Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
við: „En þetta er líka leikrit um vin-
áttuna, því í verkinu tengjast Rothko
og aðstoðarmaður hans, Ken, djúp-
stæðum böndum meistara og læri-
sveins. Þeir takast á um skoðanir
sínar og koma báðir nokkuð sárir út
úr þeim átökum, en hafa samt gefið
hvor öðrum mjög mikið og standa
sterkari eftir þegar upp er staðið,“
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þegar mér barst sms frá Magnúsi
Geir [Þórðarsyni borgarleikhús-
stjóra] þar sem hann bauð mér þetta
leikstjórnarverkefni, vildi þannig til
að ég stóð fyrir framan hárautt verk
eftir Mark Rothko á stórri myndlist-
arsýningu í Berlín. Ég leit á þetta
sem meiriháttar teikn um að mér
væri hreinlega ætlað að setja upp
þetta leikrit,“ segir Kristín Jóhann-
esdóttir sem leikstýrir leikritinu
Rautt eftir John Logan sem frum-
sýnt er á litla sviði Borgarleikhúss-
ins í kvöld kl. 20.
Að sögn Kristínar hefur hún um
árabil verið mikill aðdáandi Rothkos
og séð fjölda mynda hans víða um
heim, m.a. í Tate Modern í London
þar sem sjá má hluta þeirra verka
sem fjallað er um í Rauðu. Að sögn
Kristínar vissi Magnús Geir hins
vegar ekkert af þessari aðdáun
hennar á myndlistarmanninum þeg-
ar hann bauð henni leikstjórnar-
verkefnið.
„Þetta er magnað verk sem fjallar
um myndlistarmanninn sjálfan og
sýn hans á listina,“ segir Kristín og
tekur fram að hún kannist sjálf mjög
vel við þá sýn sem Rothko er látinn
tjá í verkinu og það hvernig hann
vilji að fólk upplifi verkin sín. „Sé
maður staddur í sal með mörgum
verka hans þá er eins og rýmið
breytist í andlega kapellu. Og opni
maður sig fyrir verkum hans er líkt
og myndflöturinn byrji að anda og
hreyfast með þeim afleiðingum að
raunveruleikatengslin fara að
brenglast,“ segir Kristín og bætir
segir Kristín. Með hlutverk þeirra
Rothkos og Kens fara Jóhann Sig-
urðarson og Hilmar Guðjónsson.
Rautt gerist undir lok sjötta ára-
tugar síðustu aldar. „Leikritið fjallar
um það tímabil í lífi Rothkos þegar
hann tók að sér eitt stærsta verkefni
listasögunnar fyrir áður óþekkta
upphæð,“ segir Kristín og rifjar upp
að Rothko hafi þá tekið að sér að
mála veggmyndaröð fyrir veitinga-
staðinn Árstíðirnar fjórar í New
York. „Á sínum tíma furðuðu margir
sig á því að hann skyldi taka að sér
þetta verkefni og gefast þannig
markaðsöflunum á hönd, því hann
hafði sjálfur barist ötullega gegn
markaðsvæðingunni. Rothko var bú-
inn að mála yfir þrjátíu risavaxin
verk fyrir veitingastaðinn þegar hon-
um snerist hugur og hann skilaði
vinnulaunum sínum, sem námu
kvartmilljarði króna á núvirði, sem
hefur vafalítið verið erfið ákvörðun.
Ein af lykilspurningunum í leikritinu
snýr þannig að þessu samspili listar
og markaðarins, en Rothko taldi
framan af að verk sín hefðu vald til
þess að breyta veitingastaðnum í
musteri. Í leikritinu sjáum við hvern-
ig hann kemst að annarri niðurstöðu
eftir mikla innri togstreitu.“
Ekki er hægt að sleppa Kristínu
án þess að forvitnast um hvort mikið
sé málað í uppsetningunni sjálfri.
„Það magnaða við þessa sýningu er
að hún gerist öll inni í vinnustofu
listamannsins og persónur verksins
eru allan tímann að undirbúa það að
mála. Þetta gerir það að verkum að
maður kemst inn í starfsvettvang
myndlistarmannsins og fer að horfa
á myndlistina innan frá.“
„Mér var ætlað að setja þetta upp“
Borgarleikhúsið frumsýnir Rautt í kvöld kl. 20 Magnað verk um vináttuna, listina og markaðs-
öflin, segir Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri verksins, sem lengi hefur verið mikill aðdáandi Rothkos
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Átök Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson í hlutverkum sínum sem Rothko og Ken í Rauðu eftir John Logan.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík verður haldin í níunda sinn í ár,
27. september til 7. október, og að
vanda verður mikill fjöldi kvik-
mynda á dagskrá. Sérstök áhersla
er lögð á að sýna nýjar myndir eftir
unga leikstjóra á hátíðinni og alls
verða sýndar myndir frá 41 landi. Á
annað hundrað aðstandenda mynda
munu sækja hátíðina heim og svara
spurningum áhorfenda. Þetta er
meðal þess sem kom fram á blaða-
mannafundi sem skipuleggjendur
hátíðarinnar héldu í gær.
