Kjarninn - 26.06.2014, Page 22

Kjarninn - 26.06.2014, Page 22
Ferðamannastraumurinn að ná hámarki Yfir hásumarið má búast við því að fjöldi ferðamanna á Íslandi nái hámarki. Ferðalöngunum ætti ekki að leiðast á meðan þeir eru hér á landi enda er boðið upp á gríðarlegan fjölda skipulagðra ferða og afþreyingar, svo ekki sé minnst á allan þann fjölda veitingahúsa og afdrepa sem sprottið hafa upp í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu. En það ferðast ekki allir með rútum. Sumir koma hingað gagngert til að hjóla og tjalda í auðninni á hálendinu, baða sig í náttúrulaugum og reyna að tengjast fjöllunum. Aðrir kjósa að aka sjálfir en til þess þurfa þeir að öllum líkindum bílaleigubíl. Í sextán af helstu flugvöllum Evrópu er lang dýrast að leigja bíl í Keflavík. Þetta kom fram í samantekt Túrista.is í byrj- un mánaðar. Fréttablaðið komst að sömu niðurstöðu í sinni könnun. Verðið hækkar yfir sumarið, en í ágúst er dýrast fyrir ferðamenn að leigja bíl til að sjá undur Íslands á eigin vegum. bþh á förnum vegi hvert skal halda? Ferðaþjónustan kjarninn 26. júní 2014 17/17 á förnum vegi

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.