Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
✝ Marteinn Her-bert Kratsch
fæddist í Reykjavík
18. júní 1931. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi
þann 14. sept-
ember.
Foreldrar hans
voru Þorbjörg
Ólafsdóttir
Kratsch, f. 1902, í
Selárdal, d. 30. apr-
íl 1992, og Walter Kratsch, f.
1899 í Dresden, Þýskalandi, d.
1969. Marteinn ólst upp að
Laugavegi 147. Systkini Mar-
teins voru Reynir, f. 1922, d.
2001, Ester, f. 1924, d. 2008 og
Osvald, f. 1925.
Eiginkona Marteins var Guð-
finna Magnea Árnadóttir, f. 1.
september 1931, d. 11. apríl
1988. Þau giftust 17. október
1953. Börn þeirra eru: 1) Sigríð-
ur f. 6.7. 1953, gift Guðjóni
Steinssyni f. 3.10. 1954, börn
þeirra: Erna Hlín, f. 31.5. 1977,
barn hennar: Sigríður Helga, f.
2005, Hildur f. 26.7. 1982, í sam-
búð með Þórði Snæ Skagfjörð
Júlíussyni, f. 1980, barn þeirra:
Sandra Jana, f. 2009 og Mar-
teinn, f. 26.7. 1982, giftur Ásu
Rún Ingimarsdóttur, f. 1984. 2)
faðir þeirra er Hilmar Valgarðs-
son. 5) Árný Marteinsdóttir, f.
1.10. 1967, gift Sæmundi Krist-
jánssyni, f. 10.10. 1965, börn
þeirra: Vigdísi Birna, f. 5.4.
1991 og Kristþór Logi, f. 16.11.
1996. Marteinn átti son sem var
ættleiddur af fósturföður, Óskar
Herbert Þormóðsson, f. 23.5.
1950. Marteinn og Guðfinna
byrjuðu sinn búskap á Lind-
argötu 25, fluttu þaðan á
Frakkastíg 20, æskuheimili
Guðfinnu en fluttu árið 1966 á
Lindarbraut 8, Seltjarnarnesi.
Marteinn flutti þaðan stuttu eft-
ir lát Guðfinnu eða árið 1990.
Marteinn lærði plötu- og ket-
ilsmíði í Iðnskólanum og Lands-
smiðjunni og lauk sveinsprófi
1952 og varð síðar meistari í
þeirri grein. Hann vann hjá Kol
og Salt, þar stjórnaði hann
ásamt Reyni bróður sínum kola-
krananum Hegranum. Hann
vann hjá ýmsum verktökum,
lengst af hjá Miðfell hf. Hann
vann meðal annars við Írafoss,
Þórisós og Kröfluvirkjun. Hann
starfaði í nokkur ár hjá Vega-
gerðinni og hjá Skeljungi, Mar-
teinn endaði svo starfsferilinn
sem húsvörður á Grandavegi 47.
Seinni ár átti golfíþróttin hug
hans allan og var hann virkur
félagi í 20 ár í Bakkakoti í Mos-
fellsdal og var gerður að heið-
ursfélaga þar núna í sumar sem
leið.
Útför Marteins verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21.
september 2012 kl. 11.
Walter Magnús, f.
4.9. 1956, kvæntur
Ingibjörgu Ú. Sig-
urðardóttir, f. 17.1.
1957, börn þeirra:
Auður, f. 30.7.
1984, í sambúð með
Oddi Þór Þrast-
arsyni, f. 1983,
þeirra drengir eru
Viktor Orri, f. 2008
og Daníel Ingi, f.
2009. Magni Þór, f.
6.3. 1994. Fyrir átti Walter
Kristófer Martein, f. 13.8. 1979,
með Eddu Rangarsdóttur, kona
Kristófers er Erin og dætur
þeirra eru Holly Marie, f. 2009
og Sophie, f. 2010. 3) Gunnar
Þór, f. 1.8. 1959, kvæntur Guð-
rúnu I. Gunnarsdóttir, f. 6.5.
1965. Dóttir þeirra: Kristín Ýr,
f. 14.11. 1991, dætur Gunnars af
fyrra hjónabandi: Jóhanna, f.
