Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Japanar eru að gera tilraunir með
kvótakerfi í fiskveiðum og horfa í
þeim efnum meðal annars til reynslu
Íslendinga af kvótakerfi með fram-
seljanlegum aflamarksheimildum.
Fyrir ári síðan var settur kvóti á
rækjuveiðar í einu af 47 héruðum
landsins, en undanfarna tvo áratugi
hafa fiskveiðar ekki verið arðbærar
og lítil nýliðun í greininni. Þróunin á
alþjóðavísu er að lönd eru að færa
sig í átt að kvótakerfi: 23 lönd hafa
ýmist tekið það upp eða eru að íhuga
það. Þetta segir dr. Masayuki Ko-
matsu í samtali við Morgunblaðið.
Honum þykir kvótakerfi afar skyn-
samlegt.
Fyrir um fimm árum varð hann
stjórnarformaður nefndar sem átti
að veita einu af héruðum landsins,
sem í búa tvær milljónir, ráðgjöf
varðandi fiskveiðistjórn. Fyrir ári
var ákveðið að athuga hvernig til
tækist að setja kvóta á rækjuveiðar.
Í vinnu fyrir nefndina hefur hann
m.a. kynnt sér fiskveiðikerfið á Ís-
landi, Noregi, Bandaríkjunum,
Nýja-Sjálandi og Ástralíu.
Hann segir að það sé mikilvægt
fyrir Japan að grípa til róttækra að-
gerða, en landið var eitt sinn mesta
fiskveiðiland í heimi. Á árunum 1974
til 1981 hafi ekkert land veitt meira.
Á því blómaskeiði veiddu Japanir
12,8 milljón tonn en frá þeim tíma
hafi veiðarnar dregist saman um 5%
á ári. Fyrir tveimur árum námu veið-
arnar fimm milljónum tonna, og eftir
óhugnanlegan jarðskjálfta í mars á
síðasta ári þar sem m.a 25 þúsund
skip eyðilögðust auk 300 hafna, er
veiðin komin í fjórar milljónir tonna.
Ríkisstyrktar veiðar
Fiskveiðar eru mikið ríkisstyrktar
og gerir það eldri sjómönnum kleift
að halda í störf sín. „Þetta er afar
skammsýnt. Vandamálið er, að
stjórnmálamenn, alls staðar í heim-
inum, hugsa alltaf bara til næstu
kosninga,“ segir hann og nefnir að
ríkisstyrkurinn nemi um 30% af
heildarverðmæti veiðanna. Það er þó
ekki beinn ríkisstyrkur, því 60% af
upphæðinni renna í opinberar fram-
kvæmdir svo sem hafnir og annað
slíkt.
Komatsu telur að helsta ástæðan
fyrir því að kvótakerfi hafi ekki verið
tekið upp sé hve sjómenn séu and-
vígir því. Þeir séu íhaldssamir og
vilji veiða jafn mikið og þeir geta.
Veiðimönnunum þótti kvóti á
rækjuveiðar í upphafi ekki góð hug-
mynd. Þegar bent var á reynslu ann-
arra af kvótakerfi, sögðu þeir að það
sama gilti ekki um þá, þeir væru sér-
stakir. Aftur á móti hafi reynslan af
kvótakerfinu sýnt sig að öryggi hafi
aukist, því þeir þurfi ekki að veiða í
hvaða veðri sem er, geti veitt í takt
við eftirspurn þegar þeir hafa kvóta
yfir allt árið og þar með fengið betra
verð fyrir fiskinn – því annars veiddu
þeir alltaf bara jafn mikið þeir gátu.
„Þetta er mikilvægt fyrsta skref til
að koma kvótakerfi á.“
Japanar vilja læra af reynslu
íslenska kvótakerfisins
Sjávarútvegurinn háður ríkisstyrkjum Fleiri lönd líta til kvótakerfis
Morgunblaðið/Júlíus
Skref „Mikilvægt fyrsta skref til að koma kvótakerfi á,“ segir dr. Komatsu
Leitar þekkingar
á Íslandsmiðum
» Komatsu er stjórnar-
formaður nefndar sem ráð-
lagði að setja fiskveiðikvóta í
einu héraði í Japan.
» Prófað var að setja fyrst
kvóta á rækjuveiðar í sept-
ember 2011. Hann er ánægður
með hvernig til tókst.
» 23 lönd hafa ýmist tekið upp
kvótakerfið eða eru að íhuga
það.
Heildareignir þrotabús Glitnis, sem
á 95% eignarhlut í Íslandsbanka,
lækkuðu um 23,7 milljarða króna á
fyrstu sex mánuðum ársins og
skýrist sú lækkun fyrst og fremst
af greiðslu til forgangskröfuhafa
upp á ríflega 108 milljarða króna.
