Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 25

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 25
19/23 efnahagsmáL u tanríkisráðuneytið deilir ekki mati alþjóðlegra stéttarfélaga sem telja að TISA-samkomulagið muni auka hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja á kostnað réttinda þeirra og hagsæld þeirra sem verra hafa það. Markmiðið með þátttöku Íslands í TISA-viðræðunum er að gera íslensk fyrirtæki sem stunda þjónustuviðskipti „betur samkeppnishæf á heimsvísu og draga úr viðskiptahindrunum“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um TISA-viðræðurnar. Ráðuneytið svarar því ekki beint hvort Ísland sé að gefa frá sér rétt til aðgerða með því að taka þátt í TISA-samkomu- laginu, en alþjóðleg stéttarfélög hafa gagnrýnt að það muni koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á þjóðréttarlegum grunni á þeim sviðum sem samkomulagið mun ná yfir. Í svari ráðuneytisins við þeirri spurningu segir: „Ísland, í gegnum þátttöku sína í TISA viðræðunum, hefur tækifæri til þess að hafa áhrif á niðurstöðu samningsins. Mikilvægt er að í samningum sé tekið tillit til hagsmuna íslenskra fyrirtækja og tryggja sem best aðgengi íslenskra þjónustuveitenda á erlendum mörkuðum. Sem aðilar að GATS og öðrum fríverslunarsamningum höfum við gengist við svipuðum skuldbindingum.“ Utanríkisráðuneytið svarar því heldur ekki beint hversu margir embættismenn komi að TISA-viðræðunum: „Eins og venja er með samningsviðræður af þessu tagi er enginn einn með málið, heldur er þetta samstarfsverkefni utanríkis- ráðuneytisins, fagráðuneyta og undirstofnana þeirra auk fastanefndar Íslands í Genf. Þannig eru margar hendur sem koma að þessu verkefni, samhliða öðrum.“ Ætla að opinbera endanlegan samning Kjarninn og valdir fjölmiðlar víða um heim birtu í síðustu viku, í samstarfi við Wikileaks, skjöl úr yfirstandandi TISA-viðræðum um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóða- mörkuðum. Skjölin eru dagsett 14. apríl 2014 og höfðu þá aldrei birst opinberlega áður. Í þeim kom fram skýr vilji efnahagsmáL Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.