Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 73
10/11 íþróttir
Seck, hjálpar honum með að þýða. Það eru bara þeir tveir
hérna. Það er auðveldara að segja frá fátæktinni sem maður
ólst upp í í þriggja manna hópi en með alla hina nemendurna
sem áhorfendur. „Fjölskyldan mín lifði ekki auðveldu lífi
hér áður fyrr. En þegar bróðir minn, og síðar ég, fórum í
Diambars, var tveimur færri að sjá fyrir, enda sér Diambars
um allt,“ segir Pathe Ciss.
Í Diambars fær hann einnig tíma til að vinna í lær-
dómnum, sem hann heldur ekki að hann hefði fengið heima
í Dakar. Þar hefðu önnur verkefni verið sett í forgang. Í dag
hefur lífsstíll fjölskyldunnar breyst vegna velgengni stóra
bróður, Saliou, sem spilaði fyrst með Tromsø og nú með
Valenciennes í Frakklandi. „Saliou vill kaupa nýtt hús handa
fjölskyldunni en við búum samt ennþá í sama húsinu. Það er
bara miklu betra núna,“ segir Pathe.
Jean Matar Seck segir að það sé alls ekki auðvelt að færast
á milli stétta með þessum hætti í Senegal. „Þar fyrir utan er
faðir þeirra einfaldur maður. Hann óskar sér ekki gjálífis,“
segir Seck, sem þekkir föður Ciss-drengjanna sem þjálfarann
Ibou, en hann er einn þjálfaranna í akademíunni.
Þegar hann var yngri var hann mjög efnilegur knattspyrn-
umaður og spilaði meðal annars í Frakklandi. „Því miður
voru afrískir leikmenn ekki sérlega virtir á þeim tíma og
þénuðu lítið,“ segir Seck.
Stuðla að hagvexti
Alls starfa 85 manns hjá
DIambars.
MYND: PERNILLE INGEBRIGTSEN