Morgunblaðið - 14.09.2012, Síða 38

Morgunblaðið - 14.09.2012, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Frystiklefinn, litla atvinnuleikhúsið á Rifi á Snæfellsnesi, sýnir sýn- inguna Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í september. Aðeins verða nokkrar sýningar í höf- uðborginni, en sú fyrsta er á morg- un kl. 14. Með hlutverk trúðanna Skúla og Spæla fara Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson, en leikstjórn er í höndum Halldórs Gylfasonar. Allar nánari upplýsingar og miðasala er á gaflaraleikhusid.is og midi.is. Trúðleikur í Gaflara- leikhúsinu Trúðar Benedikt Karl og Kári í hlutverkum Skúla og Spæla. Jarðsamband nefnist málverkasýn- ing Aðalheiðar Valgeirsdóttur sem opnuð verður á morgun í Mjólk- urbúðinni í Listagilinu á Akureyri. „Málverkin vann Aðalheiður á vinnustofu sinni í Biskupstungum. Í nálægð við náttúruna og sí- breytilega ásýnd hennar allan árs- ins hring vakna spurningar um tengsl manns og náttúru. Maður og jörð eru samofin og mynda þannig jarðsamband sem miðlar verkinu. Maðurinn sem áhorfandi og hluti af heild er upphafspunktur upplifunar sem hverfist um hann,“ segir m.a. í tilkynningu. Þess má geta að verkin eru unnin í framhaldi af sýningu sem Aðalheiður hélt í sal Íslenskrar grafíkur í Reykjavík sl. vor og nefndist Leitin að óskasteininum. Jarðsamband í Mjólkur- búðinni Sýnir Aðalheiður Valgeirsdóttir. Boðið verður upp á sýning- arstjóraspjall á sýningunni Nautn og notagildi, myndlist og hönnun á Íslandi í Lista- safni Árnesinga nk. sunnudag kl. 15. Leiðsögnin er í höndum Elísabetar V. Ingvarsdóttur, en hún er sýningarstjóri ásamt Önnu Jóa. Elísabet mun leiða gesti um sýninguna og svara þeim spurningum sem vakna. „Á sýningunni er efnt til samræðu verka eftir á annað hundrað höfunda í þeim tilgangi að kanna snertifleti milli myndlistar og hönnunar á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Sýn- ingunni lýkur 30. september, en opið er daglega milli kl. 12-18. Myndlist Leiðsögn um Nautn og notagildi Elísabet V. Ingvarsdóttir Myndlistarsýningin Ljós- draugar verður opnuð á morg- un kl. 14 í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu 17A. „Eygló Harðardóttir myndlist- arkona hefur málað í garðinum undanfarnar vikur. Verkið Ljósdraugar er litaskrásetning sem endurspeglar og endur- speglast í umhverfinu. Heiti verksins vísar til huglægrar upplifunar á litum og áhrifum sem litir geta fram- kallað við vissar aðstæður,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að Eygló muni bæta við og breyta verkinu á sýningartímanum en sýningin stendur til 15. apríl. Garðurinn er alltaf opinn. Myndlist Ljósdraugar í Höggmyndagarði Eygló Harðardóttir Nokkrir af gullmolum ís- lenskrar dægurlagasögu verða fluttir á tónleikum í Salnum annað kvöl kl. 20.30. Um söng- inn sjá Erla Dóra Vogler og Bjarni Freyr Ágústsson, en hljómsveitina skipa þeir Jón Hilmar Kárason á gítar, Daníel Arason á píanó, Þorlákur Ægir Ágústsson á bassa og Marías Ben Kristjánsson á trommur. „Tónlist frá 5., 6. og 7. ára- tug síðustu aldar verður leikin og tíðarandinn fangaður með stæl. Flutt verða bæði þekktustu lög þess tíma sem og lög sem ekki hafa fengið að hljóma eins mikið og þau eiga skilið,“ segir m.a. í tilkynningu. Tónlist Dægurlagaperlur fluttar í Salnum Erla Dóra Vogler Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Brotabrot úr afrekssögu óeirða á Ís- landi: Fyrsti hluti nefnist sýning Unnars Arnar J. Auðarsonar