Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ✝ Karl Guð-mundsson Sig- urbergsson fæddist á Eyri í Fáskrúðs- firði 16. júlí 1923. Hann andaðist á heimili sínu á Suð- urgötu 26 í Reykja- nesbæ 11. sept- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Oddný Þorsteinsdóttir, f. 19. ágúst 1893 á Eyri í Fá- skrúðsfirði, d. 30. október 1983, og Sigurbergur Oddsson, f. 6. febrúar 1894 í Hvammi í Fá- skrúðsfirði, d. 14. mars 1976. Þau bjuggu á Eyri til 1947, en síðar í Reykjavík. Þeim varð tíu barna auðið auk Karls, en þau voru: Stefanía, f. 1915, d. 2000, Guðlaug, f. 1916, d. 2011, Odd- ur, f. 1917, d. 2001, Þórunn, f. 1919, d. 2004, Guðbjörg, f. 1921, búsett í Reykjavík, Sigsteinn, f. 1922, d. 1986, Arthur, f. 1924, d. 1991, Valborg, f. 1926, d. 2010, Bragi, f. 1929, d. 1985, og Bald- ur, f. 1929, d. 1986. f. 7.11. 1958. Dætur þeirra: a) Valgerður, f. 11.9. 1987, sam- býlismaður Egill Fivelstad, f. 23.12. 1986. b) Sigríður, f. 2.12. 1989. Karl tók próf frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1943. Flutt- ist til Reykjavíkur 1947. Fiski- mannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1952. Stundaði sjómennsku, lengst af sem skipstjóri, á bátum og tog- urum til 1970, að undanteknum átta mánuðum 1948 er hann var lögregluþjónn í Hafnarfirði. Karl og Valgerður fluttust til Keflavíkur 1955 og bjuggu þar síðan. Eftir að Karl lét af skip- stjórn var hann hafnarvörður í Keflavík og Njarðvík til 1993. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis í Keflavík 1961-1980 og fulltrúi þess á þingum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Karl var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjanes- kjördæmi 1963-1979 og tók níu sinnum sæti á Alþingi. Hann sat í bæjarstjórn Keflavíkur 1970- 1982. Karl tók virkan þátt í starfi Félags eldri borgara í Reykjanesbæ eftir að hann lét af störfum. Útför Karls verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 21. september, og hefst hún kl. 13. Karl kvæntist 10. mars 1949 Valgerði Bjarnadóttur, f. 26. apríl 1925, dóttur hjónanna Guðnýjar Ragnhildar Þór- arinsdóttur frá Jór- vík í Hjalta- staðaþinghá, N-Múl., f. 21. októ- ber 1900, d. 27. júlí 1976, og Bjarna Óskars Frímanns- sonar bónda og oddvita á Efri- Mýrum í Engihlíðarhreppi, f. í Hvammi í Langadal 12. mars 1897, d. 10. nóvember 1987. Syn- ir Karls og Valgerðar eru: 1) Bjarni Frímann, f. 20.9. 1949, maki Sólveig Diðrika Ögmunds- dóttir, f. 30.12. 1948. Synir þeirra: a) Ögmundur, f. 24.1. 1974, sambýliskona Sóley Jök- ulrós Einarsdóttir, f. 19.2. 1976. Saman eiga þau Aldísi, f. 21.5. 2009, og Andra, f. 16.11. 2011. b) Bjarni Frímann, f. 26.8. 1989. c) Karl Jóhann, f. 20.9. 1991. 2) Ragnar, f. 6.7. 1959, sambýlis- kona Þóra Ólafía Eyjólfsdóttir, Elsku afi, það er svo erfitt að hugsa til þess að við munum aldrei aftur hitta þig, knúsa þig eða hlæja með þér. Við eigum ótal margar minningar um þig sem munu alltaf vera í hjörtum okkar. Alltaf vissir þú allt – skipti ekki máli hverju það tengdist – þú gast alltaf miðlað visku þinni áfram og hjálpað okkur með hin ýmsu verkefni og spurningar. Við litum alltaf svo mikið upp til þín og munum ávallt gera. Þú varst svo athafnasam- ur, hraustur og kátur, lést lífið alltaf líta út fyrir að vera svo auðvelt