Kjarninn - 26.06.2014, Side 79

Kjarninn - 26.06.2014, Side 79
02/03 kjaftÆði hans bralli á milli þegar eitthvað skemmtilegt hendir, og oftar en ekki er ömmu og afa hersingin CC-uð með. Það er ekkert meðlag. Við skiptumst á að borga leikskólagjöld og öðrum tilfallandi kostnaði er deilt þegar hann kemur upp. Það er engin kergja. Ekkert passíft agressíft viðmót. Engin kaldhæðni eða biturð. Pilturinn er ekki yfirheyrður um gang mála á hinu heimilinu, eða bannað að tala um hvað mótorhjól afa síns sé flott. Mér fannst fyndið að heyra að stjúppabbi hans svæfi alltaf á typpinu og ég veit að þeim finnst gaman að heyra hann tala um litlu systur sína, sem er að hans sögn með mjúkt bak. Þetta er bara lífið eins og það á að vera. Allir kátir. ég í „aldrei án dóttur minnar“-gír Þar sem drengurinn fæddist ekki inn í skráða sambúð eða hjónaband hefur hún haft forræðið. Við ætluðum að breyta þessu um daginn. Fyrir mér var þetta ofsalegt réttlætismál og ég var í massífum Aldrei án dóttur minnar-gír niðri í Skógarhlíð, þar sem sýslumaðurinn í Reykjavík er með sitt klúbbhús. Konan sem tók á móti okkur var indæl. En viðmót hennar var eins og hún væri að sætta deilur. Í fljótu bragði virðast réttindi mín ekki hafa breyst neitt, nema ég varð að skrifa undir pappír þar sem ég skuldbind mig til þess að borga meðlag, gagnvart löggjafanum að minnsta kosti. Kerfið á víst engin úrræði fyrir fólk sem vill bara deila kostnaði. Hún ætlar svo sem ekki að innheimta meðlagið, en mér finnst mjög óþægilegt að vita til þess að löggjafinn heimti að ég borgi þetta. En ef þau lenda í klóm mannræningja þegar hann verður 17 ára? Óbilgjarnra náunga sem fara að búa heima hjá þeim og krefja hana um að rukka allt meðlagið aftur í tímann? Þetta er ekkert mjög óþægilegt fyrir mig, en samt. Konan ítrekaði oft að réttindin væru algjörlega þeim megin þar sem barnið er með lögheimili og ef deilumál kæmi upp væri hægt að leita til sýslumanns upp á sættir. „Mér fannst fyndið að heyra að stjúppabbi hans svæfi alltaf á typpinu.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.