1.3. 1986 og Brynja, f. 19.1.
1988, móðir þeirra er Hulda
Jónsdóttur, sonur Guðrúnar er
Ásgeir Ingi Pálmason, f. 1984. 4)
Margrét Björg, f. 17.2. 1966, gift
Jóhanni Rúnari Guðbjarnasyni,
f. 15.12. 1965. Dóttir þeirra:
Bára Katrín, f. 15.6. 2005, börn
Margrétar af fyrra hjónabandi:
Guðfinna Betty, f. 5.3. 1988 og
Guðmundur Árni, f. 29.1. 1993,
Mínar bestu minningar um
pabba eru frá Frakkastígsárun-
um, þar sem við bjuggum í fjöl-
skylduhúsi. Ég veit að pabba leið
mjög vel í sambýlinu við tengda-
foreldra sína og á milli þeirra ríkti
gagnkvæm virðing alla tíð. Þegar
ég var barn fór pabbi nokkrum
sinnum í sumarfríum sínum í af-
leysingar á millilandaskip og
keypti þá föt á okkur. Í minning-
unni standa rauðu skórnir með
bandinu og kápan með loðkrag-
anum upp úr. Seinna frétti ég að
hann hafði fengið fyrirmæli um að
kaupa vetrarúlpu og vetrarskó.
Árið 1966 festu þau kaup á fok-
heldri íbúð við Lindarbraut á Sel-
tjarnarnesi. Eftir vinnu hvern
dag fór pabbi út á Nes og vann við
að standsetja íbúðina. Þegar raf-
magn var komið á var lagt fyrir
sjálfvirkri þvottavél. Pabbi tók
óhreinan þvott með sér og vélin
sá um þvottinn á meðan hann
vann, þetta þótti stórkostlegt.
Pabbi var á undan sinni samtíð,
tók þátt í heimilishaldinu á allan
hátt. Hann var fyrirtaks kokkur,
eldaði framandi mat og uppá-
haldsmaturinn var svokallaður
kreppumatur, steiktar kartöflur
sem enginn gat gert eins vel og
hann.
Heimili mitt alltaf opið fyrir
vinum mínum og voru þau bæði
samstiga í því. Pabbi mundi
reyndar bara tvö nöfn vinkvenna
minna, það var annað hvort Ingi-
björg eða Anna Stína sem hafði
hringt eða komið, sem passaði
ekki alltaf. Mamma sá um heim-
ilisbókhaldið og hélt vel um en
pabbi var meiri eyðsluseggur. Ég
minnist þess eitt sinn þegar
mamma lá á sæng þá þurfti pabbi
að sjá um peningamálin. Mig
vantaði skólatösku þarna, það var
keypt sú flottasta auk þess sem
fest voru kaup á bláum gærus-
kóm handa mér og silfurbróder-
uðum inniskóm af fínustu gerð
fyrir mömmu. Ég skildi ekkert í
því hvað mamma varð lítið glöð
þegar við komum með herlegheit-
in upp á deild, en bróderuðu
skóna notaði hún lengi.
Pabbi minn varð hálfur maður
við að missa mömmu og syrgði
hana alla tíð. Til allar hamingju
kynntist hann golfinu. Með félög-
unum í Bakkakotsklúbbnum hef-
ur hann átt sínar bestu stundir í
25 ár, fyrir það er þakkað. Varla
leið sá dagur að hann færi ekki
uppeftir. Í sumar hlotnaðist hon-
um sá heiður að vera gerður að
heiðursfélaga golfklúbbsins. Það
var eitt af hans síðustu verkum að
taka við þeirri viðurkenningu.
Síðustu 7 vikurnar dvaldi pabbi
á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi og naut þar bestu að-
hlynningar sem hægt er að hugsa
sér. Því yndislega fólki er þar
starfar eru færðar innilegar
þakkir.
Við pabbi höfðum ekki alltaf
sömu sýn á lífið og ólíkar skoðanir
á mörgu. Ég vissi samt að allt
vildi hann fyrir mig gera. Pabbi
átti ekki auðvelt með að tjá til-
finningar, en hann sagði alltaf
„Sigga mín“ og hann söng 18
rauðar rósir, en þar segir í loka-
erindinu „en mín föðurást hún
varir alla tíð“. Pabbi hélt mikið
upp á þetta lag vegna textans.
