Kjarninn - 26.06.2014, Page 25

Kjarninn - 26.06.2014, Page 25
19/23 efnahagsmáL u tanríkisráðuneytið deilir ekki mati alþjóðlegra stéttarfélaga sem telja að TISA-samkomulagið muni auka hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja á kostnað réttinda þeirra og hagsæld þeirra sem verra hafa það. Markmiðið með þátttöku Íslands í TISA-viðræðunum er að gera íslensk fyrirtæki sem stunda þjónustuviðskipti „betur samkeppnishæf á heimsvísu og draga úr viðskiptahindrunum“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um TISA-viðræðurnar. Ráðuneytið svarar því ekki beint hvort Ísland sé að gefa frá sér rétt til aðgerða með því að taka þátt í TISA-samkomu- laginu, en alþjóðleg stéttarfélög hafa gagnrýnt að það muni koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á þjóðréttarlegum grunni á þeim sviðum sem samkomulagið mun ná yfir. Í svari ráðuneytisins við þeirri spurningu segir: „Ísland, í gegnum þátttöku sína í TISA viðræðunum, hefur tækifæri til þess að hafa áhrif á niðurstöðu samningsins. Mikilvægt er að í samningum sé tekið tillit til hagsmuna íslenskra fyrirtækja og tryggja sem best aðgengi íslenskra þjónustuveitenda á erlendum mörkuðum. Sem aðilar að GATS og öðrum fríverslunarsamningum höfum við gengist við svipuðum skuldbindingum.“ Utanríkisráðuneytið svarar því heldur ekki beint hversu margir embættismenn komi að TISA-viðræðunum: „Eins og venja er með samningsviðræður af þessu tagi er enginn einn með málið, heldur er þetta samstarfsverkefni utanríkis- ráðuneytisins, fagráðuneyta og undirstofnana þeirra auk fastanefndar Íslands í Genf. Þannig eru margar hendur sem koma að þessu verkefni, samhliða öðrum.“ Ætla að opinbera endanlegan samning Kjarninn og valdir fjölmiðlar víða um heim birtu í síðustu viku, í samstarfi við Wikileaks, skjöl úr yfirstandandi TISA-viðræðum um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóða- mörkuðum. Skjölin eru dagsett 14. apríl 2014 og höfðu þá aldrei birst opinberlega áður. Í þeim kom fram skýr vilji efnahagsmáL Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.