Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ✝ Karitas Jensenfæddist á Eski- firði 2. nóvember 1928. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. september sl. Foreldrar henn- ar voru Markús Einar Jensen, kaupmaður á Eski- firði, f. 14. janúar l897, d. 14. desem- ber 1965, og Elín B. Jensen, f. í Reykjavík 13. desember 1901, d. 10. september 1993. Karitas átti þrjá bræður. Atli Örn Jensen, f. 1925, d. 2009, Þórarinn Elmar Jensen, f. 1930 og Markús Einar Jensen, f. 1945. Jónsson. Börn: Karitas, Jón og Helga Grethe. 3) Bryndís María, fædd 1954, maki Thomas Möller. Börn: Agnar Tómas, Karitas og Lára Margrét. 4)Lára Anna, fædd 1957, maki Hörður Jón Gærdbo. Barn: Tómas Pétur. 5) Óskar Már, f. 1962, maki Auður Pálmadóttir. Börn: Svava Marín og Karitas. Barnabarnabörnin eru 12. Karitas ólst upp á Eski- firði en fór til náms til Reykja- víkur í Verslunarskóla Íslands. Karitas helgaði líf sitt fjölskyldu og börnum og var hún heima- vinnandi húsmóðir alla tíð auk þess sem hún starfaði í 25 ár sem sjálfboðaliði á bókasafni Rauða kross Íslands á Borgarspít- alanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 21. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 15. Karitas giftist Tómasi P. Ósk- arssyni 23. mars 1946. Tómas var fæddur 14. júlí 1926 og lést 15. maí 2010. Foreldrar Tómasar voru Lára María Arnórsdóttir, f. 1901, d. 1980, og Óskar Tómasson, kaupfélagsstjóri á Eskifirði, f. 1900, d. 1946. Börn Karitasar og Tómasar eru: 1) Steinunn Margrét, fædd 1946, maki Aðalsteinn Karlsson. Börn: Heiða Lára, Hildur Sess- elja og Tómas Karl. 2) Þórunn Elín, fædd 1952, maki Kjartan Ástkær móðir okkar er fallin frá og kveðjustundin er erfið. Söknuðurinn er mikill, stundum óbærilegur, en eftir sitja yndis- legar minningar um góða móður sem helgaði líf sitt fjölskyldunni af einskærri ást og umhyggju. Elsku mamma, við þráðum að hafa þig lengur hjá okkur og þú sagðir svo oft við okkur systkinin hvað þig langaði til að fá að vera lengur með börnunum þínum og barnabörnum. Þér var ekki ætl- uð lengri dvöl í þessari jarðvist og nú eruð þið pabbi sameinuð á ný. Hugurinn leitar til barnæsk- unnar sem var svo örugg og áhyggjulaus. Pabbi í vinnunnni og þú heima að hugsa um okkur systkinin. Þið ferðuðust mikið með okkur um landið, pabbi kunni nafnið á hverri einustu þúfu sem ekið var framhjá og líf- ið var fullkomið. Skorradalurinn tók við og þú sagðir „ að þarna hefðir þú komist næst því að komast til himnaríkis“ eins og þú orðaðir það og þar áttuð þið pabbi dýrmætar stundir. Núna ert þú komin til himnaríkis og ég veit að pabbi beið þín þar og tók á móti þér. Þú varst börnunum okkar yndisleg amma og þú vild- ir þeim alltaf það besta sem völ var á. Þau minnast þín nú með miklum söknuði. Í dag lútum við höfði, þökkum fyrir að hafa átt þig fyrir móður og biðjum góðan Guð að varð- veita þig og geyma. Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Steinunn, Þórunn, Bryndís og Lára. Ég vil með fáum orðum kveðja elsku mömmu mína, Karitas Jen- sen. Mamma var Mamma með stórum staf og eflaust gæti verið skilgreint að hún hefði verið hús- móðir af gamla skólanum. Heim- ilið, börnin og síðar barnabörnin voru henni allt, hún var klett- urinn í lífi okkar og hélt öllu saman. Mamma var hefðarkona í víð- asta skilning, lét sig allt varða hvort sem var dægurmál eða vel- ferð stórfjölskyldunnar, bar sig alltaf vel og hélt reisn fram á síð- asta klukkutíma sem hún var hér með okkur. Fyrir tveimur árum féll pabbi frá, þar missti mamma sinn lífs- förunaut sem var henni allt og hefur það verið meiri missir fyrir hana en við börnin kannski gerð- um okkur grein fyrir, hann bar hana á höndum sér svo eftir var tekið. Nú þegar ég skrifa þessar lín- ur er ég ekki farinn að skilja að fullu að mamma sé farin, en ég trúi því að pabbi hafi tekið á móti henni og láti henni líða vel, laus við verki og þá þjáningu sem hún hafði síðasta