Helgafell - 02.12.1943, Side 70

Helgafell - 02.12.1943, Side 70
452 HELGAFELL mundi þetta mál þegar hafa komið fyrir dóm- stólana. Og jafnvel þótt rithöfundaréttur vor sé ófuljkominn, — svo aS þýSa má bækur leyfis- laust úr erlendum málum og fara ránshendi um þær meS rithnupli aS ósekju, — hygg eg, aS einhverjum lögum mætti koma yfir þaS, t. d. ef Benedikt Bjarnarson á ættingja á lífi, sem vildu láta þaS til sín taka. Sigurður Nordal. Jón Thoroddsen og skáldsögur hans Steingrímur ]. Þorsteinsson: JÓN THOR- ODDSEN OG SKÁLDSÖGUR HANS. Helgafell, Reykjavík 1943. ÁriS 1942 birtist ný útgáfa af skáldritum Jóns Thoroddsens, þeim, sem skrifuS eru á lausu máli. Steingrímur J. Þorsteinsson magister sá um útgáfu þessa, og er hún aS öllu hin vand- aSasta, og sem betur fer, Jaus viS „lagfæringar" annarra útgefenda, sem vegna misskilinnar ástar á íslenzku máli þóttust þurfa aS krukka í hand- rit höfundarins. íslendingum gefst því kostur á aS eignast þennan góSvin sinn eins og hann var, meS kostum sínum og lýtum. ÞaS er mála sannast, aS skáldsögur Jóns Thoroddsens hafa orSiS íslenzkri alþýSu ástfólgnari en flest annaS í bókmenntum, ef undan eru skildar fornsögur og rímur. En nú hafa íslendingum ekki aSeins hlotnazt skáldsögur Jóns, heldur einnig sagan um sögur hans. Þessa sögu hefur Steingrímur J. Þorsteinsson skráS í hinu mikla riti sínu um Jón Thoroddsen og skáldsögur hans- Rit þetta er í tveim bindum, rúmlega sjö hundruS blaSsíSur aS stærS. AS stofni til er þaS prófritgerS hans frá háskólanum, en er nú aukiS og endurbætt og miklu fyllra en áSur, og hefur heimspekideild háskólans veitt höf undi doktorsnafnbót fyrir ritiS. Steingrímui gerir þá grein fyrir verkefni sínu í kynn- ingarorSum ritsins, aS hann ætli aS leita að heimildum og fyrirmyndum aS skáldsögum Jóns Thoroddsens, rannsaka, úr hverju þær séu gerS- ar og hvernig þær séu gerSar. Slík bókmennta- könnun er mjög algeng aS því er varSar forn- rit vor, en ekki hefur henni veriS beitt aS ráSi viS nútímabókmenntir vorar, og er rit Steingríms því aS þessu leyti nýlunda í íslenzkri fræSastarfsemi. Hann hefur hér leyst af hendi mikiS brautrySjandastarf, enda ber allt ritiS því vitni, aS hann hefur unniS aS mestu úr frumgögnum, rituSum og óskráSum, enda margs orSiS vísari. Eins og leirkerasmiSnum er leirs þörf, eins verSur skáldsagnahöfundurinn aS afla sér nokk- urs efniviSar í sína smíSisgripi. Hann á sem sé ekki sama láni aS fagna og ÞjóSverjinn, sem ,,aus den Tiefen seines Seele schuf den Ele- phantenI“Þótt þessi almenna staShæfing sé mik- ijvæg, aS því er varSar vinnuaSferS bókmennta- rannsókna, þá er hún bæSi mögur og blóSlítil, nema hægt sé aS finna henni staS meS könnun og gagnrýni. Oft er þetta óvinnandi verk: ým- ist brestur mann heimildir, eSa efniviSurinn hef- ur tekiS slíkum stakkaskiptum í höndum skálds- ins, aS uppruninn er meS öllu hulinn. Þessu er þó ekki svo variS meS skáldsögur Jóns Thor- oddsens. SamtíSarmenn hans og vinir sögSu þaS skýlaust, aS hann hefSi haft menn fyrir vest- an sér til fyrirmyndar, er hann samdi Pilt og stúlku, og sama máli gegnir um hina ófullgerSu skáldsögu, Mann og konu. En þótt menn hefSu engar sögur af fyrirmyndum skáldsins, þá mundi engum íslendingi dyljast sanngildi sögu- persónanna. Flestar eru þær brot af Islandi, ekki aSeins af íslandi 19. aldar, heldur af land- inu, eins og þaS hefur veriS síSan þaS var num- iS. Sögupersónur Jóns Thoroddsens eru kvistir, sem einnig eru sprottnir í forneskju íslands og hjátrú, fátækt þess og andlegri auSlegS, aS ó- gleymdri íslenzkri þjóSarkímni. Tilsvör þeirra og talshættir Jiggja oss á tungu enn í dag, og þegar vér veljum stjórnmálamönnum vorum gælunöfn, sækjum vér nafngiftirnar í sögur Jóns Thoroddsens og látum oss þá litlu varSa, þótt vér skiptum um kyn. En nú hefur Steingrímur Þorsteinsson varp- aS nýju ljósi á þessa góSkunningja vora og skáldsagnagerS Jóns Thoroddsens alla. Hann hefur krufiS tilorSning skáldsagna hans til mergj- ar, elt uppi persónurnar og oftast nær getaS gómaS þær, þótt ekki hafi alltaf veriS greiS- fært undir fótinn. Hann hefur kannaS allar heimildir, lifandi og dauSar, er hann fékk fest hendur á, grafiS upp fyrirmyndir Jóns úr , .manntölum", húsvitjunarbókum, prestsþjón- ustubókum og skráSum sögnum íslenzkra fræSaþula. Hann hefur gengiS um sveitir Vest- urlands og haft tal af gömlum mönnum og fróSum, er mundu fyrirmyndir skáldsins. Sum- ir þessara heimildarmanna eru nú nýdánir, svo aS ekki mátti seinna verSa, aS til þeirra væri leitaS. Allt þetta efni hefur Steingrímur kannaS með stakri samvizkusemi og gagnrýni,

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.