Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 79

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 79
BÓKMENNTIR 461 lítt um andlega og efnajega velferÖ föðurlands- ins. Hann varÖ því plága fyrir þjóðfélagið, þangað til honum var sópað burt í byltingu kommúnista. Afrek Katrínar á sviði innanlandsmála voru þó stórkostleg. Hún skipti sér af öllum hlutum, stórum og smáum. Hún skapaði rússneskt vís- indalíf og stofnaði alþýðuskóla, bætti flesta at- vinnuvegi, einkum má geta þess, að hún kom á fót iðnaði í landinu. Þá gerði hún einnig miklar umbætur á réttarfarinu, þó hún þar kæmist skemmra en hún vildi. Spillingu og mútuþægni rússnesku embættis- mannastéttarinnar hafði lengi verið viðbrugðið, en er drottning ætlaði að reyna að gera miklar umbætur á því sviði, mætti hún mótstöðu, sem hún fékk ekki unnið bug á. Hún hafði hér heldur ekki hreinar hendur, því hún bruðlaði með opinberar eignir til elskhuga sinna. Kntrín var ekki síður heppin á sviði utanríkis- málanna. Hún sneri sér fyrst gegn Tyrkjum, erfðaóvinum Rússa, og í tveimur stríðum vann hún af þeim allt Suður-Rússland og þar með var Tyrkland úr sögunni sem stórveldi um aldur og ævi. Rússnesk áhrif fóru að breiðast út um Svartahafslöndin og Balkanskaga, og rúss- neskur floti var skapaður á Svartahafi. Þá kemur að þeim atburði, sem lengi hefur þótt varpa skugga á nafn Katrínar, og það er skipting Póllands. Það má telja víst, að það var Friðrik annar, sem átti frumkvæðið að þessu ofbeldisverki, en Katrín var ekki sein að fallast á það, enda hlutu Rússar bezta bitann við skiptinguna. Þó má segja drottningu það til afsökunar, að slík- ar skiptingar ríkja voru ekki sjaldgæfar á 18. öldinni. Nægir hér að nefna örlög Spánar. Þjóðirnar voru ekki spurðar, þjóðhöfðingjarnir réðu öllu. Þá hélt Katrín áfram baráttunni gegn Svíum, en þótt hún tæki ekki lönd af þeim, þá greiddi hún veginn fyrir yfirráðum Rússa á Finnlandi, með því að efla þar stjórnmálaflokk, er var Rússum vinveittur. Katrín var verðugur arftaki Péturs mikla, enda hélt hún því óspart á loft, að hún starfaði í anda hans. Það gengur furðu næst, að þessi útlenda prinsessa, sem ekki skijdi orð í rúss- nesku, er hún kom til landsins, skyldi ná slík- um áhrifum í landi, sem þá var íhaldssamara og þjóðlegra en nokkurt annað land í álfunni. Katrín hafði líka sína skapgalla, og skugga- hliðarnar á lífi hennar voru miklar Hún var grimm og þrátt fyrir ráðriki sitt gat hún stundum verið einkennilega talhlýðin. Lauslæti hennar er viðbrugðið, enda virðist kynferðislíf hennar hafa verið næsta sjúkt. Hún hafði elsk- huga í tugatali, og sumum þeirra veitti hún völd og fé, ríkinu til tjóns. Sumir þeirra, svo sem Potemkin, voru þó dugandi stjórnmála- menn. Fyrir ósiðlæti sitt varð Katrín alræmd um alla álfuna, og höfundur þessarar bókar ver miklu rúmi í að skýra frá ástamálum drottningar. Þau koma okkur ekki mikið við. Hitt er ólíkt merkara til frásagnar, að hún kom Rússlandi í fremstu röð stórvelda og veitti þangað vestrænum menningarstraumum. Rúss- land býr enn að starfi hennar. Bókin er 289 bls. í stóru broti, fallega prent- uð á góðan pappír og prýdd mörgum myndum. Þýðingin er vel af hendi leyst. HaUgrímur Hallgrímsson. Tvær erlendar ævisögur SINDBAD VORRA TÍMA. Sjálfsævi- saga. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. — Isafoldarprentsmiðja h. f. Reykjvík 1943. Það væri synd að segja, að jafnan hafi byr- lega blásið fyrir Sindbað vorra tíma, eins og raunar að líkindum lætur um slíka sjóhetju. Andbyri lífsins hefst þegar í æsku, í örbirgð og basli brezkrar smáborgarafjölskyldu í Ox- ford á Englandi, þar sem Hjálpræðisher og safnaðarstarf er helzta viðbitið við þurrmeti tilverunnar. Höfundurinn flýr fásinnu ættborg- ar sinnar og ræðst til sjós, lifir allar píslir skips- drengsins og gerist heimshornamaður. Á sjó- ferðum sfnum hreppir Sindbað sjaldan annað en aftakaveður, það er naumast að nokkurn tíma lygni á sjó, enda brýtur hann skip sitt þrisvar *irrmrm og raunar einu sinni betur, og á efri árum sínum fer hann einn á báti ásamt tík sinni frá New York til Bermudaeyja í mannskaðaveðri og hafði þá siglt 1200 mílur vegar. Og þótt Sindbad gerist landkrabbi og segi skilið við sjóinn er eins og brotsjóirnir elti hann, hvert sem hann fer og flækist. Árum saman lepur hann dauðann úr skel í Ameríku, landi tækifæranna, unz hin viðburðaríka ævi hans verður honum efni í sjóferðasögur, og hann verður kunnur og mikils metinn rithöfundur. Eftir tuttugu ára útivist snýr hann síðan aftur heim til gamla Englands. Sjálfsævisaga Sindbads er bráðskemmtilega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.