Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 32

Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 ✝ GunnarHelgason fæddist á bænum Svínanesi í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu 23. mars 1922. Hann and- aðist á dval- arheimilinu Skjóli 1. september 2012. Foreldrar hans voru Helgi Kristj- án Guðmundsson, frá Kvígind- isfirði, f. 1882, d. 1973 og Steinunn Helga Guðmunds- dóttir frá Svínanesi, f. 1893, d. 1984. Bræður Gunnars voru Aðalsteinn, f. 1914, d. 1966 og Sæmundur Breiðfjörð, f. 1916, d. 1998. björg Ósk og Gunnar. Sam- býlismaður Ingibjargar er Þórir Heiðarsson og eiga þau eina dóttur Þóreyju Evu. Gunnar ólst upp á Svínanesi og Bæ í sömu sveit en fluttist til Reykjavíkur árið 1944 og lærði húsgagnabólstrun. Vann hann við iðngreinina alla sína starfsævi. Hann og Guðbjörg kynntust á Vífilsstaðaspítala þar sem þau höfðu bæði greinst með berkla. Þau hófu búskap á Austurbrún 25 en fluttust síðan að Laugateig 8 þar sem þau áttu heima æ síð- an. Útför Gunnars mun fara fram frá Laugarneskirkju í dag, 14. september 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Gunnar kvæntist þann 27. október 1956 Guðbjörgu Ólínu Þórarins- dóttur, f. 30. nóv- ember 1929, dóttur Þórarins Magn- ússonar skósmiðs, f. 1895, d. 1982 og Ingibjargar Guð- mundsdótur, f. 1900, d. 1989. Systkini Guð- bjargar eru Guðmundur, f. 1924, d. 1996, Magnús, f. 1926, d. 1996, Helga Áslaug, f. 1927 og Þuríður, f. 1932. Gunnar og Guðbjörg eignuðust einn son, Helga Kristján, f. 1960, kvænt- ur Lindu Ósk Sigurðardóttur, f. 1963, börn þeirra eru Ingi- Elsku pabbi minn. Það er sárt að kveðja og marg- ar minningar sem vakna. Alla þína ævi vannst þú mikið og oft varstu á verkstæðinu langt fram á kvöld. Ég var ekki gamall þegar ég fékk 25 aura fyrir hvern hnapp sem ég bjó til og mamma saumaði og sneið. Þegar ég varð eldri fékk ég að rífa af stólum og sófasettum sem komu í viðgerð til þín. Við átt- um okkar stundir og ég man sér- staklega eftir því þegar við geng- um út á Svínanes. Hvað þú varst léttur á þér þó þú hafir þá verið um sextugt, þá gafstu okkur Inga Þór frænda ekkert eftir. Þá sagðir þú mér meðal annars frá hvar þú fæddist í torfbæ þar sem stundum fraus í koppunum á næturnar vegna frosta og oft var gengið til náða með litla magafylli. Síðan þegar nýja húsið á Svínanesi var byggt og allur sandur fluttur á bát frá Kirkjubóli og borinn á bakinu úr fjörunni og upp á bæjarstæðið. Á bakaleiðinni sóttum við svo kvarnarsteininn af Svínanesi sem þú sagðir að ég skyldi svo varð- veita og er nú stofustáss. Þegar árin færðust yfir þreyttist þú í fót- unum eftir langar stöður við vinn- una. Þegar við fórum út að veiða í Grundarfirði þá sast þú á lóðabelg með stöng og vildir helst aldrei hætta enda fiskaðist vel og þá kom í ljós veiðigenið sem sagt er að fylgi mér úr föðurætt. Þú reyndist mér ráðagóður og hjálpsamur í gegnum ævina og lagðir alúð í það sem þú tókst þér fyrir hendur eins og sófasettið og stólarnir sem þú gafst mér sanna. Það sýnir hversu góður fagmaður þú varst enda skorti þig aldrei verkefni. Árið 1974 fórum við í okkar fyrstu sólarlandaferð og eftir það fóruð þið mamma út á hverju ári. Það var gaman þegar við hittum ykkur á Spáni og þú sýndir okkur alla staðina sem ykkur mömmu fannst svo gaman að vera á. Afa- börnunum reyndist þú góður og þeim fannst gott að leita til þín enda var glettnin aldrei fjarri. Gamall húsgangur frá Svína- nesi: Sólin blessuð signir rós, sést hún efst á fjöllum. Þetta blessað ljómaljós lýsir mönnum öllum. Blessuð sólin bjarta, búðu í mínu hjarta. Ytri og innri parta, ætíð náðu skarta. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, og ég mun gæta hennar mömmu vel. Þinn, Helgi Kristján. Þá er komið að kveðjustund, elsku tengdapabbi, níutíu ára lífs- göngu þinni hér á jörðinni er nú lokið og annað ferðalag hafið. Mig langar í fáeinum orðum að minn- ast þín og þakka samfylgdina. Ég var bara stelpuskott þegar ég kom inn í fjölskylduna en var fljót að finna þá glettni, hógværð, traust og hlýju sem mér fannst einkenna þig og þessa sömu eig- inleika er einmitt að finna í syni þínum, ekki skrýtið að mér þyki ofurvænt um ykkur. Þegar við Helgi byrjuðum að búa gafst þú okkur nýtt sófasett sem þú varst búinn að yfirdekkja og vinna án þess að við vissum af og þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð gafst þú okkur bíl þar sem við þurftum að selja nýja og fína bílinn til að eiga fyrir útborgun. Fyrsta rúmið okkar var svo svefnbekkur sem þú yfirdekktir og gafst okkur. Ómetanlegur stuðningur við unga fólkið sem var að hefja lífið sam- an. Það hafa margar góðar og eft- irminnilegar minningar og sam- vistir orðið til á þessum árum og í amstri dagsins skipta einmitt samvistir með fjölskyldu og vin- um svo miklu máli, þar verða minningarnar til. Fyrir utan allar heimsóknirnar á Laugateig eða heim til okkar Helga minnist ég ferðalaga innanlands og ekki hvað síst fría á Spáni þar sem þið Didda voruð á heimavelli. Hvað þú hafðir gaman af því að bjóða fjölskyldunni út að borða á kvöld- in og rölta um gamla bæinn á Benidorm með okkur. Já, á Spáni leið ykkur Diddu vel. Ég man hvað börnin mín voru spennt að fá afa og ömmu heim frá Spáni því í farangri þeirra leyndist alltaf eitthvað spennandi frá útlöndum. Ég man líka hvað börnunum mín- um fannst gaman að fara upp á verkstæði til afa, skríða inn um gluggann og kúra í svampinum undir vinnuborðinu hans afa. Á verkstæðinu hans afa var líf og fjör og mikill gestagangur. Þú hafðir gaman af því að glettast í fólki og þau eru mörg brosin sem þér tókst að laða fram hjá fólki. Þrátt fyrir að síðustu vikurnar hafi reynst þér erfiðar varðandi tjáningu þá áttum við okkar augnsamband fyrir ekki svo mörgum dögum síðan, þar fann ég glettnina frá þér í síðasta sinn. Ég á eftir að sakna svona stunda. Það er erfitt að kveðja og erfitt að skrifa lokaorðin. Hjart- ans þakkir fyrir samfylgdina og bestu þakkir fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Ég hef oft sagt og segi enn að ég hefði ekki getað fengið betri tengdaforeldra en ykkur Diddu. Hvíldu í friði, elsku tengda- pabbi. Þín, Linda Ósk. Elsku afi minn. Mikið ofboðslega finnst mér erfitt að kveðja þig. Í langan tíma hefur þú grínast með þetta, að þú færir nú að kveðja, en þver- móðskan í þér og mér hefur ekki leyft það, fyrr en nú. Það eina sem huggar mig núna, er sú trú að það verður tek- ið vel á móti þér. Og ég veit að það er einn svartur ferfætlingur sem bíður eftir kexinu sínu og að rölta með þér um ókomna tíð. Núna passið þið hvort annað. Þegar ég fékk fréttirnar af því að þú værir farinn, brá mér alveg rosalega mikið. Var viss um að ég fengi að hafa þig aðeins lengur hjá mér. En ég er samt svo þakk- lát fyrir það, hvað ég fékk að eiga þig lengi að. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona góðan afa. Strax sama dag fór ég að hugsa um allar góðu minningarnar, og tel mig ákaflega ríka og heppna fyrir að eiga svo margar minningar. Þeg- ar við Gunni skriðum í gegnum gluggann á verkstæðinu þínu og þú tókst á móti okkur. Lyktin niðri á verkstæði hjá þér sam- blanda af kaffi, neftóbaki og afa- lykt. Þegar við fórum öll saman til Spánar og þú varst svo spenntur að fara með okkur Gunna á flotta veitingastaðinn. Hvað þér leið vel á Spáni og sást alltaf til þess að við Gunni fengjum nammi þegar þið amma komuð heim. Kisuteppið, endalaust magn af ýsu, stríðnin í þér, hláturinn og neftóbak. Ég er sérstaklega þakklát fyrir síðasta skipti sem við hittumst. Komum með vínabrauð og ég dró þig og ömmu út í sólina. Settumst niður, fengum okkur kaffi og fórum svo í smá labbitúr. Þegar þú leiddir Þóreyju Evu, langafagullið þitt og þið fóruð að gantast hvort í öðru og hlóguð saman. Fannst þetta yndislegur dagur. Það hefur oft verið sagt að við höfum átt alveg einstakt sam- band, og alltaf gat ég fengið þig til að brosa. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur Gunnari og að þú átt alltaf eftir að passa upp á okkur og langafa gullið þitt. Ég lofa að gera allt mitt besta og passa ömmu vel, pabba og alla hina. Takk fyrir allar sögurnar, brandarana og góðmennskuna öll þessi ár. En þangað til ég sé þig næst, hvíl í friði, elsku afi minn. Þín Ingibjörg Ósk. Gunnar Helgason ✝ Áslaug HuldaMagnúsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. febrúar 1928. Hún lést á heimili sínu 5. september 2012. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jónsdóttir, fædd á Stóra-Hálsi í Grafnishreppi 26.11. 1906, d. 31.1. 1985 og Guðmundur Magnús Ólafsson, fæddur í Ey- vík í Klausturhólasókn í Ár- nessýslu 2.8. 1901, d. 12.5. 1973. Áslaug Hulda átti fjögur systkini. Þau eru Gylfi Magn- ússon, f. 5.5. 1930, d. 14.12. 2009, Hjördís, f. 12.4. 1933, Jón Heiðar, f. 22.5. 1936 og Rúnar, f. 27.4. 1946. Áslaug Hulda giftist Hauki Guðjónssyni, f. í Reykjavík 1956. Börn þeirra eru: a) Haukur, f. 3.2. 1982, og b) Íris Dögg, f. 30.8. 1984, sambýlis- maður Björn Kristjánsson, f. 14.8. 1983, þau eiga Björn Em- il, f. 29.7. 2012. 3) Sigurlaug, f. 19.7. 1955. Börn hennar eru: a) Áslaug Hulda Jónsdóttir, f. 5.5. 1976, gift Sveini Áka Sveinssyni, f. 3.6. 1976. Börn þeirra eru Bjarni Dagur, f. 20.8. 2003 og Baldur Hrafn, f. 16.8. 2005. b) Þorgeir Haf- steinn Jónsson, f. 7.6. 1979, kvæntur Sigrúnu Hildi Sigurð- ardóttur, f. 4.6. 1979. Börn þeirra eru: Kristófer Snær, f. 1.5. 2000, Sæþór Breki, f. 21.1. 2006 og Viktor Steinar, f. 21.4. 2010. c) Jón Haukur Jónsson, f. 6.12. 1989. Áslaug Hulda og Haukur voru saman í 68 ár og hún starfaði sem húsmóðir. Þau hófu búskap í Mávahlíð en lengst af bjuggu þau á Bakka- flöt í Garðabæ. Síðustu ár hafa þau búið við Garðatorg í Garðabæ. Útför Áslaugar Huldu fór fram í kyrrþey í Garðakirkju 12. september 2012. 3.5. 1926. For- eldrar Hauks voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 17.2. 