Ég trúi að nú við leiðarlok taki
mamma á móti pabba með opnum
örmum og þau sameinuð á ný, for-
eldrar mínir.
Ég kveð pabba minn með orð-
unum sem mér var sagt að við
hefðum kvatt hvort annað með
þegar ég var lítil: Bye, bye and
bless you honey.
Þín
Sigríður.
Það er komið að kveðjustund,
elsku pabbi minn. Og efst í huga
mér er þakklæti. Þakklæti fyrir
það uppeldi sem ég fékk, þakk-
læti fyrir barnæskuna mína.
Eftir því sem maður eldist þá
sér maður betur hversu gott at-
læti við fengum.
Þú varst svolítið sérstakur
pabbi, þú varst duglegur að eyða
tíma með okkur krökkunum. Þú
vannst mikið úti á landi og varst í
burtu oftast í nokkurn tíma en
þegar þú varst heima þá tókstu
þátt í uppeldi okkar og heimilis-
haldi. Þú ryksugaðir, þú eldaðir
og þú eldaðir góðan mat, bestu
kjúklinga í heimi, og mamma
gerði sósuna. Þú fórst með okkur
út að leika, þú fórst með okkur í
bíó, í fjöruferðir, í bíltúra, á sæ-
dýrasafnið, þú svæfðir okkur, þú
last fyrir okkur, þú sagðir okkur
sögur. Okkur þótti þetta svo sjálf-
sagt. Þú gast lagað allt, sprungin
dekk og sár á putta.
Þegar þú komst heim á kvöldin
þá byrjaðir þú alltaf á því að
faðma mömmu, þetta þótti okkur
líka svo sjálfsagt. Þú varst bara
svo bálskotinn í henni alla tíð.
Þegar hún veiktist þá gerðir þú
allt sem í þínu valdi stóð til þess
að henni liði sem best. Þið fóruð á
námskeið í macrobiotisku fæði,
það þótti það besta og þú varst að
undirbúa suma réttina í sólar-
hring, þú vildir gera allt fyrir
hana en það dugði ekki til og hún
lést aðeins 57 ára, þá fór svo stór
hluti af þér að við eiginlega þekkt-
um þig ekki sem sama mann. Við
þurftum virkilega að hafa fyrir
því að fá þig til að koma til okkar.
Stundum datt manni í hug að þér
þætti bara of erfitt að vera nálægt
okkur. Þú komst í mat og borð-
aðir en svo varstu bara farinn.
Alltaf að drífa þig. En það kom
samt oftar fyrir núna seinni árin
að þú stoppaðir, fékkst þér jafn-
vel kaffi eftir matinn og spjallað-
ir.
Sem betur fer kynntist þú golf-
íþróttinni. Þar held ég að þú hafir
fundið einhvern tilgang. Þú varst
meðlimur í Golfklúbbi Bakkakots
og það var eins og það væri þér
bara nóg.
Þú varst alltaf heilsuhraustur
og þegar þú veiktist sl. vor þá átt-
ir þú óskaplega erfitt með að
þiggja hjálp, bæði frá okkur og
öðrum. Síðustu vikurnar varst þú
á líknardeild LSH og þar naust
þú dásamlegrar umönnunar og
þér leið eins vel og hægt var.
En núna ertu kominn heim og
ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti þér.
Ég sé um það sem við ræddum.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Þín
Margrét Björg.
Marteinn Herbert
Kratsch
Með örfáum orðum langar mig
að minnast fræðimannsins Jóns
Björnssonar frá Bólstaðarhlíð.
Fyrir einum tveimur árum rak
mig upp á fjörur þeirra hjóna,
Jóns og Bryndísar Jónsdóttur.
Erindið var að Jón hafði hringt í
mig og spurt hvort Vestmanna-
eyjabær vildi ekki þiggja að gjöf
frumgögn hans um íslensk skip,
ævistarfið sem hann var lands-
frægur fyrir. Ég þakkaði honum
hjartanlega fyrir og var um samið
að ég kæmi litlu síðar á heimili
þeirra hjóna og tæki með gögnin
til Eyja.
