Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 19

Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutafé Latabæjar hefur verið auk- ið um 912 milljónir króna. Pen- ingana á að nýta til að framleiða nýja sjónvarpsþætti. Tökur á þátt- unum eru hafnar og stefnt er að því að þeim ljúki eftir tvær vikur, en þá tekur eftirvinnsla við. Þetta er sam- kvæmt áætlun sem lagt var upp með þegar bandaríska fyrirtækið Turner Broadcasting keypti fyrir- tækið fyrir um ári, samkvæmt upp- lýsingum frá fjármálastjóra fyrir- tækisins. Þættirnir eru teknir upp á Íslandi. Turner Broadcasting á sjónvarps- stöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Hlutafé dótturfélags Tur- ner, Turner Broadcasting System Iceland, var aukið, samkvæmt til- kynningu til Fyrirtækjaskrár. Áttu 40% hlut við söluna Endurskipuleggja þurfti fjármál Latabæjar eftir bankahrun. Við endurskipulagningu eignuðust kröfuhafar 60% hlutafjár í félaginu. Magnús Scheving, stofnandi félags- ins, og eiginkona hans Ragnheiður Melsteð áttu um 40% hlut, að því er fram kom í frétt á Vísir.is, þegar salan var tilkynnt. Það voru því þessir hluthafar sem seldu bréf sín til Turner. Fram hefur komið í fjöl- miðlum að fjárfesting Turner nemi um 2,5 milljörðum króna. Magnús heldur enn í stjórntaumana þrátt fyrir að hafa selt fyrirtækið. Hann er forstjóri, leikstýrir þáttunum, skrifar handritið og leikur eitt af að- alhlutverkum þáttanna, Íþróttaálf- inn. Latibær hefur verið sýndur í 170 löndum og nær til barna á 500 millj- ón heimilum. Fyrirtækið er með um 300 virka samninga á hverjum tíma, bæði við sjónvarpsstöðvar og margs konar framleiðendur sem hafa gert samning um að nýta vörumerkið, að því er fram kom í Morgunblaðinu í maí. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Prímusmótorinn Magnús Scheving er allt í öllu í Latabæ. Hlutafé aukið um 912 milljónir  Nýtt til að framleiða Latabæjarþætti Skápar Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Skólaskápar Munaskápar Sundstaðaskápar Vinnustaðaskápar Starfsmannaskápar Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Steikarhlaðborð Kaffihlaðborð Tertu og tapas borð Pinnamatur Smáréttaborð Kalt borð / kjöt Kalt borð / fiskur o.fl. ofl. Frekari upplýsingar á veislulist.is Bjóðum einnig upp á veislusal til leigu Hafðu samband og fáðu tilboð í veitingarnar þínar Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta GÓÐ VEISLA LIFIR LENGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.