Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
Flutningur Menn hreyfa ekki við óþekkta embættismanninum með handaflinu einu saman, en þá kemur borinn í
góðar þarfir og nú er styttan ekki lengur við Jörundarstíg í bakgarði Hótel Borgar heldur við Iðnó.
Styrmir Kári
Á dögunum átti ég
samtal við blaðamann
Morgunblaðsins um
atvinnumál í Reykja-
vík þar sem ég orðaði
það sem svo að „við
hefðum ekki náð að
skapa nógu mörg ný
störf í borginni“.
Í samtalinu gerði ég
þau mistök að gleyma
því að blaðamaðurinn
væri að tala við mig
sem borgarfulltrúa meirihlutans í
borginni og hann skildi orð mín
sem svo að ég ætti við að atvinnu-
átök sem borgin hefur staðið fyrir
hefðu ekki skilað viðunandi árangri.
Það varð því að frétt að ég hefði
viðrað þessa skoðun og leiðarahöf-
undur blaðsins vitnaði síðan til
þeirrar fréttar til þess að styðja þá
skoðun sína að ríkisstjórnin og
meirihluti Besta Flokksins og Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík væru
ekki að standa sig í atvinnumálum.
Ég vil taka það skýrt fram að
þessi skilningur endurspeglar ekki
skoðun mína. Atvinnuátaksverkefni
hafa skilað prýðilegum árangri í
Reykjavík en auðvitað má alltaf
gera betur. Þegar ég notaði hug-
takið „við“ var ég að hugsa um
okkur öll sem samfélag en ekki
bara meirihlutann eða einu sinni
bara Reykjavík. Vissulega hefur at-
vinnuleysi minnkað talsvert í
Reykjavík og atvinnuátaksverkefni
hafa hjálpað mörgum aftur inn á
vinnumarkaðinn. Samt eru enn
margir atvinnulausir og ískyggilega
margir sem glíma við langtíma-
atvinnuleysi.
Í samtalinu vildi ég, og vil enn,
vara við því að réttur til atvinnu-
leysisbóta verði ekki framlengdur
eins og hann var á síðasta ári. Sá
sem missir bótarétt er ekki lengur
virkur atvinnuleitandi og eitt af
fáum úrræðum í boði er fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga. Fjárhags-
aðstoð er neyðarúrræði og þar
skortir leiðir til að hjálpa atvinnu-
leitendum að komast aftur til
vinnu. Auk þess hafa sveitarfélögin
í landinu séð framlög til fjárhags-
aðstoðar margfaldast ma. vegna
langtíma-atvinnuleysis og þau út-
gjöld þýða minni framlög til ann-
arra verkefna og velferðaþjónustu.
Haustið 2008 hrundi fleira á Ís-
landi en bankarnir.
Traust milli manna og
stofnana hrundi ekkert
síður. Traust til
stjórnvalda og at-
vinnulífs hrundi sem
og traust milli atvinnu-
lífs og stjórnvalda.
Þegar traust hrynur
er nauðsynlegt að allir
leggist á árarnar til að
endurvinna það. Það
er meira en að segja
það að endurvekja
traust. Því miður er
eins og reiðin og vonbrigðin geri
það að verkum að okkur sem sam-
félagi er orðið tamt að leita frekar
að sökudólgum og ala á tortryggni
til „hins liðsins“ en að leita sam-
stöðu. Það þykir mér miður.
Mér varð það á að hugsa og tala
út frá heildinni frekar en bara fyrir
hönd minna manna. Það olli mis-
skilningi sem ég harma því sá sem
starfar í stjórnmálum á að tala
skýrt. Við Íslendingar erum lítil
þjóð. Þótt við kunnum ágætlega að
munnhöggvast og standa fast á
skoðunum okkar, þá sést við það
strax og ólíkir hópar hittast t.d. í
sundlaugunum eða í ferming-
arveislum, að við erum í grunninn
ósköp lík. Ég fékk bragðgóðan
Café Latte á Húsavík um daginn
og súrt slátur í 101 daginn eftir.