Er ég kom inn á þeirra einstak-
lega fallega heimili var margt sem
blasti við: um 6000 ljósmyndir af
skipum og bátum hvaðanæva af
landinu, elstu skipin frá því fyrir
aldamótin 1900; aðdrættir Jóns
og hreinskriftir að höfuðverki
hans, Íslenskum skipum er út
komu í 9 hnausþykkum bindum;
ljósrit af skipaskrám úr opinber-
um söfnum og margvíslegar aðrar
heimildir sem Jón hafði aflað á
löngum tíma. Allt þetta opnaði
mér dyr að sögu og þróun skipa-
flota landsmanna og mér varð
fljótlega ljóst hversu gríðarleg
verðmæti hér voru saman dregin
fyrir útgerðarstaðinn Vest-
mannaeyjar.
Jón sagði mér að upphaf þess
að hann hófst handa um að taka
saman sögu íslenskra skipa hafi
verið bernskuminning hans um
„hversu við strákarnir þekktum
nánast hvern bát í Vestmannaeyj-
um á vélarhljóðinu einu og það
kveikti í mér löngun að fara af
stað og eignast myndir af sem
flestum Eyjabátum“. Niðurstaða
þeirrar ástríðu varð heildstæð-
asta samantekin sem til er um öll
skip sem skráð voru á Íslandi á
árunum 1870-1998, ómetanleg
heimild sem nú var komin í vörslu
Safnahúss.
Mesta undrun vakti mér þó
mikið safn Jóns um árabátana
gömlu. Þarna var í hverjum kass-
anum á fætur öðrum samantekt
um árabátana í stafrófsröð, báta
sem ég hafði lesið um en ekki vit-
að sögu þeirra fyrr, hvílík heimild.
Jón sagði mér að þetta verk hefði
aldrei komið út, en þarna væru
samankomnar heimildir um alla
árabáta sem hann vissi um. Annað
stórvirki sem Jón hafði unnið í
þágu sögunnar, verk sem bíður
þess að komast fyrir almennings-
sjónir.
Mér þótti einnig vænt um að
með fylgdi gríðarlegt safn sem
Bryndís, kona Jóns, hafði tekið
saman um sjóslys við Íslands-
strendur, samantekt sem merki-
legt verður að vinna úr.
Það er ævinlega mannbætandi
að kynnast góðum manni og Jón
var sannarlega einn þeirra. Að
baki liggur gríðarlegt ævistarf
sem hvarvetna hefur hlotið mikið
lof. Jón var gæfumaður í upp-
runalegri merkingu orðsins, vel
kvæntur og hamingjumaður í ytri
framgangi lífsins. Ekki er minna
um vert að Jón vann að rannsókn-
um sínum af þeirri alúð, vand-
virkni og ástríðu að ekki verður
um bætt. Á þeim vettvangi sem
Jón haslaði sér völl þarf ekki að
taka upp verk hans. Það er í raun
gæfan mesta, að ævistarfið skili
næstu kynslóð traustri undir-
stöðu.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
Jóns og börnum þeirra mína
dýpstu samúð um leið og ég fyrir
hönd Safnahúss Vestmannaeyja
þakka fyrir að ævistarf hans vist-
ast þar sem rætur hans liggja.
Kári Bjarnason.
Kveðja.
Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt –
eins og ætlunarverkið, er sjómannsins
beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál,
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip.
Hann er ferjunnar andi og hafskipsins
sál.
(Örn Arnarson.)
Við kveðjum jákvæðan og
skemmtilegan mann og minnumst
Jóns með hlýju.
Bára, Trausti, Jón Þór
og Herdís Þorgrímsbörn.
Jón Björnsson, rithöfundur, er
látinn.
Við kynntumst fyrst þegar ég
var að taka fyrstu skrefin mín í at-
vinnulífinu eftir að hafa komið
heim frá háskólanámi, en þá vann
ég við næturvörslu á Múlastöð
Pósts og síma, meðfram ritstörf-
um og námi, á árunum 1982-1984.
