Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
S
amkvæmt nýjustu taln-
ingu stefna 13 stjórn-
málaflokkar og stjórn-
málasamtök að því að
bjóða fram lista í næstu
alþingiskosningum. Það er þó ekki
öruggt að öllum þessum flokkum
takist að bjóða fram lista. Það er
nefnilega mun auðveldara að stofna
flokk en að bjóða hann fram.
Á Íslandi er félagafrelsi og allir
geta stofnað félag um hvað sem er
án þess að sækja um leyfi. Hver sem
er getur stofnað félag og kallað það
stjórnmálaflokk, nú eða siglinga-
klúbb og ekki verður séð að það sé
skilyrði fyrir stofnun félags að hafa
aflað sér kennitölu.
Ekki eru heldur í lögum neinar
kröfur um lágmarksfélagafjölda í
stjórnmálaflokki, um að hann þurfi
að halda aðalfund eða hvernig skuli
kosið til formanns. Í raun og veru
getur því einn einstakur maður
stofnað stjórnmálaflokk og titlað sig
formann hans, það er a.m.k. ekkert í
lögum eða reglum sem kemur í veg
fyrir það.
Lítið fjör ef ekki er siglt
En alveg eins og það er lítið
varið í að vera í siglingaklúbbi sem
ekki stundar siglingar, þá er lítið
spunnið í stjórnmálaflokk sem býður
ekki fram lista til kosninga. Um leið
og hugað er að framboði þarf að
byrja að uppfylla ákveðnar kröfur
sem setttar eru í lögum.
Í lögum um fjármál stjórn-
málaflokka og frambjóðanda og um
upplýsingaskyldu þeirra frá árinu
2006 eru stjórnmálasamtök skil-
greind sem „flokkar eða samtök sem
bjóða fram í kosningum til Alþingis
eða sveitarstjórna.“ Það nægir
væntanlega að bjóða fram í einni
sveitastjórn eða einu kjördæmi til að
falla í þennan flokk.
Frumforsenda þess að bjóða
fram er að hafa listabókstaf, við eitt-
hvað þarf jú að merkja á kjördag. Til
að fá listabókstaf til þingkosninga
þarf undirskrift a.m.k. 300 kjósenda
og skiptir ekki máli úr hvaða kjör-
dæmi þeir koma. Þeir geta þess
vegna allir komið úr einu og sama
kjördæminu eða hafa átt leið um
sömu verslunarmiðstöðina þegar
undirskriftunum var safnað.
Þegar sótt er um listabókstaf-
inn vill innanríkisráðuneytið reynd-
ar fá að vita hver sé kennitala
flokksins en hana má fá fyrir 5.000
krónur hjá fyrirtækjaskrá. Á viðeig-
andi eyðublaði er jafnframt krafist
ljósrita af samþykktum félagsins og
nafna stjórnarmanna og þarf stjórn-
in að vera skipuð í samræmi við sam-
þykktir félagsins.
Þegar listabókstafur er kominn
í hús tekur erfiðari hjalli við; koma
saman framboðslista.
Á lista til alþingiskosninga
þurfa að vera tvöfalt fleiri frambjóð-
endur en sem nemur þing-
mannafjölda í kjördæminu, þ.e. 20-
22, eftir því hvaða kjördæmi er um
að ræða. Einnig þarf að skila lista
með meðmælendum og eiga þeir að
vera margfeldi af þingsætatölu kjör-
dæmisins og talnanna 30 að lág-
marki og 40 að hámarki. Því þurfa
meðmælendur að vera að lágmarki
300-330, eftir því hvað þingmenn
kjördæmisins eru margir.
Auðveldara er að bjóða fram til
sveitastjórna.
Fjöldi meðmælenda fer eftir
íbúafjölda í sveitarfélaginu og er á
bilinu 10 í þeim smæstu og 160 í því
stærsta. Á framboðslista
í sveitarfélagi eiga að
vera a.m.k. jafn margir
frambjóðendur og kjósa á
sem aðalmenn í sveita-
stjórn í hvert skipti.
Auðvelt að stofna
eigin stjórnmálaflokk
Nægur tími Tilkynna þarf framboð til alþingiskosninga eigi síðar en á há-
degi 15 dögum fyrir kjördag. Svo þarf að hefja kosningabaráttu.