Þetta kom fram í kynningu á
kröfuhafafundi slitastjórnar Glitnis
sem var haldinn í gær.
Kröfuhöfum Glitnis var einnig
kynnt tillaga um stjórnarformann
hins nýja félags, Jan Kvarnström,
sem mun þá taka við rekstri Glitnis
þegar nauðsamningum lýkur, en
stefnt er að því að ljúka þeim í lok
þessa árs. Til þess að ganga frá
skipan stjórnarformanns þurfa
kröfuhafar að samþykkja tilnefn-
inguna og ennfremur hluthafar í
félaginu sem verður stofnað eftir
nauðasamninga.
Kvarnström hefur starfað hjá
Dresdner Bank, auk þess að hafa
gegnt háum stöðum við endur-
skipulagningu fjölmargra fjármála-
fyrirtækja. Hann hefur meðal ann-
ars lokið meistaragráðu í
fjármálastjórnun frá Harvard-há-
skólanum.
Núverandi áætlanir slitastjórnar
Glitnis gera ráð fyrir um þriðjungs
heimtum hjá almennum kröfuhöf-
um. Á fyrstu sex mánuðum ársins
nam virðisaukning útlána í lána-
safni þrotabúsins tæplega 29 millj-
örðum króna, auk þess sem verð-
mæti afleiðukrafna jókst um 33,8
milljarða króna. Lækkun á gengi
krónunnar hafði einnig þau áhrif
að eignir þrotabúsins hækkuðu í
verði um 11,9 milljarða á tíma-
bilinu.
Eignir lækka um 23,7 milljarða
Slitastjórn Glitnis hefur lagt til að Jan
Kvarnström verði stjórnarformaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glitnir Stefnt er að því að ljúka
nauðasamningaferli búsins í árslok.
● Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar-
svæðinu hefur hækkað mun hraðar en
byggingarkostnaður, eða um 6,7% mið-
að við 3,5%. Í árslok 2011 nam tólf
mánaða hækkun byggingarkostnaðar
hins vegar 11,4%. Að mati Greiningar
Íslandsbanka er ljóst að verði framhald
á þessari þróun muni framkvæmdaað-
ilar aftur fara að sjá arðsemi í nýbygg-
ingum og þeim fara að fjölga.
Sjá fram á aukna arð-
semi nýbygginga
● Hanna Katrín
Friðriksson hefur
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri heil-
brigðissviðs Ice-
pharma frá 1.
október næstkom-
andi. Hanna Katrín
hefur undanfarin
tvö ár starfað hjá
Icepharma sem
forstöðumaður við-
skiptaþróunar. Auk þess situr Hanna
Katrín í stjórn MP banka. Hún er meðal
annars með MBA-gráðu í stefnumótun
og breytingastjórnun frá University of
California.
Nýr framkvæmdastjóri
Hanna Katrín
Friðriksson
● Vísitala neysluverðs mun hækka um
0,8% í september frá mánuðinum á
undan, samkvæmt spá Greiningar Ís-
landsbanka. Svo mikil hefur hækkun
milli mánaða ekki verið síðan í apríl síð-
astliðnum. Gangi sú spá eftir eykst 12
mánaða verðbólga úr 4,1% í 4,3%.
Útsölulok, gengislækkun krónu und-
anfarnar vikur og hækkun eldsneytis-
verðs á heimsmarkaði eru helstu
ástæður meiri verðbólgu.
Spá 0,8% hækkun
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
+00.1/
+,1.01
,+.2+1
,+.20+
+/.332
+-,.40
+.131+
+04.4-
+10.52
+,-.13
,44.43
+,5.-,
,+.23/
,+.112
+/./,0
+-,.25
+.1303
+04.5
+54.40
,,+.4,-/
+,-./5
,44.15
+,5.50
,+.12+
,+.5+3
+/.//2
+-,./-
+.1/2-
+0+.+3
+54.12
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur tekið
við starfi forstjóra HB Granda hf. Vil-
hjálmur hefur undanfarin átta ár stýrt
uppsjávardeild félagsins en var þar áð-
ur framkvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafirði. Hann starfaði að auki hjá
LÍÚ í nokkur ár þar sem hann stýrði út-
flutningi á ísuðum fiski. Vilhjálmur hef-
ur mikla reynslu úr sjávarútvegi til sjós
og lands, að því er fram kemur á vef HB
Granda.
Hann tekur við starfinu af Eggerti
Benedikti Guðmundssyni sem sagði
upp störfum 11. júlí síðastliðinn og tók
skömmu síðar við forstjórastarfi hjá N1.
Forstjóri Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Nýr forstjóri HB Granda
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is