Helgafell - 02.12.1943, Side 80
462
HELGAFELL
skrifuð bók, full af ævintýrum farmennskunn-
ar, og minna sumir kaflarnir á Marryat. Lýs-
ingin á Oxford á síðari hluta 19. aldar hefur
töluvert menningarsögulegt gildi, og í þeim
kafla nýtur hin' góðlátlega brezka gamansemi
sín bezt. StílJ höfundarins er blátt áfram og
hressandi. Þýðingin er prýðilega af hendi leyst.
Sverrir Kristjánsson.
UDET FLUGKAPPI. Endurminningar
sk.ráSar af honum sjálfum. Hersteinn
Pálsson íslenzkaði. Utgef.: Isafoldav-
prentsmiðja h. f. — Reykjavík 1943.
Bókarkorn þetta hefur að geyma fremur sund-
urlausar endurminningar þýzks flugmanns úr
hinni fyrri heimsstyrjöld og frásögur um afrek
hans og flugferðir á friðarárunum svokölluðu.
Udet var einn af ungu kynslóðinni, sem þátt
tók í heimsstyrjöldinni, einn af mörgum, sem
„skildi ekki friðinn", eins og hann kemst að
orði í bók sinni — og raunar ekki styrjöldina
heldur. í augum þessara ungu manna — eink-
um liðsforingja flugliðsins — var stríðið sport
og djöfuls grín, eða grimmúðleg handiðn, sem
ganga varð að eins og hverju öðru verki. Udct
reynir þó alls ekki að fegra styrjöldina eða
sveipa hana siðferðilegri ljómun og hetjubrag;
hann játar hreinskilnislega, að sig hafi brostið
kjark, er hann barðist í fyrsta skipti í lofti og
Iætur andstæðinga sína njóta sannmælis. Hann
varð samt einn frægasti flugmaður Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni, hlaut Pour-le-Merite orðuna.
var flugmaður í hinni frægu flugvéladeild von
Richthovens og þjónaði um stund Göring, er
hann tók við stjórn hennar. Frásagnirnar um
orustur hans í lofti eru fjörlegar og skrumlausar
og skemmtilegar aflestrar. Síðari hluti bókar-
innar, er lýsir flugstarfsemi hans eftir stríðið,
er öllu svipminni, en gefur þó nokkra hugmynd
um, hve erfitt hinum ungu borgarasonum Þýzka-
lands veittist að festa rætur í þjóðfélagi, sem
hætt var að lifa á mannvígum. Udet gerist flug-
vélaframleiðandi í smáum stíl, ætlar að reyna
að koma flugvélum sínum á framfæri í Suð-
ur-Ameríku; en hinn bláeygi Aríi lendir í klón-
um á ,,Grosbaum“ nokkrum, sem er sýnilega
Gyðingur og er kominn_vei á veg með að pretta
hann. En Udet gengur honum úr greipum,
gefur honum ráðningu og allt endar eins og
vera ber í viðskiptum Þjóðverja og ísraels-
manna. — Bókin er Jiðlega þýdd.
Sverrir Kristjánsson.
Sagan um hernám Noregs
MEN AN STÁR DOVRE. Roman av
Christian Wessel. Till svenska af Nils
Jacobsson. Hugo Gebers Förlag. Stock-
holm 1943.
Bók þessi er prentuð í Uppsölum í Svíþjóð
á þessu ári. Mér er ókunnugt um höfundinn,
en þykist þó vita, að hann sé Norðmaður, senni-
lega ungur maður. Þetta mun vera fyrsta skáld-
saga hans. Það kemur ekki til mála, að bókin
hafi verið gefin út í Noregi, svo að þessi
sænska þýðing er að líkindum fyrsta útgáfa.
Saga þessi er mikill fengur öllum þeim, sem
vilja setja sig inn ! sálarlíf norsku þjóðarinnar
um það leyti, sem hernámið átti sér stað, og
einnig síðan. Ymsir eru svo gerðir, að þeir
eru fyrirfram tortryggnir gagnvart þeim bókum,
sem þeir skoða að einhverju leyti sem áróðurs-
rit, enda eru áróðurssögur oft bæði væmnar
og ómannlegar. Hér er allt öðru máli að gegna.
Frásögnin er fjörug og stuttorð, enda eru at-
burðirnir þess eðlis, að hugur Jesandans fest-
ir sig við þá. Ekki er Iaust við, að höfundur
láti tilviljanir ráða rás atburðanna oftar cn góðu
hófi gegnir, en honum fyrirgefst það, vegna
þess að hann hefur lag á að hagnýta lesand-
anum áhrif óvæntra atburða. Sumar lýsingarnar
eru þrungnar óhugnaði og vekja nokkurn hryll-
ing. En kímnigáfan er rík, og það er eins og
höfundur missi sjaldan sjónar á því skoplega,
jafnvel þó að það rigni eldi og eimyrju allt í
kringum hann. Það er auðfundið, að hann hef-
ur enga Iöngun til þess að dvelja við eða smjatta
á því, sem er andstyggilegt eða grimmúðlegt í
þeim tilgangi að kreista og kremja hjörtu les-
endanna, en þarna er rakinn veruleikinn látinn
tala. Flestum mun renna til rifja ástand gömlu
Svan eftir yfirheyrslurnar hjá Þjóðverjunum,
hvað þá ,,Drengsa“, áður en hann lætur líf
sitt fyrir byssukjöftunum. En þó er það einn
af meginkostum þessarar sögu, að hún lýsir
venjulegu fólki með mannlegar tilfinningar. Við
finnum mannshjörtu slá undir herklæðum Þjóð-
verjans, engu síður en kufli Elíasar gamla á
Bryggjunni. Orlög ungu húsfreyjunnar á Loft-
um, stríðið, sem maður hennar þarf að heyja,
vonir þeirra og vonbrigði, allt verður þetta
minnisstætt lesandanum. Þó nær sagan líklega
hámarki sínu í frásögninni um flóttann yfir til
Svíþjóðar, ógnir og óhugnan þeirrar baráttu,
sem háð er upp um norska dali, heiðar og fjöli.
Skapgerðarlýsingar eru góðar og sumar með á-
gætum. Ein af aðalpersónunum er Gyðinga-