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ígærkvöldivoru sagðaraf því fréttir
að Evrópusam-
bandið ætti í við-
ræðum á bak við
tjöldin til að hægt
yrði að fara út í
björgunaraðgerðir gagnvart
Spáni. Spánn er sem kunnugt
er eitt þeirra ríkja sem orðið
hafa evrunni að bráð og það
þessara vandamálaríkja sem
forystumenn Evrópusam-
bandsins eru hvað hrædd-
astir við að falli, enda ekki
hlaupið að því að rétta það
við aftur.
Sú mögulega lausn sem
rædd er að tjaldabaki og
mun eiga að birtast í næstu
viku eru ótakmörkuð skulda-
bréfakaup seðlabanka evr-
unnar. Miklar vonir hafa ver-
ið bundnar við ótakmörkuð
inngrip seðlabanka evrunnar
í skuldabréfamarkað evru-
svæðisins en þau áform hafa
hingað til ekki dugað til að
lagfæra veilurnar í efnahags-
kerfi evruríkjanna.
Í gær var sagt frá sam-
drætti í einkageiranum á
evrusvæðinu sem hefur ekki
verið meiri í rúm þrjú ár og
fátt bendir til að bati sé í
nánd. Þessar tölur um einka-
geirann benda til að lands-
framleiðsla evrusvæðisins
muni dragast saman annan
ársfjórðunginn í röð á þessu
ári, að því er segir í Fin-
ancial Times, og þannig verði
svæðið lent í þriðja sam-
dráttarskeiðinu á þremur ár-
um.
Í þessum samanburði má
segja að ástandið hér á landi
sé bærilegt, enda hefur
helsta röksemd stjórnarliða
fyrir því hve vel gangi í efna-
hagsmálum á Íslandi, eins og
þeir halda stöðugt fram, ver-
ið sú að ástandið sé enn
verra annars staðar og vísa
þá yfirleitt til ríkja Evrópu-
sambandsins. Sem dæmi um
þetta voru orð forsætisráð-
herra á Alþingi í gær, þar
sem hún taldi atvinnu-
ástandið hér alveg prýðilegt
þar sem hér væri miklu
minna atvinnuleysi en úti í
Evrópu.
Menn eru vissulega langt
leiddir þegar þeir sjá von í
því að bera eigin atvinnuleys-
istölur saman við þær evr-
ópsku, en það má til sanns
vegar færa að þegar horft er
til evrusvæðisins lítur ís-
lenskur efnahagur mun betur
út en ella. Af einhverjum
ástæðum eru þau sömu ís-
lensku stjórnvöld og benda á
að ástandið sé verra á evru-
svæðinu þó afar áhugasöm
um að koma Ís-
landi inn á þetta
svæði.
Í þessum efnum
eru íslensk
stjórnvöld líka
staðföst svo undr-
un sætir. Össur
Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra svaraði til að
mynda fyrirspurn Vigdísar
Hauksdóttur um aðild-
arumsóknina á Alþingi í gær í
ljósi vandræðanna á evru-
svæðinu og tilhneigingar til
aukins samruna og sá enga
ástæðu til að hætta við aðild-
arumsóknina enda væri þá
verið að „svipta Íslendinga
þeim möguleika að taka upp
evruna“, rétt eins og það sé
raunhæfur möguleiki.
Össur vísaði til yfirlýsingar
Marios Draghi, seðla-
bankastjóra evrunnar, um
ótakmörkuð skuldabréfakaup
og taldi þetta sýna „að leið-
togar Evrópu eru í fyrsta
skipti að manna sig upp í að
rífa upp úr sjálfum sér það
sem þarf til að koma evrunni
aftur á kjöl“, eins og utanrík-
isráðherra orðaði það. Og
þessi mikli spámaður bætti
því við að hann væri þeirrar
skoðunar að núna horfði tölu-
vert betur um framtíð evr-
unnar en áður.
