Kjarninn - 17.07.2014, Page 62

Kjarninn - 17.07.2014, Page 62
06/09 áliT binding hefst í staðinn. Ef við ræktum þær upp með fram- leiðslumiklum trjám tryggjum við árangur uppgræðslunnar til langs tíma og bindum enn meira kolefni, bæði í trjánum og í jarðveginum. Þar fyrir utan verða til mikil verðmæti í skóginum. Ef nytjaskógur er ræktaður fást verðmæti strax við fyrstu grisjun. Þessi verðmæti má selja kísiliðnaðinum og sá trjáviður kemur þá í stað innflutts viðar sem fluttur hefur verið um langan veg með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings. Endurgerð náttúra Snorri ræðir á rómantískan hátt um hugtakið vistheimt, aðgerðir sem miða að því að endurskapa sams konar eða sambærileg vistkerfi og spillst hafa. Lífríkið breytist með stórvöxnum trjátegundum, segir hann. Það er alveg rétt. En Fnjóskadalur breytist líka mikið núna þegar birkið veður upp um allar hlíðar. Þar er sjálfkrafa vistheimt í gangi og eins í Bárðardal. Snorri segir að Skógasandur og Mýrdalssandur séu „einn bylgjandi lúpínuakur næst vegi, blár í júní, annars grænn, þar sem áður var svartur sandur. Ekki er enn hægt að spá fyrir með vissu hvers konar gróðurlendi eða vistkerfi slík landgræðsla skapar á endanum“. Samt er það vitað og

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.