Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 39

Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Dúnn nefnist verk sem frumsýnt verður í kvöld kl. 21 í Tjarnarbíói. Verkinu er lýst sem dansverki, gjörningi, tónverki, ljós- verki og leikriti og síðast en ekki síst sjón- arspili. Höfundar og flytjendur verksins eru þær Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir en um hljóð og leikmuni sá Áki Ásgeirsson og Ása Dýradóttir um útlit og sviðsmynd. „Umfjöllunarefnið stendur okkur mjög nærri en við ákváðum að þessu sinni að fjalla um tilvist mannsins og sólarinnar,“ segir í tilkynningu frá höfundum um verk- ið. „Þetta tvennt tengist traustum böndum, þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina óafskipta. Til- vistarstefnunni helguðum við sjö daga af lífi okkar. Síðan byrjuðum við að misnota hana. Sólin fékk 20 mínútur en við vissum líka í grunninn hvað hún snýst um. Þegar maður er að fjalla um stór mál- efni verður maður að tengjast þeim vel. Við urðum að gæta þess að vera almenni- lega til staðar á þessu opna sári, plán- etunni jörð og stara framan í sólina dag- langt. Vonandi getið þið tengt. Þetta snýst allt um það,“ segir ennfremur. Ásrún og Berglind mynda tvíeykið Litl- ar og Nettar en þær hafa fylgst að frá því að þær kynntust í inntökuprófi í Listdans- skólanum árið 2004, að því er fram kemur á vefsíðu helgaðri Dúni. Þær stöllur hlutu BA-gráður í samtímadansi frá Listahá- skóla Íslands árið 2011 og hafa ákveðið að vinna saman alla ævi, eins og segir á vefn- um. Dúnn Litlar og nettar, þær Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir, flytja verkið Dún í Tjarnarbíói í kvöld. Tilvist manns og sólar  Dansverk, gjörningur, tónverk, ljósverk, leikrit og sjón- arspil í Tjarnarbíói  Litlar og nettar höfundar verksins Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það eru mikil forréttindi fyrir leik- ara að koma aftur að verki sem þessu og fá að setja það aftur á svið,“ segir Stefán Karl Stefánsson sem ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni leikur í sýningunni Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones í leikstjórn Ian McElhinney sem frumsýnd verður á stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld kl. 20:30. Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í árslok 2000 og sýnt alls 180 sinnum fyrir 40 þúsund áhorfendur. „Síðan eru liðin tíu ár og við Hilmir höfum ekkert breyst,“ segir Stefán Karl kíminn og áréttar svo að vissulega sé sýningin nú nokkuð breytt. „Við erum m.a. búnir að stytta sýninguna um hálftíma og slípa hana vel til með leikstjóranum okkar honum Ian og Selmu Björns- dóttur [aðstoðarleikstjóra], auk þess sem gerðar hafa verið bæði áherslu- og tempóbreytingar. En karakter- arnir eru allir á sínum stað og öll skemmtilegu atriðin sem fólk sá á sínum tíma sem og riverdansinn vinsæli,“ segir Stefán Karl. Íslenskur raunveruleiki Spurður hvort hann kunni ein- hverja skýringu á vinsældum upp- færslunnar á sínum tíma segir Stef- án Karl það sennilega skýrast af því að sýningin hafi þótt óvenjuleg. „Að því leytinu til að við erum aðeins tveir leikarar að leika sextán hlut- verk af báðum kynjum, það er nán- ast engin leikmynd og við skiptum um karaktera fyrir framan andlitin á fólki án þess að skipta um bún- inga. Þetta er mjög áhrifarík aðferð sem virkar, því með þessu móti má virkja ímyndunarafl áhorfenda með áhrifaríkum hætti.“ Að mati Stefáns Karls á verkið sér mjög sterka skírskotun til sam- tímans og passar að mörgu leyti betur inn í íslenskan veruleika nú en um síðustu aldamót. „Í raun má segja að verkið gæti verið að gerast hérlendis í dag, því verkið fjallar um tvo aukaleikara sem leika í amer- ískri stórmynd sem mynda á í litlu samfélagi á borð við t.d. Borgarnes, Seyðisfjörð eða Stykkishólm, og þar sem öllu er umturnað fyrir tök- urnar,“ segir Stefán Karl og bendir á að verkið skoði einnig þær sið- ferðilegu spurningar sem komi upp við slíkar aðstæður. En á Stefán Karl von á því að verkið falli jafnvel í kramið hjá áhorfendum núna og fyrir tíu árum? „Já, við höfum ekki ástæðu til að halda annað og miðasalan hefur far- ið mjög vel af stað. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma, því við erum aðeins með fimmtán sýn- ingar planaðar á næstu vikum. Við Hilmir eru síðan báðir á leið til út- landa í önnur verkefni,“ segir Stef- án Karl sem að sýningartímanum loknum heldur aftur til Bandaríkj- anna þar sem hann hefur verið bú- settur síðustu árin og starfar. „Ég er aðeins í stuttu stoppi hér- lendis og ætti í raun að vera kominn út aftur. En þegar mér bauðst tæki- færi til að stíga á svið hérna á mín- um gamla vinnustað, þá fannst mér ekki koma annað til greina en að stökkva á það. Það er æðislegt að sjá öll gömlu andlitin og ekki síður ný.“ „Forréttindi að koma aftur að verkinu“  Með fulla vasa af grjóti frumsýnt í Þjóðleikhúsinu Fjölhæfir Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson deila með sér sextán hlutverkum af báðum kynjum í sýningunni. Rómaborg ætlar að heiðra RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, með því að halda kvik- myndahátíð tileinkaða henni og Ís- landi í seinni hluta október. Hátíðin mun standa í fimm daga og verða fimmtán kvikmyndir sýndar, nýjar og nýlegar íslenskar myndir og úr- val af erlendum sem sýndar verða á hátíðinni í Reykjavík í ár. RIFF hefst 27. september og lýk- ur 7. október. Í tilkynningu frá RIFF segir að boð Rómar sé mikil viðurkenning fyrir hátíðina og landkynning fyrir Ísland. Hátíðin í Róm er haldin fyrir milligöngu Ítal- ans Giorgio Gosetti en hann er dag- skrárstjóri hjá RIFF og stjórnandi Venice Days í Feneyjum. Hátíð tileinkuð RIFF haldin í Róm Róm Hrönn Marínósdóttir stýrir RIFF. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gulleyjan – frumsýning í kvöld kl 19 Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frums Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Lau 13/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Lau 13/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 TÁKNMÁL Lau 20/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 14/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fös 16/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.