Helgafell - 01.11.1954, Page 43

Helgafell - 01.11.1954, Page 43
TVEIR DANSAR 41 danssal götunnar. Sprengvirðuleg andlit fá gusu í vitin, og byrsta sig — svo að hvín í stormunum af hlátri. Valinkunn prúðmenm fá selbita fram- an á nefið, og snöggan kitlandi blástur í eyrað, eða léttan snoppung frá viftu — sem er horfin. Þær þeyta af þeim hattinum, ýfa á þeim hárið, og blinda augun í unglingnum, sem ætlar að grípa eftir þeim. Ertu frá þér? Þær fela sig í sköflum, eða dansa upp um loftin. Stormarnir fá þær, stormarnir einir, þeir eru úr sömu veröld og þær — dætur norðurs og himins, meyjar kuldans sem brennir, og hins vilt- asta dans með spengilegri tign í hverju svifi. Yfir borgir og byggð, yfir frosnar grundir og flughál svell og fann- mjúka dali er dansinn stiginn, inn yfir jöklanna bunguðu breiður, upp yfir svimháa tinda, ínnst inn á öræfi og sanda, hvergi er dansað sal úr sal yfir víðerni hvítari heims. Daga og nætur, heilan vetur er dansað, unz þær hníga af mæði. . . . En þegar vetur ríður aftur í garð er boðað með blástrum í öllum lands- íns fjallaskörðum að nú skuli gleðin hefjast á ný. Og aftur er dansað, um firmndi og fjöll, kringum kofann í dalnum, gegnum götuna í bænum, bláföla skammvinna rökkurdaga, langar dimm- ar nístandi nætur, og mánaskinsnætur, alstirndar nætur — nætur við blakt- andi norðljósadýrð.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.