Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 43

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 43
TVEIR DANSAR 41 danssal götunnar. Sprengvirðuleg andlit fá gusu í vitin, og byrsta sig — svo að hvín í stormunum af hlátri. Valinkunn prúðmenm fá selbita fram- an á nefið, og snöggan kitlandi blástur í eyrað, eða léttan snoppung frá viftu — sem er horfin. Þær þeyta af þeim hattinum, ýfa á þeim hárið, og blinda augun í unglingnum, sem ætlar að grípa eftir þeim. Ertu frá þér? Þær fela sig í sköflum, eða dansa upp um loftin. Stormarnir fá þær, stormarnir einir, þeir eru úr sömu veröld og þær — dætur norðurs og himins, meyjar kuldans sem brennir, og hins vilt- asta dans með spengilegri tign í hverju svifi. Yfir borgir og byggð, yfir frosnar grundir og flughál svell og fann- mjúka dali er dansinn stiginn, inn yfir jöklanna bunguðu breiður, upp yfir svimháa tinda, ínnst inn á öræfi og sanda, hvergi er dansað sal úr sal yfir víðerni hvítari heims. Daga og nætur, heilan vetur er dansað, unz þær hníga af mæði. . . . En þegar vetur ríður aftur í garð er boðað með blástrum í öllum lands- íns fjallaskörðum að nú skuli gleðin hefjast á ný. Og aftur er dansað, um firmndi og fjöll, kringum kofann í dalnum, gegnum götuna í bænum, bláföla skammvinna rökkurdaga, langar dimm- ar nístandi nætur, og mánaskinsnætur, alstirndar nætur — nætur við blakt- andi norðljósadýrð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.