Kjarninn - 17.07.2014, Side 63
07/09 áliT
staðfest að lúpína hörfar úr landi fyrir öðrum gróðri þegar
hún hefur búið til niturríkan jarðveg sem dugar til dæmis
birki til vaxtar. Mikið er gert úr því að skógarkerfill taki
sums staðar við af lúpínu en ekki er síður algengt að blágresi,
brennisóley, sigurskúfur og hvönn geri það, tegundir sem
kallaðar eru alíslenskar. Og ekki er heldur sjaldgæft að finna
reynivið, víði og birki í lúpínubreiðum. Birki Bæjarstaða-
skógar hefur nú breitt sig út þangað sem margir óttuðust að
lúpínan hefði tekið völdin.
Þegar land er friðað fyrir beit vex ekki upp hinn snögg-
bitni mela- og móagróður sem mörgum finnst vera íslenskt
gróðurfar heldur verður landið smám saman skógi vaxið með
hávöxnum jurtum í skógarbotninum. Þetta á við víðast hvar
á láglendi og gerist hraðar ef „stórkarlalegar“ aðferðir, svo
sem lúpínusáning eða gróðursetning stórvaxinna trjáa, eru
notaðar, hægar ef stólað er á sjálfsáningu.
Vilji menn viðhalda mela- og móagróðri þarf að viðhalda
sauðfjárbeit. Óvíst er að beit fari minnkandi á næstu árum
og ekki eru horfur á að skipulagi beitar verði breytt þannig
að betur sé farið með landið. Skógar, lúpínubreiður og annar
„stórkarlalegur“ gróður verður því áfram takmarkaður við
svæði sem sérstaklega eru friðuð fyrir beit og þau verða
takmörkuð umfangs. Ótti við að melar og móar hverfi er því
ástæðulaus. Í Danmörku er einum manni sérstaklega borgað
fyrir að vera með fé til að viðhalda síðasta lyngmóanum á
Jótlandi, að því er virðist svo fólk geti séð hversu rýrar jósku
heiðarnar voru einu sinni. Annars myndi fólk ekki trúa því.
Því miður er langt í að svo verði hér.
maður og náttúra
Náttúra Íslands er að langmestu leyti mörkuð búsetu
mannsins hér í 1.100 ár. Meira að segja jöklarnir minnka þótt
það sé mannkyni öllu að kenna, ekki Íslendingum einum.
Markmið nytjaskógræktar eru margvísleg, ekki einungis
að binda kolefni eða græða land. Markmiðið er ekki síst
að skapa verðmæti. Þessi verðmæti sjáum við nú þegar í
sölu grisjunar viðar til Elkem á Grundartanga, sem dregur