni hlæi, en stormurinn mig út á blágaddinn ber, ó, bara ég götuna sæi heim á gestrisna, góða bæi. En meðan eg sé hvorki sól eða bæ o. s. frv. Þetta kvæði þótti Jóhanni vænt um, og okkur skólabræðrum hans fannst það fallegt og lýsa honum vel. Eg hef aldrei skilið, hvers vegna Benedikt sneið tvö erindi framan af því, lét það byrja svo: Á meðan eg sé-------- og nefndi það Brot (fyrri útg. 77. önnur útg. 60). Fleira mætti benda á, þar sem tvímælis orkaði um valið, t. d. að meira skyldi ekki vera tekið í bókina af því, sem Jóhann hafði lokið við af kvæðaflokknum um Gísla og Auði. Hér var því að ýmsu leyti hægt að gera bet- ur. En hvernig hefur nú Helgi Sæmundsson annazt þessa nýju útgáfu, hverja önn hefur hann lagt á sig til þess að gera hana vandleg- ar úr garði en hina fyrri? Mér er ekki kunnugt um, hvar handrit Jó- hanns Gunnars eru niður komin. En þess sér engin merki, að Helga hafi komið til hugar að athuga þau til þess að vita, hvort bæta mætti um fyrri útgáfuna að einhverju leyti. Hún er endurprentuð óbreytt, alveg eins og val Benedikts Bjarnarsonar jafngilti vali skálds- ins sjálfs og því mætti hvergi hagga. ,,KoI- brún", skáldablað Framtíðarinnar, er þó að minnsta kosti til enn þá, og hefði ekki mátt ætlast til minna af umsjónarmanni nýrrar út- gáfu en hann liti á hana. (Þar er t. d. HríS). Fáeinar bersýnilegustu villur fyrri útgáfunnar eru að vísu leiðréttar í hinni síðari. Auðsjáan- lega hefur útgefandi gert það af hyggjuviti sínu. En sumar aðrar eru kyrfilega á sínum stað, eins og þær séu taldar „sígildar". Svo er t. d. á tveimur stöðum haldið prentvillunni sálar f. sálar (nýja útg. 64. bls.: sálarglóSar les sól- arglóSar, — 90. bls.: sálar opna rann les sólar opna rann, þ. e. sólarheima). Og hvernig get- ur nokkurum manni, sem þekkir stíl Jóh. Gunn- ars, dottið í hug, að hann hafi ort: Hlutirnir deyfSust viS töfrandi gný (nýja útg. 76. bjs.)? Hlutirnir f. Hlustirnar er ein af prentvillunum úr fyrri útg. Aðeins eitt dæmi skal enn nefnt. Jóhann orti: Gott mun vera í grafarreit gleymdur eiga friðinn. Þ. c. gott mun vera (að) eiga gleymdur frið- inn í grafarreit. í fyrri útgáfu komst prentvilla í vísuna: gleymdir eiga friðinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.