Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 58
KMENNTIR
Hefur þetta ekki allt gerzt?
Skömmu eftir að fyrsta bindið af skáldsögu Vilhjálms S. Vilhjálms-
sonar, sem hófst með „Brimar við Bölklett“ 1945 og lauk með „Beggja
skauta byr“ 1951, kom á lesmarkaðinn, hitti ég á förnum vegi kunningja
minn og bókmenntalegan fagurkera. Bók Vilhjálms barst í tal. Kunningi
minn hafði ekki lesið hana, en spurði um álit mitt. Eg leitaðist við að
gera honum grein fyrir bókinni. Að því loknu varð kunningja mínum að
orði: „En hefur svona bók nokkurt gildi, hefur þetta ekki allt gerzt?“
Þetta er tortryggnisleg afstaða mannsins, sem telur, að djúp sé stað-
fest milli skáldskapar og veruleika. Sú skoðun er mikill misskilningur. Hlut-
verk skáldsagnahöfundarins er að lýsa fólki og atburðum, sem hann þekkir
og skilur, og bregða gliti skáldskaparins á veruleikann, svo að hann blasi
við lesandanum í nýju ljósi. Bezta heimild skáldsagnahöfundarins er lífið
sjálft. Skáldsögur, sem einkennast aðeins af fögrum stíl og snjöllu máli,
minna á litrík blóm, sem anga sterkt skamma stund og falla síðan. Bækur,
sem spegla þjóðlífið, starf fólksins í landinu, viðhorf þess og örlög, eru
hins vegar í ætt við skógargróður, er byrjar sem kjarr en verður laufmikil
tré í fyllingu tímans. Flóttinn frá veruleikanum er öllum hættulegur, en
ekki sízt skáldunum og rithöfundunum. Góður skáldskapur hlýtur jafnan
að eiga rætur sínar í reynslu og þekkingu.
Auðvitað fer því víð's fjarri, að allt, sem frá segir í áminnztri skáld-
sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, hafi gerzt í bókstaflegum skilningi. En
sagan speglar atburði úr íslenzku þjóðlífi, þróun sjóþorpanna í árdögum
aldarinnar, baráttu verkalýðshreyfingarinnar og átök gamla og nýja tímans
á sviði atvinnulífs og verzlunar. Höfundurinn gerir miklu minna að því en
flestir ætla að lýsa fólki, sem liann þekkti í æsku. Sönnun þess er sú, að
Árnesingar tilgreina margar fyrirmyndir að Guðna í Skuld, Þórbergi á
Ilólnum, Arngrími borgara og jafnvel Sigurði Þórarinssyni. Sannleikurinn
er sá, að Vilhjálmur lýsir iðulega mörgum mönnum í fari einnar og sömu
sögupersónu, smíðar gripi sína úr ýmsum efnisbútum, byggir söguna líkt
og hús eða skip. En ramminn er þjóðarsagan, og þá um leið það, sem