árið. Kannski af eigingirni hugsa ég hversu mikið ég hefði viljað hafa hana lengur með mér, að hún fengi t.d. að sjá nýjasta barna- barnabarnið sitt sem fæddist 2 vikum fyrir andlát hennar. En svona er lífið, en vonumst til þess að það sé einhver tilgangur með þessu öllu. Elsku mamma, þú varst alltaf þarna, alla tíð. Þú leyfðir mér meira að segja að komast upp með það að fara ekki í leikskóla, því ég vildi vera heima hjá þér á daginn, alltaf heima þegar ég kom úr skólanum og alltaf til taks eftir að ég flutti að heiman. Já, þetta voru góðir tímar, elsku mamma, og fæ ég seint fullþakk- að hversu góða æsku ég átti með þér og pabba. Núna síðustu árin hef ég lagt leið mína fyrir vinnu í morgun- kaffi til ykkar pabba þegar hann var á lífi, en nú sl. 2 ár til þín. Það var gæðatími sem við áttum saman yfir kaffibolla og verður erfitt að fylla það tómarúm nú þegar þið eruð bæði farin. Þú sagðir við mig stundum hvort það væri nú ekki bara gott fyrir mig að fara í sund, og ætli það verði ekki bara málið, þannig gæti ég kannski fundið mér ann- an farveg. Já, elsku mamma, það verður æði margt sem ég verð að læra að stilla eftir að þú ert farin, ég reyni að kvíða því ekki og hugsa um alla yndislegu tímana sem við áttum saman, bíltúrana og allar þessar stuttu stundir sem við áttum saman sem voru á þeim tíma svo hversdagslegar en eru í dag dýrmætar minningar um góða mömmu og vin. Nú ert þú, kletturinn í fjöl- skyldu okkar, farin og verður erfitt fyrir öll börnin þín hvort sem það erum við systkinin, tengdabörn, barnabörn eða barnabarnabörn að venjast því og kemur það til með að taka tíma fyrir okkur öll að finna okk- ur farveg sem stórfjölskylda án þín, elsku mamma. Ég bið þig, elskulega mamma mín, að taka utan um pabba fyrir mig og megi ykkur líða sem best, ég hugsa um ykkur á hverjum degi og þið verðið alltaf með mér, alltaf. Í skugga harmsins blasir birtan við er buguð tár um óttans vanga streyma og vængjuð sorgin finnur yl og frið í fortíð sem við megum aldrei gleyma. (Kristján Hreinsson) Guð blessi þig, elsku mamma, og hvíl í friði. Þinn sonur, Óskar Már Tómasson. Verandi yfir og allt um kring voru nokkurs konar einkunnar- orð tengdaforeldra minna, þegar fjölskyldan var annars vegar. Gilti þá einu hvort um var að ræða þeirra eigin börn, tengda- börn, barnabörn eða barna- barnabörn. Vel var fylgst með öllu og öllum. Tengdafaðir minn, Tómas P. Óskarsson, andaðist þann 15. maí 2010 tæplega 84 ára að aldri. Nú hefur tengdamóðir mín, Karitas Jensen, einnig kvatt en hún andaðist þann 7. september síðastliðinn, tæplega 84 ára að aldri. Það er erfitt að nefna annað nema að hins sé get- ið, svo samtvinnað var þeirra lífshlaup. Þau voru bæði Eskfirðingar en byrjuðu snemma sinn búskap hér í Reykjavík og eignuðust fimm mannvænleg börn. Traust voru þau í einu og öllu. Góður smekkur og snyrtimennska ein- kenndi þau alla tíð, bæði innan- húss og utan. Kaja eins og tengdamóðir mín var jafnan köll- uð var mikil húsmóðir og virtist ekki kippa sér mikið upp við það þó tengdasynirnir og tengda- dóttir og síðar barnabörn bætt- ust við stóru fjölskylduna. Hún var mikil vinkona dætra sinna og sonar og ekki síður barna- barnanna. Djúp vinátta skein í gegn á milli þeirra allra. Stundum var eins og hún væri ein af systr- unum. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið tækifæri til að ganga hluta af lífsgöngunni með fólki eins og tengdaforeldrum mínum. Fyrir það verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning Karitasar Jensen og Tómasar P. Óskars- sonar. Kjartan Jónsson. Elsku Kaja mín, ég þakka þér fyrir þau rúmu 30 ár sem ég hef verið tengdadóttir þín. Þú sýndir mér ávallt elsku, vináttu og væntumþykju. Þakka þér fyrir að vera dætrum okkar góð amma og Óskari mínum yndisleg móðir. Nú eruð þið Tómas sameinuð á ný og það er okkur huggun harmi gegn. Guð geymi þig, elsku Kaja mín, og líði þér vel í Sumarland- inu góða. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson ) Þín tengdadóttir, Auður. Í örfáum orðum vil ég minnast einstakrar tengdamóður minnar. Mér er sagt að okkar fyrstu kynni hafi verið þegar ég var um fjögurra ára gamall og var að leika mér við jafnöldru mína, Bryndísi dóttur hennar Karit- asar, í portinu fyrir aftan Bald- ursgötu 26, en í því húsi bjuggu fjölskyldur okkar um skeið. Okkar næsti fundur var um 14 árum síðar þegar ég fór að venja komur mínar í Stigahlíðina til að hitta Bryndísi, kærustu mína og síðar eiginkonu. Man ég vel eftir því hvað Karitas tók vel á móti mér, „týnda tengdasyninum“ frá Baldursgötunni eins og hún orð- aði það með glettnissvip og brosi. Karitas var yndisleg kona. Hennar styrkur birtist ekki síst síðustu mánuði ævinnar þegar hún bjó ein í Stóragerðinu. Henni fannst hvergi betra að vera og sagði af stolti og virðingu að þar vildi hún búa, í eigin húsi, eins lengi og mögulegt væri. Margar góðar minningar um Karitas koma upp í hugann við þessi tímamót. Sumardagarnir með þeim hjónum, Karitas og Tómasi, í sveitahúsinu þeirra í Skorradal voru margir og skemmtilegir. Þar eiga barna- börnin þeirra einstaklega góðar minningar. Jólaboðin í Stigahlíð- inni eru ógleymanleg og sýndi Karitas þá sínar bestu hliðar, gestrisin og glaðleg í faðmi fjöl- skyldunnar. Vinátta og kærleikur þeirra hjóna Kaju og Tómasar var aug- ljós öllum sem heimsóttu þau og hafa þau átt góða og farsæla samfylgd gegnum lífið. Börnin okkar Bryndísar hafa svo sannarlega fengið að njóta ástar og umhyggju ömmu sinnar. Þau kveðja nú góða ömmu sem hefur verið þeim kær og góður vinur. Guð blessi minningu Karitasar Jensen. Thomas Möller. Elsku yndislega amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman, þakka þér fyrir hversu yndisleg amma þú varst og hversu góð þú hefur reynst mér. Ég mun ávallt geyma allar þær fallegu minningar í hjarta mínu sem ég á um þig og afa og hversu þakklát ég er að hafa fengið að kynnast ykkur. Það sem er mér kærast er að þú sást myndir af nýfæddum syni okkar Davíðs og heyra hversu glöð þú varst þegar ég sagði þér hvaða nafn hann mun bera í símann áður en þú kvaddir þennan heim. Það seinasta sem ég sagði við þig var „love you“ og þú svaraðir mér „love you“. Ég sakna þín, elsku amma, bið að heilsa afa. Love you. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Svava Marín. Elsku amma mín, allt í einu varð veruleiki minn óraunveru- legri en ég hef nokkru sinni upp- lifað þegar þú kvaddir þennan heim. Dagurinn 7. september 2012 verður mér ávallt ógleym- anlegur. Þrátt fyrir að þú og ég gætum ekki eytt miklum tíma saman þegar ég ólst upp erlendis, þá er ég viss um að þú sért sammála mér þegar ég fullyrði að við höf- um bætt upp fyrir glataðan tíma síðustu árin. Vissulega á ég dýr- mætar minningar um heimsókn- ir til þín og afa í Stigahlíðina þegar ég var lítil, ferðirnar í bú- staðinn ykkar í Skorradal og óteljandi jólaboð hjá ykkur með allri fjölskyldunni, enda gerði allt þetta að verkum að ég átti traustar rætur að byggja á þegar ég flutti heim til Íslands. Fyrir það verð ég ykkur afa ævinlega þakklát, elsku amma. En það er samband okkar síð- ustu árin, og sérstaklega síðustu vikurnar, amma mín, sem hefur fært mér einstaka gleði, því ég veit að það skapaði órjúfanleg tengsl á milli okkar. Þótt síðustu vikurnar væru erfiðar, þá er ég svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman á þessum tíma og mun ég ávallt varðveita þær minningar á tryggum stað í hjarta mínu. Ég gæti endalaust talið upp alla þá kosti sem þú varst gædd, en fyrir mig eru það sérstaklega litlu hlutirnir og augnablikin sem gerðu þig að þeirri glæsilegu ömmu sem þú varst, og ég var svo heppin að eiga. Hláturinn þinn, faðmlögin þín, ilmurinn þinn, sögurnar þínar, allar ljós- myndirnar heima af dásamlegu fjölskyldunni okkar, kaffið þitt, falda sælgætið þitt, kamburinn þinn í hárinu, og margt, margt