Morgunblaðið - 14.09.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Bakslag varð í kortaveltu lands-
manna í ágústmánuði, samkvæmt töl-
um Seðlabankans um greiðslumiðlun.
Kortavelta einstaklinga innanlands
dróst saman um 2,6% að raungildi bor-
ið saman við ágúst í fyrra og er þetta
mesti samdráttur sem orðið hefur á
þennan mælikvarða síðan haustið
2010, segir í Morgunkorni Íslands-
banka. Frá áramótum hefur kortavelta
aukist um tæp 2,5% að raungildi, frá
sama tíma fyrra árs.
Kortavelta einstaklinga innanlands
gefur góða vísbendingu um þróun
einkaneyslu, segir í Morgunkorni.
Bakslag í kortaveltu
● Eymundsson hefur gert samning við
Hachette Book Group, eitt stærsta út-
gáfufélag í Evrópu, um sölu á erlendum
rafbókum. Í kjölfar þessa samnings
hafa Íslendingar nú aðgang að rúmlega
240.000 erlendum rafbókartitlum í
gegnum vef fyrirtækisins www.ey-
mundsson.is, segir í tilkynningu. Búast
má við fleiri slíkum samningum við er-
lenda útgefendur og dreifingaraðila.
Eymundsson semur við
útgáfu um rafbækur
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Erfiðar aðstæður á erlendum lána-
mörkuðum og mikil skuldsetning ís-
lenskra orkufyrirtækja mun að öðru
óbreyttu gera þeim erfitt um vik að
fjármagna nýjar virkjunarfram-
kvæmdir og því ætti að skoða aðrar
leiðir, til að mynda verkefnafjár-
mögnun, svo hægt sé að reisa þær
virkjanir sem hafa verið í skoðun hjá
orkufyrirtækjunum.
Þetta kemur fram í skýrslu Ís-
landsbanka um íslenska orkumark-
aðinn, sem verður kynnt í dag, en
þar er bent á að ef allir þeir mögu-
legu fjórtán virkjunarkostir, sem eru
í skoðun eða bið hjá Landsvirkjun,
HS Orku og Orkuveitunni, færu í
framkvæmd fyrir árið 2015 – í sam-
ræmi við núgildandi áætlanir – þá
myndi það þýða að framleiðslugeta
raforku ykist um 42%. Slíkar fram-
kvæmdir myndu krefjast fjárfest-
ingar upp á 300 milljarða, að mati Ís-
landsbanka, og gætu skapað 4.000 til
5.000 bein störf hér á landi.
Hjörtur Þór Steindórsson, við-
skiptastjóri orkumála hjá Íslands-
banka, segir í samtali við Morgun-
blaðið hins vegar „ólíklegt“ að allar
þessar virkjunarframkvæmdir fari
af stað fyrir árið 2015. „Til þess
þyrfti að ráðast í um 300 milljarða
króna fjárfestingu,“ segir hann og
bendir á í því samhengi að það sé síð-
ur en svo auðvelt að fá aðgang að er-
lendu lánsfé um þessar mundir.
Ekki á ábyrgð skattgreiðenda
Hann telur í því ljósi „skynsam-
legt“ að farið verði í meira mæli í
verkefnafjármögnun við einstaka
framkvæmdir hjá orkufyrirtækjun-
um, þar sem stofnað er sérstakt fé-
lag í kringum tiltekið verkefni og
eigendur þess leggi því til eigið fé.
Verkefnið er síðan fjármagnað með
lánum og sett sjálft til tryggingar
endurgreiðslu. Með þessum hætti
„er hægt að reisa virkjun sem er
ekki með beinni ábyrgð skattgreið-
enda,“ bendir Hjörtur á.
Á það er bent í skýrslu Íslands-
banka að lán í verkefnafjármögnun
væru að öllum líkindum á lakari
kjörum en bein lán til orkufyrirtækj-
anna sem aftur hefði neikvæð áhrif á
arðsemi verkefna. Hjörtur telur aft-
ur á móti að til þess að koma í veg
fyrir að slík fjármögnunarleið sé
dýrari en bein lánveiting til orkufyr-
irtækjanna, og komi þar með niður á
arðsemi verkefnanna, sé hægt að
gera ríkari kröfur en ella um eigin-
fjárframlag. Að sögn Hjartar þyrfti
aðkomu íslensku bankanna, lífeyr-
isssjóða og hugsanlega 2-3 erlendra
banka til að fjármagna slík verkefni.
Þrátt fyrir þunga skuldastöðu
orkufyrirtækjanna, sem helgast af
mikilli orkuuppbyggingu hérlendis á
árunum 2006-2008, þá hefur þeim
tekist að grynnka verulega á skuld-
um sínum síðustu misseri . Á það er
bent í skýrslunni að nettóskuldir
Landsvirkjunar, HS Orku og OR
hafi lækkað samtals úr 611 milljörð-
um í árslok 2009 í ríflega 554 millj-
arða tveimur árum síðar. Á sama
tíma hefur EBITDA-rekstrarhagn-
aður fyrirtækjanna – hagnaður fyrir
afskriftir, fjármagnsliði og skatta –
aukist úr 50 milljörðum í 66 millj-
arða. Verði framhald á þessari þróun
mun það auka líkurnar á því að fyr-
irtækin geti sótt sér lánsfé á erlenda
markaði á viðunandi kjörum.
