Morgunblaðið - 14.09.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.09.2012, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari við Grundarskóla á Akra-nesi, á von á kræsingum í morgunmat í dag, í tilefni af 40 áraafmælisdeginum. „Skonsur eru alltaf líklegar með smjöri og osti og heimagerðri bláberjasultu sem toppar áleggið,“ segir Val- garður. „Það er hefð hjá okkur í fjölskyldunni að dekrað er við af- mælisbarnið í morgunverði og aftur í kvöldverði. Við förum út að borða eða eldum eitthvað gott heima.“ Kona Valgarðs, Íris G. Sigurðardóttir, varð fertug fyrir hálfum mánuði og ákváðu þau að halda sameiginlega upp á afmælið mitt á milli. Settu þau upp veislutjald á bílastæðinu heima hjá sér og veittu þar gestum sínum og skemmtu með tónlist. Valgarður segist vera sveitamaður, alinn upp á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit, og matarsmekkurinn ræðst ef til vill af því. Að minnsta kosti er lambasteik efst á óskalistanum, ef farið verður út að borða en lambahryggur ef eldað verður heima. Valgarður er þekkt sjónvarpsandlit frá því hann hóf þátttöku í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari. „Þetta er mjög skemmti- legt. Stjórnendunum hefur tekist mjög vel til við að búa til spurn- ingaþátt þar sem skemmtun og léttur andi er aðalatriðið.“ Hann við- urkennir þó að það geti tekið allt upp undir viku að jafna sig eftir tap í spennandi keppni. Reynir, bróðir Valgarðs, er hættur í liðinu og í vetur svarar Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur spurning- unum með þeim Þorkeli Steinssyni. helgi@mbl.is Valgarður Lyngdal Jónsson fertugur Skonsur og lamba- kjöt á matseðlinum Fjölskylda Valgarður Lyngdal, Hrafnkell Váli, Jón Hjörvar, Hlín Guðný og Íris í lopapeysum sem Íris prjónaði á fjölskylduna. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigurður Anton Hjalti Þorsteins- son, skógarbóndi á Melum í Hjalta- dal, verður átt- ræður mánudag- inn 17. september næstkomandi. Sigurður verður heima sunnudaginn 16. september og býður gestum og gangandi í bæinn. Árnað heilla 80 ára Reykjavík Borgþór Smári fæddist 10. nóvember kl. 23.52. Hann vó 4.225 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Agnes Margrét Tómasdóttir og Rúnar Ingi Sigurðsson. Nýir borgarar Reykjavík Margrét Fjóla fæddist 18. febrúar kl. 22.18. Hún vó 3.740 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Björg Pétursdóttir og Erlingur Pálma- son. J ón Guðbjörn fæddist í Litlu-Ávík í Trékyllisvík og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf og trillu- útgerð föður síns. Fjöl- skyldan var með mjólkurkýr til heimilisnota og um 150 ær, auk trilluútgerðar, einkum á grásleppu. Þá hafa verið umtalsverð rekahlunn- indi í Ávík um aldaraðir. Jón Guðbjörn var í Barnaskól- anum á Finnbogastöðum. Hann flutti suður 1969, fór þá á vertíð í Grindavík og var vélgæslu- maður við Hraðfrystihús Þórkötlu- staða til 1976. Hann var síðan með eigin leigubifreið á BSR á árunum 1976-95. Jón Guðbjörn flutti aftur norður í Trékyllisvík 1995, varð þar veð- urathugunarmaður 1995 og síðan vitavörður við Gjögurvita skömmu síðar og hefur gegnt þeim störfum síðan. Auk þess er hann póstur í Ár- Jón Guðbjörn Guðjónsson vitavörður - 60 ára Ljósmynd/Mats Wibe Lund Falleg sveit Mynd tekin í Trékyllisvík, Bæjarvík og Ávík fjær en Reykjaneshyrna gnæfir í baksýn. „Bara aumingjaskapur að láta sér leiðast“ Hlunnindi Rekaviður dreginn á land með dráttarvél í Ávík. 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.