Kjarninn - 17.07.2014, Side 36

Kjarninn - 17.07.2014, Side 36
02/06 5 leoníd brésnev – 22. janúar 1969 Morðtilraunin á Leoníd Brésnev aðal- ritara var eitt af ríkisleyndarmálum Sovétríkjanna þangað til þau leystust upp tuttugu árum seinna. Lítið var gefið upp í fjölmiðlum um skotárásina, sem átti sér stað við Kremlarmúra í Moskvu. Verið var að keyra aðalritarann, ásamt nokkrum geimförum úr Sojuz 4 og 5 leiðöngrunum, til veislu þeim til heiðurs í Kreml. Þá steig maður í stolnum lögreglubúningi fram og skaut margsinnis á bílalestina með tveimur skammbyssum. Tilræðismaðurinn skaut hins vegar á rangan bíl. Bílstjórinn lést og nokkrir geimfarar særðust en veislan fór fram engu að síður. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður. Hann hét Viktor Iljin og var liðhlaupi úr Rauða hernum. Hann var búinn að fá nóg af sovésku einræði og reiður yfir því að hafa verið kvaddur í herinn. Leynilögreglan KGB taldi hann vera vanheilan á geði og var hann því geymdur í einangrunarvist á geðspítala allt til ársins 1990. Hann er enn á lífi og býr í Sankti Pétursborg. ef það hefði tekist... Allar líkur eru á að Alexei Kosygin hefði tekið við embætti aðalritara. Kosygin var mun frjálslyndari og umbótasinnaðri en Brésnev. Hann þótti góður stjórnandi og var gríðarlega vinsæll og þoldi Brezhnev hann því illa. Kosygin hefði líklega opnað Sovétríkin líkt og Gorbatsjov gerði seint á níunda áratugnum, en aðstæður voru tölu- vert betri til þess á áttunda áratugnum. Ekki er loku fyrir það skotið að Sovétríkin væru enn til í dag.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.