1894, d. 23.8. 1979 og Guðjón Þór- arinsson, f. 12.1. 1901, d. 26.3. 1999. Börn Ás- laugar Huldu og Hauks eru: 1) Margrét, f. 12.8. 1948, gift Haraldi Olgeirs- syni, f. 3.3. 1948. Sonur þeirra er Haukur Þór Har- aldsson, f. 6.7. 1966, hann er kvæntur Bryndísi Skúladótt- ur, f. 24.9. 1966. Börn þeirra eru: Þorri Hauksson, f. 18.10. 1990, Margrét Hera, f. 1.2. 1994 og Hildur, f. 5.8. 1997. 2) Guðjón, f. 18.6. 1951, d. 21.3. 1997, hann var kvæntur Álfheiði Emilsdóttur, f. 8.11. Þegar mér var gefið nafn, þreif hún amma mig frá foreldr- um mínum, hljóp með mig til séra Braga og sagði honum að ég ætti að heita Áslaug Hulda. Eins gott, það átti víst að nefna mig einhverju ónefni. Svona sagði amma mér söguna. Það er mikil gæfa að hafa fengið eyða drjúgum stundum með ömmu, nokkuð sem er ekki sjálfsagt nú til dags. Við amma og afi höfum búið í sama bæj- arfélaginu, samgangurinn á milli okkar hefur verið mikill og tengsl okkar náin. Amma er fyr- irmynd mín. Nú þegar amma kveður þenn- an heim, koma fram í huga mér ótal minningar. Að flestum þeirra brosi ég og jafnvel hlæ en sumar eru sorglegar, aðrar fal- legar en víst er að allar eru þær óendanlega dýrmætar. Amma kenndi mér til dæmis að maður ætti að vera góður við dýr. Ég gleymi seint örum hjart- slættinum þegar nágrannahund- urinn Hrollur mætti urrandi í eldhúsið á Bakkaflötinni til að fá afganga hjá vinkonu sinni, ömmu minni. Við kvörtuðum en við- kvæðið var alltaf; við erum góð við dýr. Óteljandi stundir við svefnherbergisgluggann á Bakkaflötinni þar sem við horfð- um á fuglana baða sig í mýrinni. Kapphlaup í stuttbuxum út í garð til að skvetta vatni á ketti sem vildu éta litlu ungana í mýr- inni. Ung stúlka í tásunuddi og fót- snyrtingu hjá ömmu sinni, mar- engs með stjörnuljósi og rjóma þegar mikið stóð til, ævintýra- sögur við heimkomu frá útlönd- um, Royal-búðingur og sameig- inleg aðdáun á krumma og túlípönum. Hún amma mín var húmoristi og hörkutól. Hláturmild og hlý. Fagurkeri og fjölskyldukona. Hún kenndi mér að hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir. Lífið er til að njóta. Ég mun búa að því alla ævi að hafa átt í svo sterku og góðu sambandi við ömmu. Drengirnir mínir eru líka lánsamir þar sem þeir hafa oft dvalið hjá lang- ömmu sinni og langafa. Þeir búa að því og munu gera um ókomin ár. Í dag eru forréttindi fyrir unga drengi að fá að eyða góðum stundum í faðmi langömmu og langafa þar sem hraðinn er minni, tíminn meiri og athyglin er þeirra. Það er enn fremur góður skóli að umgangast eldri kynslóðir og umhugsunarefni fyrir okkur í samfélagi dagsins í dag að fleiri skuli ekki fá að njóta þess en raun ber vitni. Ekkert kennir okkur meira um söguna, hvaðan við komum og hver við erum en reynsla þeirra sem hafa haft svo miklu fleiri ár en við til að kom- ast nær sannleikanum. Ömmur og afar kunna enn listina að bera virðingu fyrir fólki en það er nokkuð sem flestir eru sammála um að vanti talsvert upp á hjá okkur sem yngri erum. Afi minn er t.d. eini maðurinn sem ég þekki sem enn tekur hatt sinn of- an þegar hann heilsar. Nú tek ég ofan fyrir afa sem hefur staðið sem klettur við hlið ömmu í veikindum hennar og kveður nú með reisn og virðu- leika lífsförunaut sinn til tæplega 70 ára. Að læra að kveðja er hluti af skóla lífsins. Ég