Helgafell - 01.10.1953, Síða 58

Helgafell - 01.10.1953, Síða 58
KMENNTIR Hefur þetta ekki allt gerzt? Skömmu eftir að fyrsta bindið af skáldsögu Vilhjálms S. Vilhjálms- sonar, sem hófst með „Brimar við Bölklett“ 1945 og lauk með „Beggja skauta byr“ 1951, kom á lesmarkaðinn, hitti ég á förnum vegi kunningja minn og bókmenntalegan fagurkera. Bók Vilhjálms barst í tal. Kunningi minn hafði ekki lesið hana, en spurði um álit mitt. Eg leitaðist við að gera honum grein fyrir bókinni. Að því loknu varð kunningja mínum að orði: „En hefur svona bók nokkurt gildi, hefur þetta ekki allt gerzt?“ Þetta er tortryggnisleg afstaða mannsins, sem telur, að djúp sé stað- fest milli skáldskapar og veruleika. Sú skoðun er mikill misskilningur. Hlut- verk skáldsagnahöfundarins er að lýsa fólki og atburðum, sem hann þekkir og skilur, og bregða gliti skáldskaparins á veruleikann, svo að hann blasi við lesandanum í nýju ljósi. Bezta heimild skáldsagnahöfundarins er lífið sjálft. Skáldsögur, sem einkennast aðeins af fögrum stíl og snjöllu máli, minna á litrík blóm, sem anga sterkt skamma stund og falla síðan. Bækur, sem spegla þjóðlífið, starf fólksins í landinu, viðhorf þess og örlög, eru hins vegar í ætt við skógargróður, er byrjar sem kjarr en verður laufmikil tré í fyllingu tímans. Flóttinn frá veruleikanum er öllum hættulegur, en ekki sízt skáldunum og rithöfundunum. Góður skáldskapur hlýtur jafnan að eiga rætur sínar í reynslu og þekkingu. Auðvitað fer því víð's fjarri, að allt, sem frá segir í áminnztri skáld- sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, hafi gerzt í bókstaflegum skilningi. En sagan speglar atburði úr íslenzku þjóðlífi, þróun sjóþorpanna í árdögum aldarinnar, baráttu verkalýðshreyfingarinnar og átök gamla og nýja tímans á sviði atvinnulífs og verzlunar. Höfundurinn gerir miklu minna að því en flestir ætla að lýsa fólki, sem liann þekkti í æsku. Sönnun þess er sú, að Árnesingar tilgreina margar fyrirmyndir að Guðna í Skuld, Þórbergi á Ilólnum, Arngrími borgara og jafnvel Sigurði Þórarinssyni. Sannleikurinn er sá, að Vilhjálmur lýsir iðulega mörgum mönnum í fari einnar og sömu sögupersónu, smíðar gripi sína úr ýmsum efnisbútum, byggir söguna líkt og hús eða skip. En ramminn er þjóðarsagan, og þá um leið það, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.