Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 74
Lórus Sigurbjörnsson:
Topaze í 75. sinn
Atvikin höguðu því þannig, að ég
sá ekki Topaze fyrr en á 75. sýningu.
Mikil varð undrun mín. Þjóðleikhúsið
er búið að sýna þenan sjónleik víða
um land, og hér í Reykjavík allt að
því fjörutíu sinnum. OrSstýr sýningar-
innar hefur flogið á undan henni og
heil héruð eru móðguS yfir því að hafa
ekki fengið heimsókn flokksins. Eftir
hverju var að sækjast ?
LeikritiS er gott. SkrifaS fyrir aldar-
fjórSungi og þó bráðlifandi. Sagan
smellin, sögð með hraða og fjöri,
skemcntilegir fantar karlkyns og kven-
kyns í öllum hlutverkum, ekki vottur
af samúð með einni einustu persónu,
kemískt hreint og biturt háð í lystilegri
framleiSslu.
Og hvað gerði nú ÞjóSleikhúsiS úr
þessu ? Rúsínuvelling, eðlilega of
seiddan af langri suðu. Fjær hinni
frönsku ádeilu var ekki hægt að kom-
ast með góðu móti. Aumingja Pagnol!
Leikstjórnin var ekki í molum. Hún
var samfelldur misskilningur. StaSsetn-
ing leikara var oft röng, stundum
klaufaleg. Gestir koma brunandi inn í
skólastofu langt aftur fyrir öftustu
bekkjaröð, kennari talar einkamál við
meðkennara (kvenmann) fyrir framan
nemanda, sem> situr eftir (ekki ónýtt
fyrir snáða að segja frá öllu í næstu
frímínútum), stælur fyrir miðju sviði
aðra hvora mínútu, og vel á minnzt,
þegar fólk stingur svona saman nefj-
um fremst á sviði Þjóðleikhússins,
detta andlitin af leikendum í skugga
hvors annars, eða svo var það í þetta
sinn. Leiktjöldin voru einn litahræri-
grautur, frá heiðgulu upp í fjólublátt,
að formi í kassastíl.
Leikstjórinn IndriSi Waage hefur
alls ekki gert upp við sig, hvort hann
var að setja á leiksvið gamanleik,
skopleik eða harmleik. Viss atriði í
leiknum bentu til hins síðasta. Topaze
segir á einum stað: ,,Þetta samtal er
eins og í harmleik“. Og þaS var orð
að sönnu. HraSinn í leiknum var eftir
þessu, seindrepandi lestagangur, necna
hvað Haraldur Björnsson brokkaði á
sínum köflum með viðeigandi hneggi
án þess þó að þoka meðleikendum sín-
um út úr jarSarfararstíl þeirra. Svo að
notað sé eitt uppáhalds orðtak þýðand-
ans. Þegar staðið var upp frá þessu,
var klukkan orðin fimm mínútur yfir
hálf tólf.
Ef til vill sná færa leikstjóra og leik-
endum eitt tl afsökunar, og það er, aS
þýðing Bjarna GuSmundssonar nái
ekki léttleika og blæbrigðum frönsk-
unnar. Um þetta get ég ekki dæmt, af
því að ég hef ekki franska textann, en
ég hef vissan grun um, að ekki sé allt
með felldu í þýðingunni. Framan af
leiknum er viðtengingarháttur nokkuð
ósparlega notaður og jafnvel í lat_