sem opnuð verður í Flóru í Hafnarstræt- inu á Akureyri á morgun kl. 14. „Í þessum fyrsta hluta verksins fókusera ég á óeirðirnar á Austur- velli sem urðu 30. mars 1949, þegar Alþingi sam- þykkti þings- ályktunartillögu um inngöngu Ís- lands í Atlants- hafsbandalagið,“ segir Unnar og tekur fram að sér finnist sérlega áhugavert að skoða orðræðuna hérlendis í kring- um mótmæli og óeirðir. „Mér finnst forvitnilegt að skoða hvernig sumir kjósa að skrifa ákveðna atburði út úr sögunni meðan aðrir skrifa þá inn í söguna. Þannig eru gæsalappir óspart notaðar sem aðferðafræði og talað um „svokölluð“ mótmæli eða byltingu.“ Þurfum á óeirðum að halda Aðspurður segist Unnar gera ráð fyrir að verk hans verði þegar upp verði staðið í þremur til fjórum hlut- um. „Ég tel að óeirðir hafi verið stór hluti af íslensku samfélagi í mjög langan tíma. Stundum er litið á óeirðir sem jákvæðan hlut, t.d. þeg- ar verið er að berjast fyrir sjálfstæði og andstaðan er gegn valdhöfum í öðru landi árið 1912. Stundum er það talað niður, t.d. þegar það snýr að ríkjandi íslenskum valdhöfum árið 2008,“ segir Unnar og tekur fram að hann kjósi að tala um óeirðir frekar en mótmæli þar sem óeirðir vísi til ástands en ekki einangraðs atburð- ar. „Ég held að öll þroskuð samfélög þurfi á óeirðum að halda, en þær þurfa að hafa einhvern farveg,“ seg- ir Unnar. Spurður hvar hann hafi leitað heimilda segist Unnar hafa leitað fanga víða. „Það er mjög djúpt á þessum heimildum. Mikið af efninu fann ég í Þjóðskjalasafninu og Borg- arskjalasafni, en einnig komu gögn frá lögreglunni sem lögð voru fram sem sönnunargögn í sakadómi,“ seg- ir Unnar og bendir í því sambandi á meðfylgjandi mynd. „Hún er hluti af opinberum gögnum, því hún var not- uð til þess að sakfella mótmælendur á sínum tíma fyrir dómi. Mér finnst mjög áhugavert að skoða hvað gerist með þessi gögn í tímans rás. Þau voru notuð til þess að sakfella borg- ara, en með tímanum fá þau annað gildi og verða heimild um að atburð- urinn hafi átt sér stað. Og það er kannski grunnurinn í minni rann- sóknarvinnu, hvernig heimildir fá nýtt vægi og nýtt gildi og hætta þá að snúast um einstaklinga og fara að snúast um atburði í minni þjóðar.“ Sýningin er öllum opin á Flóru mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til 20. október. Orðræða óeirða skoðuð  Fyrsti hluti rannsóknar Unnars Arnar J. Auðarsonar myndlistarmanns snýr að mótmælum í tengslum við inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949 Rúðubrot Ljósmynd úr skjalasafni tæknideildar rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík frá miðri síðustu öld. Kross- arnir sýna hvaða rúður voru brotnar í Alþingishúsinu í mótmælunum árið 1949 út af inngöngu Íslands í NATÓ. Unnar Örn J. Auðarson Söngvarinn og útvarpsmað- urinn Bjarni Arason mun senda frá sér plötu í byrjun október með titl- inum Elvis Gosp- el. Á henni syng- ur Bjarni gospel-lög úr safni rokkkon- ungsins Elvis Presley. Á plötunni leikur Jóhann Ás- mundsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Erik Qvick á trommur, Gunnar Gunnarsson á hammond og Örn Arnarson, Skarp- héðinn Þór Hjartarson og Haf- steinn Þórólfsson sjá um bakraddir. Þá leikur Bjarni Arason á trompet, Sigurður Flosason á flautu og Matt- hías Stefánsson og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri. Þórir Úlfarsson stýrir upptökum og hljómsveit. Elvis Gospel með Bjarna Bjarni Arason einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.