kveð ömmu mína með hlýju og þakklæti fyrir allt og allt. Áslaug Hulda Jónsdóttir. Nú kveðjum við langömmu mína Áslaugu Huldu Magnús- dóttur. Hún fæddist árið 1928 þannig að hún sá sitt af hverju á langri ævi. Amma fæddist í gróðrarstöð í Reykjavík þar sem amma hennar og afi bjuggu. Hún átti fjögur systkini, þau Jón, Rúnar, Hjördísi og Gylfa. Amma byrjaði ekki strax í skóla heldur gekk hún til kennslukonu og lærði þar að stafa. Síðar flutti hún til Hafnarfjarðar og gekk þar í barnaskólann við lækinn. Hún var þar í u.þ.b. fimm ár. Amma flutti síðar í Þingvalla- sveit á bæinn Mjóanes. Þarna var hún í skóla á veturna en hey- skap á sumrin. Fjölskylda henn- ar bjó í stóru húsi sem uppruna- lega var byggt sem hótel. Þar var símstöð og þá voru símtöl flutt þannig að ef einhver hringdi og vildi fá að tala við manneskju á næsta bæ þá þurfti sá sem svaraði bara að hlaupa og sækja manneskjuna. Þetta kallaðist kvaðning. Amma var undrandi á að ég þekkti ekki orðið sím- kvaðning þegar hún sagði mér frá þessu. Amma sagði mér frá stríðinu. Hún bjó í Þingvallasveit þegar stríðið byrjaði. Einu sinni gerðist það að hún hitti hermenn. Hún og Gylfi bróðir hennar fóru á skauta á Þingvallavatn og þá komu tveir hermenn og eltu þau alla leiðina heim á bæinn. Mamma hennar bauð þeim þá inn í kaffi. Daginn eftir kom heill hópur af hermönnum í heimsókn og mamma hennar bauð þeim öll- um inn í mat en þá urðu amma og Gylfi hrædd og földu sig. Amma og afi minn, Haukur Guðjónsson, fóru að búa saman 1947 og bjuggu þá í Mávahlíð í Reykjavík í risinu hjá foreldrum afa. Tvítug eignaðist hún ömmu mína, Margréti. Amma og afi eignuðust síðan tvö börn til við- bótar sem heita Sigurlaug og Guðjón. Guðjón dó fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Amma fór í fyrsta skipti til út- landa árið 1960. Þau hjónin ferð- uðust síðan mikið eftir það og fóru til margra landa. Um tíma bjuggu þau í Alsír meðan afi Haukur vann þar. Hún hafði mikinn áhuga á ferðalögum og við töluðum oft um ferðalög í heimsóknum. Amma var heimavinnandi mestalla ævi og sá um börn og heimili. Hún flutti í Garðabæinn árið 1968 og bjó þar alla tíð eftir það. Þau eiga sex barnabörn og níu barnabarnabörn. Ég heimsótti ömmu oft. Það var alltaf jafn notalegt að koma heim til hennar og afa. Hún hef- ur verið veik seinustu árin en var samt alltaf kát og skemmtileg. Hún hafði skoðanir á öllum mál- um og fylgdist vel með fréttum og las. Hún var alltaf vel tilhöfð og átti mikið af skartgripum og fallegum skóm. Fjölskyldan hitt- ist líka öll hjá þeim þegar mikið lá við, á hátíðum og þegar afi hélt sín frábæru punktapartí. Fyrir ári ræddi ég við ömmu mína og skrifaði ritgerð um hana. Ömmu fannst ekki hafa orðið jafnmiklar breytingar á landinu og hún hafði ímyndað sér að gætu orðið. Þegar öllu er á botninn hvolft er lífið mjög svip- að frá degi til dags og það var þegar hún var ung. Jafnvel þótt það sé komin ný tækni þá eru fjölskyldan, dagleg störf og mannleg samskipti það sem skiptir mestu máli. Allt má kaupa annað en tíma, sagði amma. Orð að sönnu og nú kveðjum við góða konu með sorg í hjarta. Margrét Hera Hauksdóttir. Áslaug Hulda Magnúsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera um- sjónarfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.