Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Náttúrunnar listaverk Á þessum árstíma málar náttúran dagana í ótal fögrum haustlitum og við Þjóðarbókhlöðuna glöddu laufblöðin í tjörninni gesti og gangandi. Ómar Þegar íslensk stjórnvöld og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn gerðu með sér sam- komulag 15. nóvember árið 2008 um efna- hagslega viðreisn landsins var lögð mikil áhersla á góða sam- vinnu stjórnvalda við atvinnulífið og verka- lýðshreyfinguna. Þar lá að baki sú hugsun að með góðri samvinnu sem flestra væri líklegra að árangur myndi nást. Það skilja allir að betra sé að allir leggist á árarnar og komi sér saman um í hvaða átt skuli stefnt. Þess vegna segir í fyrrgreindri áætlun: „Ísland hefur tekið vel á áföllum áður. Einn mikilvægur þátt- ur í þessu efni felst í því að aðilar vinnumarkaðarins hafa ávallt sýnt mikla samvinnu, sérstaklega þegar hagkerfið hefur orðið fyrir þungum búsifjum. Ábyrgir kjarasamningar eru mjög mikilvægir fyrir takmörk- un á afleiðingum núverandi áfalla. Öflug pólitísk og félagsleg sam- staða, svo og hefð fyrir breiðum pólitískum stuðningi við erfiðar að- gerðir, er meðal bestu eiginleika Ís- lands. Þetta, ásamt þegar þekktum sveigjanleika hagkerfisins, gerir það betur mögulegt fyrir stjórnvöld að fást við hin gríðarlegu verkefni fram undan.“ Góð reynsla Þessi hugsun sem þarna er sett fram er í samræmi við það verklag sem við- haft hefur verið á erfiðleikatímum í sam- félagi okkar, þar sem tekið hafa saman höndum stjórnvöld, verkalýðshreyfing og Samtök atvinnulífsins. Nefna má sem dæmi farsælt samstarf þess- ara aðila á Viðreisn- artímanum á sjötta áratug síðustu aldar. Þá slíðruðu ólík póli- tísk öfl sverð sín og náðu raunverulegum árangri við mjög erfiðar aðstæður. Annað dæmi er þjóðarsáttarsamningarnir um 1990, þar sem aðilar vinnumark- aðarins og stjórnvöld réðust til at- lögu til þess að rjúfa vítahring verð- bólgu og efnahagsvandræða. Enn má nefna til sögunnar fleiri dæmi frá samstarfi ríkisstjórna, verka- lýðshreyfingar og atvinnulífs. Forsenda slíks samstarfs er gagnkvæmt traust. Fullvissan um að staðið sé við gefin loforð, fyr- irheit og samninga. Að menn geti treyst því að gagnaðilinn standi við orð sín, en leiti ekki allra leiða til þess að sniðganga og svíkja það sem um er samið. Án slíks trausts er samstarf af því taginu sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn vitnar til og margföld reynsla er fyrir hér á landi algjörlega borin von. Braut brigða og svika Margoft hefur verið reynt að feta slíka leið samstarfs við núverandi stjórnvöld af hálfu aðila vinnumark- aðarins. Stöðugleikasáttmálinn er eitt dæmi. Kjarasamningar frá því í júní í fyrra annað. Það vantaði ekki að miklar væntingar voru bundnar við samstarf við stjórnvöld, það formgert og mikið gert með það í orði af forystumönnum og tals- mönnum ríkisstjórnarinnar. Í báð- um tilvikum rann þetta samstarf hins vegar algjörlega út í sandinn. Stjórnvöld bera ábyrgð á því, með því að svíkja meira og minna allt það sem um var samið, sett niður á blað og innsiglað með handabandi þeirra sem ábyrgð báru. Orð ráð- herranna reyndust merkingarlaus, ekkert gert með það sem ritað var á blað og fölsk hugsun bjó að baki handabandinu. Þarna var fetuð al- gjörlega ný braut í samskiptum stjórnvalda við verkalýðshreyf- inguna og atvinnulífið. Braut brigða og svika, sem hefur gert það að verkum að þessir aðilar treysta ekki lengur neinum fyrirheitum sem ríkisstjórnin gefur. Jafnvel ekki þeim sem undirrituð eru með eigin hendi forystumanna rík- isstjórnarinnar, eins og fram hefur komið. Sáttin rofin Annað dæmi af sama toga er framferði ríkisstjórnarinnar við endurskoðun fiskveiðilöggjaf- arinnar. Ríkisstjórnin boðaði breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða. Kallaður var saman tæplega 20 manna hópur fólks úr öllum stjórn- málaflokkum og hagsmunaaðila, sem kallaður hefur verið sátta- nefnd. Það merkilega gerðist. Sátt skapaðist um meginlínur sem byggðist á málamiðlun. Aðilar að þessari sátt voru fulltrúar beggja stjórnarflokkanna. En þá tók við sérkennilegt tímabil. Stjórnarliðar kappkostuðu að finna leiðir framhjá þessu samkomulagi og hafa í tví- gang lagt fram fiskveiðistjórn- arfrumvörp sem sniðganga allar megináherslur sáttanefndarinnar. Ákalli sjómanna, fiskverkafólks, út- vegsmanna og fiskverkenda um samráð hefur í engu verið ansað. Í vor var settur niður hópur full- trúa stjórnmálaflokkanna til þess að reyna að setja niður deilurnar um fiskveiðistjórnunina. Sú vinna gekk vel. Góður starfsandi og trún- aður ríkti. Við náðum saman um ýmislegt sem til bóta var að okkar mati. Um annað vorum við ósam- mála. Ríkisstjórnin hafði skuld- bundið sig til þess að virða nið- urstöður okkar og í trausti þess var unnið. Nú er hins vegar svo að sjá að ekkert eigi með þessa vinnu að gera. Ekki frekar en vinnu sátta- nefndarinnar. Einu sinni var … Einu sinni voru gagnvegir á milli verkalýðshreyfingarinnar og for- vera þeirra stjórnmálaflokka sem nú sitja á valdastólunum. En slíkt heyrir hins vegar sögunni til. Ríkis- stjórnin hefur sýnt það og sannað á ferli sínum, að hún vill ekki eig- inlegt samstarf við einn né neinn. Hún kýs að deila og drottna. Sam- starfstilburðir hennar eru bara þáttur í blekkingarleik og enginn raunverulegur vilji til sátta eða samkomulags er til staðar. Svo bág- borin er hin pólitíska forysta í land- stjórninni að hún hefur sýnilega enga burði til þess að standa fyrir samstarfi af því tagi sem árangurs- ríkt hefur verið í fortíðinni og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ber- sýnilega veitt eftirtekt Alvarlegast er þó að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eyðileggja þá nauðsynlegu viðreisn efnahags- og atvinnulífs sem ætla mætti að allir vildu sameinast um. Því rétt eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir og vitnað er til í upphafi þessarar greinar þá hefur slíkt samstarf ver- ið aðalsmerki íslensks samfélags á erfiðleikatímum, eins og dæmin sanna. Það er því ekki að undra að himinn og haf er á milli áætlana Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins frá árs- lokum 2008 og raunveruleikans núna. Við erum langt frá þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi samstarfs Íslands og AGS. Framferði ríkisstjórnarinnar hefur séð til þess. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Svo bágborin er hin pólitíska forysta í land- stjórninni að hún hefur sýnilega enga burði til þess að standa fyrir samstarfi af því tagi sem ár- angursríkt hefur verið í fortíðinni. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Ríkisstjórnin velur leið átaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.