og hélst alltaf áfram þótt á móti blési. Þrátt fyrir að þú hefðir alltaf eitthvað fyrir stafni gastu alltaf fundið tíma fyrir okkur systurnar. Þú leyfð- ir okkur að taka þátt í svo miklu, t.d. mini-golfinu með gömlu körlunum, spilamennsk- unni með prestinum, kóræfing- um heima við og svo ótal mörgu öðru. Þórsmörk er staður sem mun alltaf minna okkur á þig og ömmu. Oft fórum við þangað á sumrin með ykkur, gistum í skálanum í Langadal og fórum í gönguferðir þar í kring þar sem þú fræddir okkur um heiti fjallanna í kring, fræddir okkur um blómin, fuglana og allt sem við sáum. Guð megi vera með þér, elsku afi okkar, við munum aldrei gleyma þér og hversu hlýr og góður þú varst alla tíð. Þínar afastelpur, Valgerður og Sigríður. Kveðja frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum Einn af máttarstólpum fé- lags okkar, Karl G. Sigurbergs- son f.v. skipstjóri, er látinn. Hann var lengi í forystusveit Félags eldri borgara á Suður- nesjum, varaformaður um skeið og þá var hann sjálfsagður fundarstjóri á aðalfundum fé- lagsins. Karl hvatti mig til þátt- töku í starfi félagsins og tók ég sæti hans í stjórn eftir að hann dró sig í hlé. Karl var ráðagóður og sann- gjarn var hann , þekkti vel til starfsemi félagsins og sótti ég oft ráð til hans og naut þekk- ingar hans þegar mér fannst að ástæða væri til og mig skorti þekkingu um mál sem upp koma ætíð í félagsstarfi. Ég naut þess sérstaklega að eiga stund með Karli og Valgerði konu hans á heimili þeirra þar sem við ræddum saman fé- lagsmál og þjóðmál og má segja að þar höfum við verið sammála á flestum sviðum þjóðlífsins. Félagslegar lausnir og jöfnuður voru lausnarorðin. Stefna að því að jafna kjör meðal okkar. Ég vil þakka fyrir það að hafa haft tækifæri til þess að starfa með Karli G. Sigur- bergssyni og notið ráða hans og votta Valgerði og sonum þeirra samúð mína um leið og við í Félagi eldri borgara Suðurnesj- um þökkum fyrir framlag hans fyrir félagið. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suð- urnesjum. Kveðja frá gönguhópnum. Nú er hann Kalli Sigurbergs, göngustjórinn okkar til margra ára, fallinn frá. Við félagar hans í gönguhópnum „Alltaf á röltinu“ minnumst hans með söknuði og virðingu. Kalli var kletturinn í hópnum, alltaf mættur, allt árið, tvisvar í viku og sama hvernig viðraði. Hann réð ferðinni og hvert stefnan var tekin ýmist í suður, Vestur- eða Austurbæinn og stundum tekinn strætó í Innri-Njarðvík og gengið til baka. Kaþólska leiðin var mikið notuð en nafnið var fengið frá hvíldarstað hóps- ins við kapellu kaþólskra hér í bæ. Kalli stóð einnig fyrir því og gerði það að föstum lið að hópurinn safnaði dósum og flöskum sem á vegi okkar urðu og sá hann um að andvirði þeirra var afhent Þroskahjálp á Suðurnesjum. Það er stutt síð- an Kalli gekk með okkur eins og venjulega, glaður og léttur með sinn skemmtilega húmor. Við munum sakna hans og minnast með hlýhug og þakk- læti fyrir góða og örugga for- ystu og óskum honum alls hins besta á þeirri braut sem hann er nú lagður á. Góða ferð, Kalli okkar. Við sendum Lóu og börnum þeirra okkar samúðarkveðjur. F.h. gönguhópsins „Alltaf á röltinu“, Garðar Sigurðsson. Við fráfall Karls G. Sigur- bergssonar er fallinn frá einn af máttarstólpum og frum- kvöðlum félagshyggju- og