fleira eru einungis fá dæmi sem eru til marks um kímni þína, ást, umhyggju, fágun og fegurð sem einkenndi þig alla tíð. Alltaf gat maður farið til þín og liðið eins og enginn annar staður í heim- inum væri betri en hjá þér, elsku amma, og voru síðustu vikurnar engin undantekning. Væntan- lega er það ástæðan fyrir því að tómarúmið er nú svo mikið, enda hef ég ekki bara misst mína ást- kæru ömmu, heldur eina af mín- um nánustu vinkonum. Um leið og ég kveð þig með brostið hjarta, elsku amma mín, reyni ég að líta bjartsýn fram á veginn, með allar mínar minn- ingar um þig, og þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Megi Guð varðveita þig og afa um ókomna tíð. Þín Helga Grethe. Elsku amma mín. Það er erfitt að koma á blað öllum þeim orðum sem lýsa sár- um söknuði og ástinni sem ég ber í garð ömmu minnar Kaju. Að missa svo dýrmætar mann- eskjur sem amma mín og afi voru mér á jafn skömmum tíma er sárara en orð fá lýst. Þær síðustu vikur sem ég fékk að eyða með þér, amma mín, eru mér svo dýrmætar í ljósi þess hversu lengi ég var í burtu á meðan á veikindum þínum stóð. Ég sagði þér óspart hvað ég elskaði þig mikið en ég veit að þú vissir það vel. Ég minnist þess hvernig þú horfðir á mig, hvern- ig aðdáunin og alúðin skein svo skært úr augum þínum, og ég vildi aldrei hætta að gera þig stolta af mér og ég veit að þú vakir yfir mér og horfir til mín með þessu sama augnaráði. Einlæg umhyggja og ást ömmu Kaju og afa Tómasar hafa mótað líf okkar sem lifðum í ná- lægð þeirra og er það fjársjóður sem mun varðveitast um ókomna tíð. Gott innræti, kímni, smekk- vísi og umhyggja er það sem við fengum öll í vöggugjöf frá ykkur. Betri og ástríkari ömmu og afa var ekki hægt að hugsa sér. Góð- ar minningar um þau saman, hlæjandi þar til tárin tóku að streyma, hlýja mér um hjarta- rætur því nú eru þau saman á ný. Elsku hjartans amma Kaja. Þú ert komin þangað sem þér líð- ur best, til afa Tómasar. Hann kom og sótti þig og eruð þið nú tvær stjörnur á himni, hvort í annars faðmi, og gætið okkar sem eftir lifum. Þið eruð í hjarta mínu, nú og að eilífu. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín Lára Margrét. Elsku amma mín. Mig langar að skrifa nokkrar línur til þín og minnast þín. Þú varst mér svo góð amma og það var alltaf svo gott að koma heim til ykkar afa. Þegar ég heimsótti ykkur var alltaf veislumatur á hverjum degi og enginn eldaði betri mat eða bakaði betri pönnukökur en þú, amma mín, og svo varst þú alltaf svo hlý og góð við mig. Við barnabörnin vorum þér allt og þú sýndir okkur öllum svo mikinn áhuga á því sem við vor- um að gera hverju sinni og mér fannst svo gaman að heyra hvað þú varst ánægð með hvað mér gekk vel í handboltanum og hvað þú fylgdist vel með mér þar. Það voru ómetanlegar heimsóknir ykkar afa til okkar fjölskyldunn- ar í Malmö. Við röltum á kaffi- hús, kíktum í búðir, borðuðum góðan mat og fórum í sveitina þar sem ykkur leið svo vel. Allt er þetta fjársjóður af minningum um ykkur sem ég varðveiti í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið og finnst það ómet- anlegt að hafa fengið að tala við þig í símanum daginn áður en þú kvaddir okkur og við sögðum að við elskuðum hvort annað svo mikið. Ég bið góðan Guð að geyma þig en ég veit að þú ert Karitas Jensen ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR JÓNASSON bóksali, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ miðvikudaginn 26. september kl. 13.00. Sturla Hjartarson, Hermann Hjartarson, Sóley Hjartardóttir, Axel Blöndal, Oddvar Örn Hjartarson, barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS BEN SNORRASONAR, Laxalæk 36, Selfossi. Irena Halina Kolodziej, Unnur Ben Ólafsdóttir, Viðar Bergsson, Ólöf Þóra Ólafsdóttir, María Ben Ólafsdóttir, Óskar Einarsson, Einar Ólafsson, Guðný Ólafsdóttir, Gunnar Jökull Guðmundsson, Sara Rós Kolodziej, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.