Hafði hann þá þann starfa að
tengja einkasíma fólks.
Er mér í minni hve hann hafði
gaman af að heilsa mér með fas-
mikilli hermannakveðju, þar sem
ég sat í búri mínu í einkennisbún-
ingi með gylltum hnöppum.
Mun honum þá hafa orðið tíð-
rætt um bátaútgerð í Vestmanna-
eyjum.
Hann kom mér fyrir sjónir sem
maður með mikla sjálfsvirðingu
sem var ákveðinn í að láta taka
eftir sér.
Það átti svo fyrir okkur báðum
að liggja að ganga í Rithöfunda-
samband Íslands á sama árinu,
1996; hann sem fræðiritahöfund-
ur og ég sem skáld með meiru.
Vakti það þá einkum fyrir hon-
um að láta félagið halda utan um
réttindamál sín, er varðaði útgáfu
ritraðar hans um trillur og fiski-
báta landsins, þar sem mynd og
lýsing fylgdu hverjum og einum
af hinum sérsmíðuðu; enda voru
þeir þá sjaldnast eins; og slíkar
bækur því merkar og eftirsóttar
þjóðfræðiheimildir.
Við seinna tækifæri hitti ég
hann niðri við Reykjavíkurhöfn
þar sem hann hafði verið að
mynda innkomandi báta.
Það var dæmigert fyrir reisn
hans, að í kringum 2000 birtist
hann í áberandi leikinni auglýs-
ingu í Sjónvarpinu um virðuleg
kjör aldraðra á ævikvöldi.
Árið 2002 kom út eftir mig bók-
in Ástarljóð og stríðssögur, þar
sem ég birti langan kvæðabálk
minn um síðari heimsstyrjöldina.
Fjallaði ég þar á opinskáan hátt
um framgang stríðsins, þannig að
sumum þótti ég of skilningsríkur
gagnvart framgangi Þjóðverja.
Rann honum þá blóð til skyldunn-
ar að leggjast yfir þetta kvæði
mitt til að meta hvort ég hefði
gengið þar lengra en hæfði okkar
siðbótartímum, og kvað upp þann
dóm að menningarvitarnir hefðu
verið að gera þar úlfalda úr mý-
flugu.
Jón var af þeirri kaldastríð-
skynslóð sem hafði upplifað
stríðsárin á undan. Sú kynslóð er
nú óðum að hverfa. En jafnvel fyr-
ir mína kynslóð, sem var fædd eft-
ir stríðið, varð það sá atburður
sem varpaði stærstum skugga;
með ógn sinni og hernaðarhyggju.
Þannig var t.d. ég, þegar fundum
okkar Jóns bar saman fyrst, upp-
tekinn við að lesa þýsku stríðs-
minningaskáldin Heinrich Böll og
Günter Grass; og var á kafi í skot-
félagsmálum og í Varðbergi-SVS.
En nú eru komnir aðrir tímar.
Ég vil minnast þessa anda með
því að birta hér tvö erindi úr áð-
urnefndu ljóði; sem eru þó eins og
Jón sjálfur sagði, sauðmeinlaus:
Nú landliðar í Austurríki gengu;
hjartanlegar viðtökur þeir fengu.
Hitler fékk þar vöfflur, sultu, rjóma,
og rak burt þeirra Leiðtoga með sóma.
Þorpi sínu gleymdi ei að fullu:
Stórskotaliðsæfingar þar gullu.
Eftir stóðu rústir einar;
og spurning um hvað átti að gleymast.
Tryggvi V. Líndal.
✝ Elísabet Jó-hanna Svavars-
dóttir fæddist á
Hrútsstöðum í Lax-
árdal í Dalasýslu 8.
apríl 1948. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut sunnu-
daginn 5. ágúst sl.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Hall-
fríður Marta Böðv-
arsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12.
desember 1992, og Ottó Svavar
Jóhannesson, f. 1. júlí 1912, d.
12. október 2000. Bróðir El-
ísabetar er Björgvin Böðvar
Svavarsson, f. 12. apríl 1944.