vinstrimanna á Suðurnesjum. Hann var í framvarðarsveit Al- þýðubandalagsfélagsins hér um árabil og sat fyrir það í bæj- arstjórn Keflavíkur frá 1974- 1982, einn af stofnfélögum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og virkur félagi til dauðadags. Karl var maður með sterkar skoðanir, stóð gjarnan fast á sínu en gaf eftir þegar á þurfti að halda. Hann var fámáll en ráðagóður, traustur félagi sem ávallt var hægt að leita til þeg- ar á reyndi. Kalli var maðurinn sem brýndi okkur til dáða og ávann sér virðingu allra sem til hans þekktu. Við sendum eig- inkonu hans og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðj- ur. F.h. stjórnar VG á Suður- nesjum, Agnar Sigurbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason, Þormóður Logi Björnsson og Þórunn Friðriksdóttir. Karl G. Sigurbergsson ✝ Jón Björnsson,fræðiritahöf- undur frá Bólstað- arhlíð, var fæddur 17. júní 1924 í Víði- dal í Vestmanna- eyjum. Hann and- aðist 4. september sl. á Landakotsspít- ala, 88 ára að aldri. Foreldrar Jóns voru Ingibjörg Ólafsdóttir og Björn Bjarnason frá Bólstað- arhlíð í Vestmannaeyjum. Hinn 3. júní 1956 kvæntist hann Guð- ríði Bryndísi Jónsdóttur. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson og Þorgerður Þorgilsdóttir. Jón og Bryndís eignuðust fjögur börn: 1) Halldóru Björk, gift Ingimari Haraldssyni. Eiga þau Kristínu Björk, fyrir átti Hall- dóra Hannes Þorstein og Ingi- mar Ylfu og Matthías. 2) Þor- gerði, gift Boga Agnarssyni. Átti Þorgerður fyrir Telmu og Rakel og Bogi Jóhönnu og Gísla. 3) Birnu Ólafíu, gift Ásmundi Jóni Þórarinssyni. Eiga þau Bjarteyju, Bryndísi Björk, Re- bekku og Kristófer Leví. 4) Björn Jón, dóttir hans er Mar- ína. Jón ólst upp í Vest- mannaeyjum og var í sveit flest sumur til 16 ára aldurs undir vélbátaflotanum og hann byrjaði um 1980 að taka saman allt sem hann fann um Eyjaskipin fyrst og síðan smám saman um önnur skip og aðra báta. Verkefnið, sem var í upphafi tómstunda- starf í stopulum frítíma, vatt fljótlega upp á sig og hann fór margar ferðir um landið til að taka myndir, afla heimilda, heimsækja söfn vítt og breitt, sannreyna gögn, ræða við þá er gleggst vissu o.s.frv. Útkoman varð heildstæðasta ritsafn um skipaflota Íslendinga, óþrjótandi brunnur fyrir komandi kyn- slóðir. Ritverkið Íslensk skip var gefið út í fimm bindum árið 1990 og Íslenskir bátar fylgdu á eftir árið 1999 í fjórum bindum. Þá var Jón einnig kominn vel á veg með söfnun heimilda um ís- lensku áraskipin og eru þær heimildir varðveittar í Safna- húsi Vestmannaeyja. Þar fyrir utan var Jón mikill áhugamaður um íslenskar kirkjur og gamla kirkjustaði og eru þau gögn varðveitt á Biskupsstofu. Jón var sæmdur fyrsta heið- ursmerki sjómannadagsráðs Vestmannaeyja 18. júní 1992 og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag 2003 fyrir fræði- og ritstörf, auk margra annarra viðurkenninga í ræðu og riti. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, föstudaginn 21. september 2012, og hefst athöfn- in kl. 13. Eyjaföllum. Sautján ára fór hann til sjós og var á ýmsum góðum aflabátum og -skipum í Vest- mannaeyjum. Árið 1945 starfaði hann um tíma í Reykja- vík, m.a. á Vöru- bílastöðinni Þrótti, en réðst síðan til starfa á fyrsta ný- sköpunartog- aranum, Ingólfi Arnarssyni, 1947. Hann var á vélbátnum Guðrúnu VE 163 þegar hún fórst 23. febrúar 1953. Jón vann hjá Olíusamlaginu í Eyjum og síðar við múrverk hjá Íslenskum aðalverktökum, var verkstjóri yfir Röra- og hellusteypunni í Vestmannaeyjum og seinna einnig yfir Steypustöðinni í Eyj- um, 1957-1965. Hann keypti 1965 Hraunsteypuna í Hafn- arfirði og rak hana næstu átta árin, en eftir að hann seldi réðst hann fljótlega til starfa hjá Landsvirkjun. Síðustu 17 starfs- ár sín vann hann hjá Bæjarsíma Reykjavíkur. Þar lauk Jón starfsferli sínum sjötugur að aldri. Jóns verður lengst minnst fyr- ir brautryðjandaverk sitt um ís- lensk skip og íslenska báta. Upp- hafið má rekja til mikils áhuga á Faðir minn, Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, Vestmanneyjum, er látinn, 88 ára að aldri. Mig langar að minnast hans með örfá- um orðum og bregða upp mynd- um frá liðnum atburðum. Um leið vil ég þakka góðum Guði fyrir að gefa mér yndislegan pabba, manni mínum góðan tengdapabba og börnum okkar skemmtilegan afa og langafa. Það var kaldur vetrardagur, snjór yfir öllu og dimmt úti. Við systurnar vorum að búa til mynd- arlegan snjókarl í garðinum við Boðaslóðina í Eyjum. Pabbi kom gangandi eftir stéttinni. Við báð- um hann að hjálpa okkur að búa til fætur á snjókarlinn. Pabbi var í jakkafötum en lét það ekki aftra sér. Hann fór strax að skera út A- laga bút úr neðstu kúlunni. Ég leit upp í gangagluggann, þar stóð Bjössi bróðir og horfði á, nýorðinn tveggja ára. Þegar pabbi var að ljúka við verkið, seig snjókarlinn yfir hann. Pabbi var hokinn undir hrúgunni og reisti sig upp, hvítur eins og snjókarl. Við systurnar sprungum úr hlátri. Mamma var hlæjandi í eldhúsglugganum. Í svefnherbergi okkar systkina var koja, barnarúm, vagga og beddi. Þegar við fórum að sofa kom pabbi, lagðist á beddann með hendur fyrir aftan hnakka og sagði okkur sögur. Venjulega voru þetta þessar hefðbundnu sögur um Búkollu, Litlu-Gunnu og Litla-Jón. En auðvitað gátu þær ekki verið hefðbundnar í hans frásögn, þær urðu miklu skemmtilegri því nýjar og fyndn- ar persónur eins og Stóra-Gunna og Stóri-Jón komu til sögunnar eða þau flæktust inn í Búkollusög- una. Þegar pabbi var strákur skaut- aði hann mikið á Vilpunni í Eyjum og æfði ýmsar listir og kúnstir. Þegar hann var 24 ára var honum boðið að taka þátt í fyrsta skauta- landsmóti á Íslandi. Því miður hafði hann ekki tök á því vegna vinnu sinnar. Þegar hann var fer- tugur slasaðist hann illa á fæti og átti það eftir að hrjá hann alla tíð síðan. Hann átti mjög erfitt með að skauta en fór samt með okkur systkinum og kenndi okkur. Það var góður og dýrmætur tími. Eftir að við fluttum til Hafn- arfjarðar voru mamma og pabbi óþreytandi að ferðast um landið með okkur. Mamma venjulega með bók í fanginu og sagði okkur sögu landsins og jarðfræði. Inn á milli tókum við lagið, enda hafði pabbi gaman af söng og þá radd- aði hann gjarnan lögin sem við sungum. Pabbi endaði oft sönginn á því að jóðla glaðlega. Þegar við systkinin vorum komin á unglingsár var alltaf kvöldkaffi. Þá bakaði pabbi pönnukökur, mamma hellti upp á, svo var kallað: „Kaffi!