Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Söngvarinn Helgi Björnsson og
hljómsveitin Reiðmenn vindanna
hafa átt góðu gengi að fagna á ís-
lenska plötulistanum. Skífur þeirra
hafa selst í bílförmum og eru nú
orðnar fjórar talsins. Reiðmenn-
irnir sækja í íslenska sönglaga-
arfinn í lagavali sínu, flytja útilegu-
söngva og dægurlagaperlur með
sínu lagi og þjóðin kann greinilega
að meta þann flutning.
Reiðmennirnir hafa aldrei haldið
tónleika í Kópavogi og ætla að gera
bragarbót á því á morgun með tón-
leikahaldi í Salnum í Kópavogi.
Tónleikarnir hefjast kl. 19. Reið-
mennirnir munu að sjálfsögðu
koma ríðandi að tónleikahúsinu og
ætlar hinn knái rappari Erpur Ey-
vindarson að fylgja þeim þangað
frá bæjarmörkunum. En hvaðan
verður riðið og hvaða leið verður
farin?
„Við erum að skipuleggja þetta
ásamt honum Póra í Laxnesi og
þurfum að fá leyfi frá viðkomandi
yfirvöldum, þannig að á þessari
stundu hef ég ekki nákvæmari svör
við þessari spurningu,“ svarar
Helgi Björnsson.
Óopinber bæjarstjóri
Erpur Eyvindar tekur á móti
ykkur við bæjarmörkin og fylgir
ykkur að Salnum. Hvers vegna?
„Við Erpur hittumst um daginn í
viðtali á Rás 2 þar sem það kom
fram að við værum á leiðinni í
Kópavog og hann tók það upp hjá
sjálfum sér sem óopinber bæjar-
stjóri að taka á móti okkur með
viðhöfn er við kæmum að bæjar-
mörkunum. Ég hef hinsvegar ekki
heyrt nánari útfærslu á þessu atriði
frá honum eða hans fólki,“ svarar
Helgi. „Við förum yfir öll okkar
helst lög sem við höfum gefið út á
síðustu fjórum plötum Helga
Björns og Reiðmanna vindanna,“
segir hann um efnisskrá tón-
leikanna.
Nú hafa plöturnar ykkar selst
eins og heitar lummur, hvað veld-
ur?
„Við höfum greinilega snert ein-
hvern streng í þjóðarsálinni, ég
held að fólki þyki vænt um þessi
lög og við höfum verið lagnir við að
gefa þeim nýja áferð og nýtt líf.
Annars held ég að það væri gaman
að fá einhvern annan til að reyna
að komast að því af hverju plöt-
urnar eru svona vinsælar,“ segir
Helgi að lokum.
Miðasala á tónleikana fer fram á
midi.is.
Reiðmaður Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna munu berast á fákum
fráum að Salnum í Kópavogi á morgun. Þeir hafa ekki spilað áður í bænum.
Riðið inn í Kópavog
Reiðmenn vindanna halda tónleika í Salnum Erpur
Eyvindarson fylgir þeim frá bæjarmörkum Kópavogs
Tríó Reykjavíkur leikur á hádegis-
tónleikum á Kjarvalsstöðum í dag
kl. 12.15. Á efnisskránni er píanó-
tríó í H-dúr op. 8 eftir Johannes
Brahms. Tríó Reykjavíkur skipa
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik-
ari, Gunnar Kvaran sellóleikari og
Peter Maté píanóleikari. Tónleik-
arnir eru um 45 mínútur að lengd
og eru allir velkomnir enda er að-
gangur ókeypis. Þetta er fjórða ár-
ið sem Listasafn Reykjavíkur og
Tríóið bjóða upp á ókeypis hádegis-
tónleikaröð á Kjarvalsstöðum.
Tríó Peter, Guðný og Gunnar.
Ókeypis hádegis-
tónleikar
Atli Ingólfsson
tónskáld flytur
hádegisfyrir-
lestur í Sölvhóli,
tónleikasal tón-
listardeildar, að
Sölvhólsgötu 13 í
dag kl. 12.30.
Atli lauk tón-
smíðaprófi og
burtfararprófi í
gítarleik frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík og
BA-prófi í heimspeki frá Háskóla
Íslands. Hann nam síðan tónsmíðar
við Konservatoríið í Mílanó. Hann
hefur samið fjölda tónverka af
ýmsu taki, en í samvinnu við Cinno-
ber Teater í Gautaborg hefur hann
sett á svið tvö tónleikrit.