Það er fleira sem sameinar okkur
en sundrar. Í grunninn deilum við
að mestu leyti sýn og markmiðum
þó við deilum kannski um leiðir.
Þessu þurfum við að halda til haga,
öll sem ein.
Það að auka atvinnu og rétta
þjóðfélag við eftir hrun er ekki af-
markað verkefni stjórnvalda, eða
atvinnulífsins, eða stóriðjunnar,
stjórnmálaflokkanna eða makríls-
ins. Slíkt átak þarf að vera sameig-
inlegt verkefni og þar þurfa allir að
taka þátt. Það á ekkert að vera svo
erfitt enda held ég að okkur þyki
innst inni vænt um hvert annað.
Með ástarkveðju og von um betri
tíð.
Eftir Óttar Ólaf
Proppé
» Það olli misskilningi
sem ég harma því sá
sem starfar í stjórn-
málum á að tala skýrt.
Óttarr Ólafur
Proppé
Höfundur er borgarfulltrúi.
Ástarkveðja
til okkar
Undirritaður hefur
starfað að íslenskum
flugmálum undanfarna
rúma hálfa öld, þar af
18 ár sem fram-
kvæmdastjóri hjá
Flugmálastjórn Ís-
lands og 22 ár sem
framkvæmdastjóri hjá
Flugleiðum. Í lok síð-
ara tímabilsins er mér
m.a. minnisstætt sím-
tal frá þáverandi borgarfulltrúa R-
lista, en nú alþingismanni Samfylk-
ingar, sem spurði af hverju þyrfti
endilega þrjár flugbrautir í Reykja-
vík, þegar ein virtist duga ágætlega
á Akureyri! Ég reyndi að útskýra
að ástæða þessa væri svonefnd
„vindrós“ Reykjavíkurflugvallar, en
vindrós er grafísk útfærsla á lang-
tíma-mælingum á vindhraða úr
hverri stefnu, og gildir fyrir tiltek-
inn stað. Alþjóðlegar reglur um
hönnun og gerð flugvallar fyrir at-
vinnuflug gera lágmarkskröfu um
95% nýtingu hans með hliðsjón af
vindi, og miðað við tilgreind hámörk
þess hliðarvinds, sem flugvélar þola
við örugg flugtök og lendingar.
Fyrir liggja mjög ít-
arlegar upplýsingar
um vindmælingar á
Reykjavíkurflugvelli.
Vindrós hans stað-
festir, að til þess að
umræddri 95% lág-
marksnýtingu verði
náð, þurfa þar í reynd
að vera þrjár flug-
brautir.
Í þessu samhengi
þarf að hafa í huga, að
leyfilegur hliðarvindur
fyrir örugga lendingu
eða flugtak er háður mörgum þátt-
um, m.a. mældum hemlunarskil-
yrðum á flugbrautum, og er því oft
mun minni að vetrarlagi, þegar úr-
koma eða hálka á flugbrautum veld-
ur lakari hemlun. Einnig þarf að
taka tillit til þess að eðlilegt er að
gera hærri kröfur um nýtingarhlut-
fall þegar um er að ræða flugvöll,
sem er miðpunktur allra áætl-
unarleiða innanlands. Það, að Ak-
ureyri kemst þokkalega af með að-
eins eina flugbraut, ræðst auðvitað
líka af vindrós þess staðar, en hún
mótast að miklu leyti af sjálfum
Eyjafirðinum. Sama gildir um aðra
hérlenda flugvelli í dölum eða fjörð-
um.