“ og við hóp- uðumst upp í eldhús. Pabbi var skapgóður og skemmtilegur maður og jafnan stutt í glettni og jákvætt hugar- far. Þó átti hann sára minningu um sjóslys en ásetti sér að reyna að leiða hugann frá því af fremsta megni. Hann var harðduglegur og greiðvikinn og vílaði aldrei fyrir sér að takast á við erfið verkefni. Ási, maðurinn minn, á margar góðar minningar um góðan tengdapabba, vinnuferðir upp í bústað og margt fleira. Við sökn- um pabba sárt en vitum að hann er Guði falinn. Hann átti trú sem var samtaka verkum hans. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh.11:25) Birna Ólafía Jónsdóttir. Elsku yndislegi Nonni afi. Við munum alltaf muna hlátur- inn þinn, fallega brosið þitt og hlýju augun þín, hlýleg orð þín og kveðjur. Við munum alltaf muna hve heiðarlegur þú varst, góð- hjartaður, réttsýnn og jákvæður. Við munum líka, þegar þú jóðlaðir stundum þegar við vorum litlar og lést okkur hlæja með allskyns grettum og bröndurum. Við mun- um líka alltaf muna eftir pönnu- kökunum góðu – hans Nonna afa. Elsku afi, það er svo miklu, miklu meira sem við munum aldr- ei gleyma, af okkar samveru- stundum og listinn er langur og minningarnar margar og allar góðar, jákvæðar og skemmtileg- ar. Við kveðjum þig, elsku afi, með miklum söknuði, en erum jafn- framt stoltar og þakklátar fyrir að hafa haft þig sem afa okkar, þú varst okkur frábær fyrirmynd og minningin um þig lifir áfram. Bjartey og Bryndís Björk Ásmundsdætur. „Ég lifi og þér munuð lifa“ (Jóh. 14:19) Elsku afi minn. Þú hefur alltaf verið góður og skemmtilegur og verið mér mikil og góð fyrirmynd. Ég mun aldrei gleyma þér og mun segja börnum mínum fullt af sög- um af þér. Ég er svo stolt af þér og þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa minn. Mér hefði aldrei dottið í hug þegar ég sá þig á Landakoti að það væri í síðasta sinn sem ég myndi sjá þig. Ég náði ekki að kveðja þig almennilega, elsku afi. En ég veit að þú ert á betri stað núna. Þú komst í draumi til mín. Þú varst svo glaður, alveg heilbrigð- ur og þér leið svo vel. Þú talaðir svo fallega til mín, brostir síðan og knúsaðir mig. Í mínu hjarta varstu að kveðja mig. Þetta var besti draumur í heimi. Ég mun aldrei gleyma sögum sem þú sagðir mér eða ráðlegg- ingum sem þú gafst mér um lífið og tilveruna. Takk fyrir yndislegan tíma, elsku Nonni afi. Ástarkveðja, þitt stolta barnabarn, Rebekka. Hann Nonni frændi er búinn að kveðja. Við erum búnir að ganga í gegnum lífið svo lengi sem við munum eftir okkur. Það var alltaf gaman að spjalla við Nonna, ljúf- ur og góður maður. Að ekki sé minnst á það þegar mætt var á Ægisíðuna, þá skellti hann á sig svuntunni og bauð upp á þessar líka fínu pönnukökur. Það var alltaf bjart yfir Nonna, skapið gott, og svo var hann frá- bær sögumaður og þá var nú hleg- ið. Það var mikið þrekvirki hjá honum á sínum tíma að ráðast í að koma skipabókunum út, svo glæsilegar sem þær eru. Við sam- hryggjumst Bryndísi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Björn Bjarnar Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson. Jón Björnsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég sakna þín mjög mik- ið. Þú varst besti afi sem ég get hugsað mér. Þú kennd- ir mér að galdra og þú gerðir svo margt fyndið og skemmtilegt. Mér finnst þú mjög flottur og indæll. Ég elska þig mjög mikið. Kær kveðja. Þinn, Kristófer (7 ára).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.