Kjarninn - 26.06.2014, Page 30
23/23 efnahagsmáL
ósammála gagnrýni
Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) hafa
gagnrýnt TISA-viðræðurnar harðlega. Í skýrslu sem þau gáfu
út vegna þeirra í lok apríl síðastliðins segir meðal annars
að viðræðurnar séu vísvitandi tilraun til að auka hagnað
stærstu og ríkustu fyrirtækja og þjóðríkja heims á kostnað
þeirra sem verst hafa það. Verði samkomulagið að veruleika
muni það auka ójöfnuð gríðarlega.
Utanríkisráðuneytið deilir ekki þessu mati heldur segir
sjónarmiðið sýna fram á mikilvægi þess að eiga breitt samráð
um framgang málsins, en ráðuneytið hefur staðið fyrir
upplýsingafundum með atvinnulífinu og hagsmunaaðilum
um ferlið og stöðu viðræðna. „Hér hefur hópur ríkja (50
þátttökuríki í dag) tekið sig saman um að reyna á að liðka
fyrir viðskiptum sín á milli á sviði þjónustu og draga úr
hindrunum í slíkum viðskiptum. Hvert og eitt ríki ákveður
hvaða markaðsaðgang það veitir byggt á gildandi innlendri
löggjöf.“
Sigldu í strand
Ástæða þess að ráðist var í
TISA-viðræðurnar var sú að
sambærilegar viðræður á
vettvangi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) sigldu
í strand. Hér sést Roberto
Azevêdo, framkvæmdastjóri
WTO, ásamt Ban Ki-moon,
aðal ritara SÞ, Christine
La garde, yfirmanni AGS og
Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands. Mynd: AFP