Núgildandi aðalskipulag Reykja-
víkur 2001-2024 er frá yfirráðatíma
R-listans í borginni, sem taldi að
gera ætti nýjan flugvöll í eða við
borgina. Þar var gert ráð fyrir að
Reykjavíkurflugvelli yrði lokað í
tveimur áföngum. Árið 2016 yrði
norður/suður flugbrautinni lokað,
og síðan flugvellinum öllum árið
2024. Af hálfu þáverandi forsvars-
manna flugsamgangna hafði ítrekað
verið bent á, bæði munnlega og
skriflega, að Reykjavíkurflugvöllur
með eina flugbraut væri gjör-
samlega ónothæfur fyrir reglubund-
ið áætlunarflug. Það myndi því
sjálfkrafa leggjast af um leið og
norður/suður flugbrautinni yrði lok-
að árið 2016. Aðalskipulagið var síð-
an staðfest af þáverandi umhverf-
isráðherra með þeim fyrirvara að
„uppbygging í Vatnsmýri og tíma-
setning hennar er háð flutningi á
flugstarfsemi af svæðinu“, og gildir
sá fyrirvari að sjálfsögðu enn. Sam-
fylkingin, og áður Alþýðuflokk-
urinn, dreifðu gjarnan rósum í að-
draganda kosninga. Þar innanbúðar
virðist hins vegar enn vera tak-
markaður skilningur á þýðingu
vindrósar, og slíkt skilningsleysi
hefur bersýnilega gengið í erfðir til
núverandi borgarfulltrúa flokksins.
Í viðtali við Hjálmar Sveinsson,
varaformann skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar, sem birt var í Morg-
unblaðinu 8. sept., staðfestir hann
að „ekki standi annað til en að tíma-
setningar um lokun norður/suður
flugbrautar Reykjavíkurflugvallar
árið 2016 standi“. Einnig er þar að
finna eftirfarandi heimspekikorn:
„Ég minni á að flugvélar sem lenda
í Reykjavík eru að lenda við erfiðar
aðstæður t.d. á Ísafirði og Græn-
landi. Því gætu þær eins lent áfram
á austur/vesturbrautinni þar sem
aðstæður eru mun betri en á áð-
urnefndum stöðum,“ segir Hjálmar
og bætir við að þróunin sé sú að
innanlandsflug fari sífellt minnk-
andi. Að lokum er haft eftir vara-
formanninum „að hann líti svo á að
framtíð Reykjavíkurflugvallar sé í
höndum borgarinnar“.
Varðandi meinta minnkun innan-
landsflugs, mætti einfaldlega benda
Hjálmari á vefsíðu Isavia ohf., en
þar kemur fram að árið 2011 hafi
verið skráðir samtals 781.357 innan-
landsfarþegar um íslenska áætl-
unarflugvelli, og hafi þeim fjölgað
um 5,8% frá fyrra ári. Samtals
384.232 voru þá skráðir á Reykja-
víkurflugvelli, og hafði fjölgað um
6,8%. Að lokum skal það rækilega
áréttað að framtíð Reykjavík-
urflugvallar er ekki aðeins „í hönd-
um borgarinnar“, þ.e. 15 kjörinna
borgarfulltrúa. Að því máli koma
ekki síður hlutaðeigandi ráðuneyti,
fyrst og fremst innanríkisráðuneyti
og velferðarráðuneyti, Alþingi, og
að sjálfsögðu öll þjóðin, – a.m.k. svo
lengi sem Reykjavík er falið að
gegna hlutverki höfuðborgar Ís-
lands. Í því hlutverki felst m.a. ein-
dregin kvöð um nútímalegar, hag-
kvæmar og öruggar samgöngur. Af
fréttum liðinnar viku að dæma virð-
ist núverandi pólitísk forysta telja
að þar skuli nú helst tefla fram nið-
urgreiddum strætisvagnaferðum
með standandi farþega.
Eftir Leif
Magnússon » Samfylkingin, og áð-
ur Alþýðuflokk-
urinn, dreifðu gjarnan
rósum í aðdraganda
kosninga. Þar virðist
enn vera takmarkaður
skilningur á þýðingu
vindrósar.
Leifur Magnússon
Höfundur er verkfræðingur.
Hliðarvindur í borgarstjórn