Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 54

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 54
02/06 áLit tíma og tók síðan prófin með glans. Musk er nefnilega þeim hæfilæka gæddur að hann gleymir nánast engu. Á þessum tíma hugleiddi hann stundum hvað myndi hafa meiriháttar jákvæð áhrif fyrir mannkynið. Niðurstaðan var internetið, sjálfbær orka og að byggja aðrar plánetur. Gervigreind og endurritun DNA voru tveir aðrir hlutir sem hann vonaði að myndu einnig hafa jákvæð áhrif. Árið 1995, þegar Musk var við það að hefja nám við Stanford-háskóla, langaði hann að taka þátt í uppbyggingu internetsins. Hann bað því um leyfi til að snúa aftur til náms ef fyrirtækið hans færi á hausinn. Því næst fékk hann Kimbal bróður sinn með sér í lið. Þeir leigðu sér skrifstofu þar sem þeir unnu og sváfu til að spara peninga og fóru í sturtu í ræktinni. Í upphafi voru einungis til peningar fyrir einni tölvu og á daginn hýsti hún síðuna en á nóttunni notaði Elon hana til að forrita. Fyrirtækið hét Zip2, en það gerði m.a. samninga við Chicago Tribune og New York Times og kom þeim á kortið. Árið 1999 keypti Compaq Zip2 á um 35 milljarða króna og varð það í framhaldinu hluti af AltaVista. Næst stofnaði Musk x.com sem síðan sameinaðist PayPal og eBay keypti árið 2002 á 170 milljarða. Hlutur hans af þeirri sölu var um 18 milljarðar. Hér hefði margur sest í helgan stein og var Elon spurður af hverju hann keypti sér ekki eyju og drykki kokkteila á ströndinni það sem eftir væri. Svarið var: „Fyrir mig væru það kvalir, skelfilegt líf.“ Eftir söluna á PayPal kíkti Musk á heimasíðu NASA til þess að forvitnast um hvenær stæði til að fara mannaðar ferðir til Mars. Þar var ekkert að finna um slíkt og eftir frekari eftirgrennslan fékk hann það staðfest að engin slík plön væru til. Það var þá sem hann ákvað að setja um 11,5 milljarða í að stofna SpaceX. Markmið SpaceX er að koma á fót nýlendu á Mars, þúsunda eða tugþúsunda manna. Slíkt myndi verða til þess að mannkynið myndi þróa tæknina til geimferðalaga áfram og tryggja þannig framgang mannkyns „Í upphafi voru einungis til peningar fyrir einni tölvu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.