Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold VIÐ ERUM ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Oft er betri krókur en kelda. Vertu maður til að viðurkenna það sem þú hefur gert á hlut annarra. Einbeittu þér að því að bæta fyrir það og haltu svo áfram. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Hafðu þitt á hreinu og talaðu skýrt svo enginn geti ætlað þér annað en það sem ert. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Svo virðist sem þú hafir ekki komið öllum þínum persónulegu málum í höfn. Hugsaðu bara um sjálfa/n þig en ekki það sem aðrir segja. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Næstu þrjá daga verður þú full/ur af góðri orku sem þú munt nýta vel. Heimspeki- legar vangaveltur og trú annarra vekja áhuga þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert ómótstæðilega heillandi – og ómögulegt að spilla þínu góða skapi. Fjöl- skyldan er vissulega mikilvæg en þú mátt þó ekki hlaupast undan skyldum þínum í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Útlitið er sérlega bjart þessa dagana. Fáðu fólk til að taka höndum saman í sameig- inlegu máli. Láttu flugeldasýningar annarra sem vind um eyru þjóta því þeir eru síst betri menn en þú. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú leitar sannleikans og ekki bara fyrir sjálfa/n þig. Skrifaðu bestu hugmyndir þínar niður og farðu eftir þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður við vini eru óvenju innihaldsríkar þessa dagana og þú hefur skoðanir á ýmsu sem þú ættir að láta í ljós. Veltu framtíðinni fyrir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að útskýra þín mál vel fyrir fólki svo engar ranghugmyndir komist á kreik. Gerðu það upp við þig hvað er mest áríðandi og taktu svo einn hlut fyrir í einu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í núverandi félagslegri aðstöðu þinni er verið að neyða þig til að láta eins og þér sé skemmt. Lífið er tilbúið til að láta drauma þína rætast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert góð/ur eins og þú ert. Ferðalöngunin vex þegar þú hittir ferðamann sem þú kynnist betur næstu vikur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert ekki til stórræðanna fyrripart dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Láttu álit annarra þér í léttu rúmi liggja. Sum svör liggja í augum uppi. Guðmundur Magnússon sendirskemmtilega kveðju í bundnu máli um raunagöngu eins af góð- vinum Vísnahornsins: „Mér rann til rifja raunaganga Péturs Stefánssonar, sbr. Vísna- hornið í fyrradag. Örmagna gengur um Elliðaárdalinn, eirðarlaus, svefnvana, fölur og kvalinn. Enginn læknir vill líta á halinn, Ó, líðan þín aumingja Pétur. Maðurinn alveg magnlaus og lúinn, mikið er tilveran öfug og snúin. Þjáningarfullur og þrótturinn búinn, það er ei margt, sem hann getur. Aum- ingja Pétur. Hver veit nema Eyjólfur hress- ist!“ Ef marka má þessa vísu Péturs, þá hefur hann þegar náð fullum bata: Ég hef þegið sætan svefn og hrotið, og saklaus gengið hugans drauma- lendur, þó 8 hafi ég Drottins boðorð brotið, sem bara gerðist þegar ég var kenndur. Björn Ingólfsson gat ekki setið á sér er hann heyrði vísu Péturs: Braut fyrst eitt og síðan sjö synda marki brenndur, óvart skildi hann eftir tvö af því hann var kenndur. Sigurður Norland orti á sínum tíma: Þeir sem geta ekki ort, af því rímið þvingar, ættu að stunda annað sport, eða hugrenningar. Hreinn Guðvarðarson á gott svar við þessum orðum: Víst má segja um þessa þjóð þó menn virðist snauðir að þegar enginn yrkir ljóð eru flestir dauðir. Örlygur Ben. yrkir sléttubönd á Boðnarmiði á fésbókinni: Stunda reglu, fráleitt fer fullur yfir strikið. Funda milli edrú er, aldrei þjóra mikið. Og svo breyta þau um merkingu þegar þau eru flutt aftur á bak: Mikið þjóra, aldrei er edrú milli funda. Strikið yfir fullur fer, fráleitt reglu stunda. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sléttuböndum, rauna- göngu og aumingja Pétri eftir Jim Unger „VIÐ TEIKNUM ÆSKILEGAR ÚTLÍNUR ÞÍNAR, OG SKERUM SVO RESTINA Í BURTU MEÐ LEISIGEYSLA.“ HermannÍ klípu eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að deila saman minningum um margra ára samveru. ÚBBS, ÉG MISSTI AUGNLINSU! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ NOTAÐIR LINSUR, JÓN. ÉG NOTA ÞÆR EKKI, ER BARA ALLTAF MEÐ ÞÆR Á MÉR. OG ÉG VEIT MARGT ENNÞÁ SKRÝTNARA UM HANN, UNGFRÚ! MAMMA MÍN VAR AÐ HÆTTA VIÐ AÐ KOMA Í HEIMSÓKN ÞVÍ ÞÚ ERT SVO DÓNALEGUR. HVERNIG LÆTUR ÞAÐ ÞÉR LÍÐA? SNÖKT! VÆL! KANNSKI OFLÉK ÉG ÞETTA AÐEINS? MJÖG ÞURFANDI VINSAMLEGAST FAÐMIÐ Íslenska kvennalandsliðið í fótboltaundir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er orðið það sterkt að jafnvel Norðmenn, sem hafa átt að skipa einu besta landsliði heims um árabil, óttast það eftir 3:1 tap í riðla- keppni Evrópukeppninnar á Laug- ardalsvelli fyrir um ári. x x x Þessi ótti kom berlega í ljós ífyrrakvöld, þegar norska knatt- spyrnusambandið ákvað að hafa ókeypis aðgang að leik Noregs og Íslands á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í þeirri von að stuðningur áhorfenda kæmi norska liðinu áfram í úrslitakeppni EM. Landsliðsþjálfarinn og norsku landsliðskonurnar voru með hjartað í buxunum fyrir leikinn. Svo mikil var hræðslan að góðum knatt- spyrnukonum var ekki treyst fyrir verkefninu heldur var kallað á tvær konur, sem hættu að leika með landsliðinu fyrir tveimur til þremur árum, þær talaðar til fyrir leik Sviss og Noregs um liðna helgi og báðar voru þær í byrjunarliði heimamanna í fyrrakvöld. Svo að allrar sanngirni sé gætt er önnur þeirra, Solveig Gul- brandsen sem er 31 árs, einn allra besti leikmaðurinn í sögu norsku kvennaknattspyrnunnar og var meðal annars ólympíumeistari með norska landsliðinu árið 2000. x x x Stuðningsmenn norska liðsinsvoru enn hræddari. Ullevaal- leikvangurinn tekur tæplega 26.000 áhorfendur í sæti en þó frítt væri á völlinn mættu aðeins 1.378 áhorf- endur og þar af voru margir Íslend- ingar. Í stað áhorfenda var norskur fáni á lítilli stöng í hverju auðu sæti. Íslensku áhorfendurnir létu vel í sér heyra en stuðningur Norðmanna fólst í litlu fánunum sem varla sáust og gáfu ekki frá sér hljóð. x x x Íslensku stelpurnar voru betri íleiknum en þær gleymdu sér tvisvar, Norðmenn þökkuðu fyrir sig í bæði skiptin og skoruðu og fögnuðu 2:1 sigri. Tap Íslands þýðir tvo leiki um sæti í EM, væntanlega á móti Úkraínu, Skotlandi eða Austurríki. Víkverji óttast þá ekki – þetta verð- ur allt í lagi. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. (Harmljóðin 3:24) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.