Hinn 13. júlí 1973 giftist El-
ísabet Ólafi Guðmundssyni, f. 4.
júní 1941, og störfuðu þau og
bjuggu á Egilsstöðum allt til
ársins 1986 en fluttu þá í Kópa-
vog þar sem Elísabet starfaði
lengst af við kennslu.
Börn Elísabetar og Ólafs eru:
1) Sif, f. 31. desember 1974, gift
Bjarna Ólasyni og eiga þau þrjú
börn, Hákon, Kjartan og Unni.
2) Hlín, f. 7. janúar 1976. Hún er
gift Halldóri Birgi Halldórssyni
og eiga þau tvö
börn, Valtý og Rak-
el. 3) Freyr, f. 13.
apríl 1982, ókv. og
barnlaus. Ólafur á
dótturina Ástu Sig-
hvats, f. 20. júlí
1972. Hennar mað-
ur er Henrik Þór
Tryggvason og
eiga þau dótturina
Birgit Elvu.
Elísabet ólst að
mestu upp í Kópavogi, gekk í
Kópavogsskóla og lauk stúd-
entsprófi frá Verslunarskóla Ís-
lands 1969. Prófi í félagsráðgjöf
lauk hún frá Socialhögskolen í
Trondheim í Noregi 1972. Hún
lauk síðar kennaraprófi frá
Kennaraháskóla Íslands. Þótt
enskukennsla væri hennar aðal-
starf fékkst hún einnig við rann-
sóknar- og ritstörf og rak ásamt
eiginmanni sínum fyrirtækið
Kennslutækni sf. á Egilsstöðum.
Þá var hún forstöðumaður Upp-
lýsingaskrifstofu Norrænu fé-
laganna sem starfrækt var um
tíma á Egilsstöðum.
Útför Elísabetar hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Fallin er frá fyrir nokkru El-
ísabet J. Svavarsdóttir, fyrrver-
andi kennari við Digranesskóla.
Hún kenndi lengst af ensku við
skólann við góðan orðstír. Elísa-
bet hafði marga góða kosti sem
kennari og samstarfsfélagi. Það
eftirminnilegasta við hana var
gráglettni sem einkenndist af því
að hún laumaði út úr sér neyð-
arlegum athugasemdum, þó
aldrei mannskemmandi, um
menn og málefni án þess þó að
hafa hátt um það. Hún var nefni-
lega í senn lágstemmd og hljóð-
lát, fáguð í öllu sem hún gerði og
vandvirk. Og eftir því var sam-
band hennar við nemendur.
Það var gott að leita til henn-
ar. Nemendur áttu hjá henni
gott skjól, ekki síst þeir nem-
endur sem áttu á brattann að
sækja. Hún lagði hins vegar
áherslu á að blanda ekki saman
starfi og einkalífi og nefndi það
gjarnan á ensku eins og ensku-
kennara sæmdi og því var hún
lítið fyrir sameiginlegar
skemmtanir samstarfsmanna.
Hún hafði margar slíkar grund-
vallarreglur og virti þær allar á
sinn hátt. Samt var hún hrókur
alls fagnaðar í hópi samstarfs-
manna og gaf mikið af sér þegar
því var að skipta.
Hin seinustu ár voru Elísa-
betu ekki létt. Hún gekk ekki
heil til skógar og lýsti því oft yfir
að hún hlakkaði til að fara á eft-
irlaun. Hún gerði þessa löngun
sína að gamanmálum og taldi
dagana til úrslitastundarinnar
svo nákvæmlega að stundum
nefndi hún jafnvel hvað eftir
væri til starfsloka upp á mínútur
og daga. Það er verst hversu
stutta stund hún gat notið langa
frísins eftir erilsaman starfsferil.
Elísabet var kvödd fyrir nokkru
í kyrrþey, sem var í hennar
anda. Við, samstarfsfólk hennar í
Digranesskóla, söknum hennar
og glettninnar mjög og sendum
eftirlifandi eiginmanni, börnum
hennar og öðrum aðstandendum
hugheilar samúðarkveðjur.
Skafti Þ. Halldórsson,
Magnea Einarsdóttir.
Elísabet Jóhanna
Svavarsdóttir