Vaxandi pólitísk áhætta
Í skýrslu Íslandsbanka er vakin
athygli á vaxandi pólitískri áhættu
hérlendis og þeim neikvæðu afleið-
ingum sem slíkt hefur í för með sér
fyrir mögulega erlenda fjárfestingu í
orkuiðnaði. „Það síðasta sem erlend-
ir fjárfestar vilja heyra, sjá eða upp-
lifa er að leikreglur séu ekki skýrar
og að hugsanlega sé hægt að breyta
þeim þegar leikur er hafinn.“
Slíkt ástand hefur skapast á sama
tíma og óvissa og óróleiki á alþjóða-
mörkuðum hefur gert það að verkum
að eftirspurn eftir íslenskri orku hef-
ur dregist saman. Það er hins vegar
mat Íslandsbanka að við þær að-
stæður sem uppi hafa verið á umliðn-
um árum, þar sem litlar eða engar
stóriðjuframkvæmdir hafa verið í
gangi, sé ákveðið tækifæri til að
móta skýra heildstæða stefnu í orku-
málum og setja fram nýtt regluverk
sem hægt verður að vinna eftir. „Það
er mikilvægt,“ segir í skýrslunni, „að
umræðan varðandi framtíð orkuþró-
unar á Íslandi fari að snúast um hag
þjóðarinnar af slíkum framkvæmd-
um en ekki hugsanlegar afleiðingar
af einni og einni virkjun.“
Nýjar virkjunarframkvæmdir
kalla á verkefnafjármögnun
Mögulegir virkjunarkostir fyrir 2015 myndu krefjast 300 milljarða fjárfestingar
Orkunýting Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um orkumarkaðinn er kallað eftir
heildstæðri stefnu og nýju regluverki sem hægt verði að vinna eftir.
Morgunblaðið/Golli
Gengi krónu hef-
ur ekki styrkst í
þrjár vikur.
Krónan hefur
veikst um 6,8% á
tímabilinu, sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá Landsbankanum. Frá
áramótum nemur veikingin 0,3%.
Þetta er lengsta tímabil veikingar
krónunnar frá 1999, segir í frétt
Bloomberg. Þar segir að þetta gefi
til kynna að undirliggjandi vanda-
mál tengd gjaldeyrishöftunum séu
enn við lýði. Daníel Svavarsson hjá
Landsbankanum segir í fréttinni að
gjaldeyrismarkaðurinn sé grunnur
og því hreyfi lágar fjárhæðir mark-
aðinn. Í sumar hafi meira af gjald-
eyri komið til landsins, sem hafi
styrkt krónuna, en nú hafi inn-
flæðið minnkað.
Krónan
slær met
Haust Sum-
arstyrking á enda.
Veikst í 3 vikur
!"# $% " &'( )* '$*
+,+-./
+0.-1.
+,2-.
,+-13.
,+-+32
+/-400
+,0-.,
+-3.34
+/5-42
+3.-05
+,+-05
+0.-32
+,2-0.
,+-++/
,+-,+.
+/-234
+,0-0/
+-3.00
+/5-0
+35-2+
,+5-3++5
+,,-,.
+05-1,
+,3-4,
,+-+/
,+-,5/
+/-315
+41-42
+-3523
+//-2.
+35-/3
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fyrrverandi yfirmaður fyr-
irtækjasviðs breska bankans HBOS var
sektaður af breska fjármálaeftirlitinu
um 100 milljónir íslenskra króna. Og var
bannað ævilangt að vinna á breskum
fjármálamarkaði. Er þetta vegna þess
að deildin sem hann stýrði lánaði óhóf-
lega sem leiddi til þess að bjarga þurfti
bankanum. Þetta kemur fram í frétt
hins breska Guardian.
Bankamaður sektaður
um 100 milljónir
Alþjóðleg umsvif verkfræði- og
þjónustufyrirtækja í tengslum við
orkutengda starfsemi hafa stór-
aukist á umliðnum árum. Búist er
við því að heildarvelta slíkra fyr-
irtækja vegna orku- eða orku-
tengdra verkefna verði tvöfalt
meiri á næsta ári miðað við árið
2009, eða sem nemur um 26
milljörðum króna.
„Þessa aukningu má að mestu
rekja til aukinnar eftirspurnar er-
lendis frá eftir íslenskri þekkingu
og reynslu sem skapaðist hér á
landi árin fyrir 2008, með tilheyr-
andi uppbyggingu orkuvera,“ seg-
ir í skýrslu Íslandsbanka. Hlutfall
starfsmanna hjá átta stærstu
verkfræði- og þjónustufyrirtækj-
unum, sem starfa við slík verk-
efni, hefur aukist úr 60% í 75%
frá árinu 2008. Ríflega 200
starfsmenn eru erlendis.
Fram kemur í skýrslunni að
flest fyrirtækin eigi von á að
framhald verði á þessari erlendu
starfsemi og stefna þau á að auka
erlenda hlutdeild um 10% að
meðaltali.
Vaxandi umsvif erlendis
BREYTTAR ÁHERSLUR VERKFRÆÐI- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA
Aukin umsvif í
orkuiðnaði
Heildarvelta verkfræði- og
þjónustufyrirtækja
Orku- eða orkutengd verkefni
Önnur starfsemi
Heimild: Íslandsbanki. *Áætlaðar tölur
30
25
20
15
10
5
0
2009 2011 2013*
M
ill
ja
rð
ar
Við leysum málin á einfaldan hátt
www.iss.is