Kjarninn - 17.07.2014, Side 26

Kjarninn - 17.07.2014, Side 26
09/10 hEilbrigðismál Spurður hvort eftirspurn eftir brjóstamjólk hafi aukist hér á landi sagði Þórður svo ekki vera. „Við vorum að reyna að finna aðrar lausnir, svo sem að semja við einstaka vel mjólkandi mæður um að fá hjá þeim umframmjólk, en eftir að hafa skoðað málið nánar reyndist hagkvæmast að kaupa mjólkina að utan.“ Þórður kveðst fyrir löngu hafa orðið sannfærður um ágæti brjóstamjólkur. „Fyrir mörgum árum lá hjá okkur mjög veikur lítill drengur. Hann var með mikið mjólkuróþol og þoldi ekki hinar ýmsu þurrmjólkurblöndur og þreifst ekki. Þá brugðum við á það ráð að gefa honum brjóstamjólk, og það var ekki fyrr en fyrst þá að hann fór að braggast. Hann fór síðar heim til sín fyrir austan fjall, og meðal annars sáu mjólkandi mæður í Áhugafélagi um brjóstagjöf í Kópavogi honum fyrir brjóstamjólk mánuðina á eftir. Þá var það blómabíll úr Hveragerði sem sá um að koma mjólkinni til hans, en bíllinn keyrði sem sagt með blóm til Reykjavíkur og með brjóstamjólk til baka.“ Málið varð að blaðaumfjöllun á sínum tíma, árið 1986. kallað eftir mjólkurbanka Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, hefur kallað eftir því að komið verði á fót brjóstamjólkurbanka á Íslandi. Það hafa ljósmæður líka gert.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.