Fundurinn hófst með því að tón-
listarmaðurinn Páll Óskar Hjálm-
týsson keypti fyrsta miðann á vef
hátíðarinnar, riff.is, og fyrir valinu
varð miði á Suspiria, kvikmynd eins
heiðursgesta RIFF, Darios Argent-
os. Var þar með vígð stafræn miða-
sala hátíðarinnar sem er ný af nál-
inni. Einnig telst það til nýmæla að
hægt verður að kaupa miða á stakar
sýningar hátíðarinnar á vefnum en
miðasala fer einnig fram í versl-
unum Eymundsson í Austurstræti
og Kringlunni, í Bíó Paradís,
Háskólabíói og Norræna húsinu. Á
vefnum getur fólk einnig skrifað
athugasemdir við myndirnar en það
hefur ekki verið hægt áður. Sérstakt
„app“ hátíðarinnar, þ.e. smáforrit
fyrir farsíma, verður einnig kynnt til
sögunnar á næstu dögum.
16 alþjóðlegar frumsýningar
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
RIFF, sagði dagskrá hátíðarinnar
með hefðbundnu sniði. Sýndar yrðu
glænýjar kvikmyndir eftir unga
leikstjóra og frá virtum kvik-
myndahátíðum á borð við þær sem
haldnar eru í Toronto og Feneyjum
og boðið yrði upp á góða blöndu
mynda sem gengið hefðu vel á er-
lendum kvikmyndahátíðum undan-
farna mánuði.
Hrönn sagði að boðið yrði upp á
16 alþjóðlegar frumsýningar á hátíð-
inni, þ.e. fyrstu sýningar á myndum
utan heimalands síns og þrjár
heimsfrumsýningar, níu Evrópu-
frumsýningar og 50 Norðurlanda-
frumsýningar. Þá væri það sérstak-
lega ánægjulegt hversu margar
konur væru meðal leikstjóra mynda
á hátíðinni. „Það ber greinilega vott
um það að konur eru að sækja í sig
veðrið á þessu sviði,“ sagði hún.
Spurð hvort það hefði verið sérstakt
markmið hjá henni að hafa hlutfall
kvenleikstjóra sem hæst á hátíðinni
sagði Hrönn svo vera. Það hefði
aldrei verið jafnhátt og nú.
Heimildarmyndir fleiri en áður
Verðlaun í sjö flokkum verða veitt
á RIFF en aðalverðlaunin, Gullni
lundinn, eru veitt fyrir uppgötvun
ársins, kvikmynd úr flokknum Vitr-
anir. Í þeim flokki eru 12 myndir og
þá annaðhvort fyrsta eða önnur
mynd leikstjóra. Atli Bollason, rit-
stjóri hátíðarinnar, sagði á fund-
inum í gær að sá flokkur væri „rósin
í hnappagatinu“, í honum væri bíó-
gestum boðið upp á það ferskasta
sem völ væri á. Atli sagði að heimild-
armyndadagskráin hefði farið vax-
andi, skipuleggjendur hefðu fundið
fyrir auknum áhuga hátíðargesta
fyrir heimildarmyndum og því væru
þær stærri hluti af kökunni en áður.
Ekki má svo gleyma heiðursgestum
hátíðarinnar að þessu sinni, leik-
stjórunum Dario Argento, Suzanne
Bier og Marjane Satrapi, en valdar
kvikmyndir eftir þá verða á dagskrá
RIFF.
Sérviðburðir verða nokkrir á
RIFF og má af þeim nefna Comic
Con-búningasýningu og teiti, í
tengslum við nýjustu kvikmynd
Morgans Spurlocks um þá teikni-
myndaráðstefnu sem haldin er ár-
lega í San Diego í Bandaríkjunum.
Eru bíógestir hvattir til að mæta í
búningum tengdum teiknimynda-
sögum. Að lokinni sýningu á mynd-
inni í Bíó Paradís verður blásið til
teiti á Sólon á vegum verslunarinnar
Nexus og RIFF og verða veitt verð-
laun fyrir bestu búningana.
37% kvikmynda á
RIFF í ár eftir konur
Hægt að kaupa miða á stakar sýningar á netinu
Morgunblaðið/Golli
Fyrstur Páll Óskar keypti fyrsta bíómiðann á vef RIFF og var hæstánægður
með kaupin, eins og sjá má. Skipuleggjendur RIFF glöddust með honum.
www.riff.is. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur