Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  221. tölublað  100. árgangur  KONUNGLEGUR HVÍLDARSTAÐUR OG HANNAÐ Á HÚSAVÍK LIFUN 40 SÍÐNA BLAÐ UM HEIMILI OG HÖNNUN Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Helstu ferðamannastaðir í Mý- vatnssveit eru komnir að þolmörk- um vegna ágangs og við því verður að bregðast,“ segir Ólafur H. Jóns- son, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Hann segir að á hverju ári komi allt að 300 þúsund ferðamenn í Mývatnssveit. Það sé alveg ljóst að landeigendur geti ekki einir staðið undir viðhaldi ferðamannastaða vegna nýtingar í þeim mæli. „Við getum ekki látið eyðileggja heilu og hálfu náttúruundrin. Sá sem nýtir á að greiða og það á ferðamaðurinn að gera, ekki ferða- þjónustuaðilar. Ef ekki verður tekið á þessu núna þá stefnir í óefni.“ Ólafur kveðst hafa verið þeirrar skoðunar í mörg ár að allir landeig- endur í Mývatnssveit ættu að stofna félag um vernd og viðhald náttúru- perlnanna í sveitinni og bætta þjón- ustu og aðstöðu fyrir ferðamenn. Málið þurfi að kynna, ræða og ná samstöðu um það á komandi vetri. „Ef við í Mývatnssveit náum ekki samstöðu á þessu sviði þá endar það með því að loka verður ein- hverjum ferðamannastöðum. Ég hef ferðast mikið um heiminn og ég kem hvergi í náttúruperlur án þess að þurfa að borga. Ef allir ferða- menn leggja litla upphæð af mörk- um og ríkið annað eins og 80-90% fara í að viðhalda svæðunum þá fyrst verður þetta auðvelt,“ sagði Ólafur. »14 Ferðamannastaðir komnir að þolmörkum  Landeigendur geta ekki staðið undir viðhaldi nema þeir fái tekjur á móti Morgunblaðið/RAX Náttúruperlufesti Margar dýrmætustu perlur íslenskrar náttúru og vin- sælustu viðkomustaðir ferðamanna eru í Mývatnssveit og nágrenni hennar. Mannskepnan tekur upp á ýmsu til að hafa ofan af fyrir sér og sumir vilja helst losa sig við jarðsambandið. Þeir Timothy William Bishop og Tomasz Chrapek skemmtu sér vel þar sem þeir létu sig líða um loftin blá á svif- vængjum við Rjúpnadalshóla á dögunum. Vinsældir svifvængjaflugs hafa aukist mikið undanfarið hérlendis og nú eru um fimmtíu virkir svifvængja- flugmenn um allt land. Í Fisfélagi Reykjavíkur eru um 150 meðlimir en þar undir eru m.a. flugtækin svifvængir, svifdrekar og vélknúnar fisflugvélar. Svifið vængjum þöndum Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn Samtaka atvinnulífs- ins og Alþýðusambands Íslands standa við þá fullyrðingu sína að ríkisstjórnin hafi svikið veigamikil fyrirheit við gerð kjarasamninga. Með því brugðust þeir við þeim ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær, að ásakanirnar væru rangar. Jóhanna lét ekki þar við sitja heldur gaf til kynna að ríkisstjórnin myndi íhuga hvort hún legði aftur fram svo ítar- legt innlegg við gerð kjarasaminga, sem hún væri síðan eilíflega sökuð um að svíkja. Vísar til alþjóðlegrar kreppu Þá sagði Jóhanna að erfið ytri skil- yrði væru ekki á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar. „Ætla menn í alvöru að halda því fram að ríkisstjórnin beri ábyrgð á alþjóðlegu fjármálakrepp- unni sem hefur tafið mörg fjárfest- ingarverkefni hér?“ spurði hún. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir aðila vinnumarkaðarins hafa leitað til stjórnvalda um þátt- töku í kjarasamningum m.a. vegna þess að þau skorti skýra stefnu. Samtökin hafi ekki áhuga á að „kreista fram loforð út úr ríkis- stjórninni sem hvorki sé vilji né geta til að efna“, þegar fjallað verður um kjarasamningana í tengslum við fyrirhugaða launahækkun í febrúar. Áform sem ekkert verður úr Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ríkisstjórnina hafa lagt fram mörg áform um framkvæmdir til að stuðla að atvinnusköpun sem ekkert hafi orðið úr. „Fæstar þessar ákvarðanir hafa verið teknar. Það er ekki nóg að lýsa yfir vilja til að gera eitthvað,“ segir Gylfi. Hann tekur svo fram að fyrir því séu fá fordæmi að stjórnvöld standi ekki við loforð vegna kjarasamninga. Aukin harka að færast í kjaramálin  Hnútukast milli forsætisráðherra og forystumanna á vinnumarkaði MVandinn er hjá »6  Um sextán starfsmenn vant- ar enn til starfa á frístundaheim- ilinu Vesturhlíð fyrir fötluð börn í Reykjavík. Nokkur eldri barnanna hafa þess vegna enn ekki komist í frí- stundavistun eft- ir skóla og hafa foreldrar þeirra þurft að treysta á fjölskyldu og aðr- ar leiðir til að vista börn sín, þang- að til þeir ljúka vinnu, frá því skóla- árið hófst í lok ágúst. »2 Fá ekki starfsfólk á frístundaheimili Frá frístundaheimil- inu Vesturhlíð.  Niðurskurður á framlögum sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu til skíða- svæðanna hefur komið niður á skíðaiðkendum og þjónustunni á svæðunum. Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóri Skíðasvæðanna, seg- ir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um framtíð Bláfjallasvæðisins og Skálafells en þjónustusamningur um reksturinn rennur út um ára- mótin. »16 Vantar meira fé í rekstur skíðasvæða Spurður út í ummæli forsætisráðherra um óvenju ítarlegt innlegg stjórnvalda í kjarasamninga í fyrra- sumar segir Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, framlagið ekkert einsdæmi og nefnir mörg dæmi um slíkt frá fyrri árum. Uppbygging íbúða í Breiðholtinu upp úr miðjum sjöunda áratugnum sé dæmi um innlegg ríkis- stjórnar til að greiða fyrir kjarasamningum. Þá hafi innlegg stjórnvalda vegna þjóðarsáttar- samninganna 1990 verið „umtalsvert stærra“. Innleggið hluti af langri sögu ASÍ ÓSAMMÁLA TÚLKUN FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Grönvold  Í frumvarpi til fjáraukalaga er óskað eftir 20 milljóna viðbót- arframlagi vegna aðgerða sem grípa þarf til vegna öryggis- mála í tengslum við upplýsinga- kerfi Stjórnarráðsins. Fram kemur í greinargerð að kerfin hafa orðið fyrir árásum á undanförnum árum, en nú er svo komið að árásir af þessu tagi eru orðnar algengari og harðari og erf- iðara er að verjast þeim. »2 Harðari árásir á upplýsingakerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.