Í erindi sínu fjallar Atli um við-
horf sitt til tónleikhúss og nokkrar
aðferðir sem hann notar í verkum
sínum. Aðgangur er ókeypis og all-
ir eru velkomnir.
Fjallar um sýn sína
á tónleikhúsið
Atli
Ingólfsson
Hápunktur átaksins „Þróunar-
samvinna ber ávöxt“ verður á Café
Rosenberg annað kvöld kl. 22, þar
sem fram koma Jón Jónsson, Frið-
rik Dór, Magni Ásgeirsson, Ragn-
heiður Gröndal, Védís Hervör og
Varsjárbandalagið. Tónleikarnir
eru hluti af átaki frjálsra félaga-
samtaka í samstarfi við Þróunar-
samvinnustofnun Íslands um gildi
og mikilvægi þróunarsamvinnu.
Undirtitill átaksins í ár var
„Komum heiminum í lag“ en fé-
lagasamtökin fengu landsþekkta
tónlistarmenn til að leggja málefn-
inu lið og koma skilaboðum átaks-
ins í „lag“. Tónlistarmennirnir
sömdu fimm mismunandi lög við
texta Sævars Sigurgeirssonar og
hefur eitt lag verið frumflutt á dag
á Rás 2 og netinu sl. viku. Þessir
tónlistarmenn koma fram á tónleik-
unum á Rosenberg.
Komum heiminum í lag
Listakona Ragnheiður Gröndal.
Tónleikar á
Café Rosenberg
Þóra Sigurðardóttir sýningarhöfundur leiðir gesti
um sýninguna Teikning - þvert á tíma og tækni sem
nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands nk.
sunnudag kl. 14. Leiðsögnin er ókeypis og allir vel-
komnir. Á sýningunni eru teikningar fjögurra teikn-
ara frá ólíkum tímum. „Annars vegar frá ári frönsku
byltingarinnar, 1789, og hins vegar frá tímum staf-
rænnar upplýsingatækni, 21. öld. Þrátt fyrir tímana
tvenna heldur teikningin gildi sínu sem grundvall-
artæki til greiningar og miðlunar upplýsinga og hug-
mynda. Teikningin hefur þá sérstöðu að hún opnar
áhorfandanum milliliðalausan aðgang að hugsun og
tilfinningu teiknarans,“ segir m.a. í tilkynningu.
Leiðsögn um teikningar í Bogasalnum
Þóra Sigurðardóttir.
DJÚPIÐ Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10
DREDD 3D - ÓTEXTUÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10
THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 10:15
ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 4
INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8
PARANORMAN 3D Sýnd kl. 4
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI
60.000 MANNS!
HHHH
-Þórarinn Þórarinsson,
Fréttatíminn
HHHHH
- Júlíus Ingason,
Eyjafréttir.is
HHHH
- Kristjana Guðbrandsdóttir,
DV
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
10
7
12
16
HÖRKU SPENNUMYND
L
16
TRYGGÐU Þ
ÉR MIÐA Á
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5 - 5.50 - 8 - 10.10 10
DJÚPIÐ LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10
DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16
RESIDENT EVIL KL. 8 16
RESIDENT EVIL 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.10 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 4 - 6 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 8 - 10.20 16
THE WATCH KL. 5.40 12
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 7 - 8 - 9.10 - 10.10 10
THE DEEP ÍSL.TAL – ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
RESIDENT EVIL KL. 8 - 10.10 16
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
DÓMSDAGUR NÁLGAST!
DJÚPIÐ KL. 6 - 8 - 10 10
DREDD 3D KL. 8 16
RESIDENT EVIL KL. 6 16
BOURNE LEGACY KL. 10 16
„Mjög raunsæ mynd.það hefði enginn
getað gert þetta eins vel og Baltasar.
Hann nálgast þetta af mikilli virðingu.
Ótrúlega vel gerð mynd, heiðarleg og raunsæ."
- Júlíus Ingason, Eyjafrettir.is
„Í Djúpinu smellur einfaldlega
allt saman og ekkert klikkar.
Leikur, kvikmyndataka, klipping,
sagan sjálf, efnistökin og nálgun
handristhöfunda og leikstjóra miða
öll að því að hámarka áhrif
þessarar mögnuðu myndar."
- Þórarinn Þórainsson, Fréttatíminn