Hingað til hafa sanntrúaðir
samfylkingarmenn reyndar
ekki viðurkennt að neitt telj-
andi sé að evrunni og alltaf
talað eins og vandamálin séu
í mesta lagi smávægileg og
orðum aukin. Nú, þegar búið
er að gefa yfirlýsingar um
hugsanlegar gríðarlegar
björgunaraðgerðir má allt í
einu viðurkenna að evran
hefur verið í algeru ólagi en
að aðgerðirnar gætu komið
henni „aftur á kjöl“.
Fyrstu vísbendingar, eins
og nefnt var hér í upphafi,
gefa ekki til kynna að yfirlýs-
ingar seðlabankastjóra evr-
unnar hafi rétt evruna við,
enda vandamálin flóknari og
djúpstæðari en svo að yfirlýs-
ing um aukin inngrip dugi.
Þetta ætti utanrík-
isráðherra umsóknarríkis að
vita. Hann ætti til að mynda
að þekkja umræðuna um auk-
inn efnahagslegan samruna
og ætti að taka þá umræðu
alvarlega í stað þess að gera
lítið úr henni. Tilraun til
blekkingar gagnvart Alþingi
og almenningi hér á landi um
stöðu og horfur á evrusvæð-
inu geta tæpast talist hluti af
þeirri upplýstu umræðu sem
ríkisstjórnin lofaði lands-
mönnum þegar hún þvingaði
aðildarumsóknina í gegnum
þingið.
Stórkarlalegar
björgunaraðgerðir
í Evrópu hafa kallað
á stórkarlalegar yf-
irlýsingar á Alþingi}
Á röngum kili
B
andaríkjamenn kjósa sér forseta
eftir nokkrar vikur. Það gerðum
við líka í sumar. Áhugavert er að
bera saman áherslur í kosninga-
baráttunni vestra og hér. Auðvit-
að er ólíku saman að jafna, forseta Bandaríkj-
anna eru tryggð talsvert meiri pólitísk völd en
forseta Íslands og átakamálin okkur framandi;
fóstureyðingar, hjónabönd fólks af sama kyni
og jafn aðgangur allra landsmanna að heil-
brigðisþjónustu.
Í þessari baráttu er öllum brögðum beitt og
einskis svifist. Bæði Obama og Romney hafa
orðið uppvísir að því að fara frjálslega með
staðreyndir, ekki síst hvað varðar efnahagsmál
og atvinnuleysi. Þá eru sjónvarpsauglýsingar
frambjóðendanna kapítuli út af fyrir sig, en
þar virðist ekkert tiltökumál að halda röngum
staðreyndum á lofti. Fyrir utan það eru sumar þeirra
stórskrýtnar, svo vægt sé til orða tekið. Til dæmis má í
einni auglýsingu Repúblikana sjá konu nokkra segja gríð-
arstórri dúkkulísu í líki Obama til syndanna. Ekki eru
auglýsingar demókrata skárri, en þeir birtu nýlega sjón-
varpsauglýsingu þar sem rammfalskur söngur Romneys,
þar sem hann kyrjar America the Beautiful af miklum
móð, hljómar undir ýmsum stríðsfyrirsögnum sem eiga
að sýna fram á vanhæfni hans til að gegna forsetaemb-
ættinu.
Það er örugglega margt skemmtilegra en að þurfa að
sitja undir svona boðskap nótt sem nýtan dag svo mán-
uðum skiptir. Enda er mörgum kjósendum í
Bandaríkjunum einfaldlega nóg boðið. Þeim
þykir nóg um þann neikvæða tón sem farinn
er að einkenna kosningabaráttuna og því hafa
margir í hyggju að sitja sem fastast heima 6.
nóvember, á kjördag, samkvæmt áhugaverðri
úttekt breska dagblaðsins The Guardian á
kosningabaráttunni vestanhafs. Þar kemur
meðal annars fram að baráttan um forseta-
stólinn í Bandaríkjunum hafi líklega aldrei
verið á jafn neikvæðum nótum, hvorki fyrr né
síðar.
Hér verða svo þingkosningar næsta vor. Nú
veit ég ekki hvort einhver hefur rannsakað
hlutfall skemmtilegheita og velgengni í stjórn-
málum. Reyndar virðist stundum lítil fylgni
vera þar á milli, en væri ekki gott að fá vænan
skammt af skemmtilegu fólki á næsta þing?
Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim verkefnum sem
þarf að leysa. Því síður er verið að óska léttúðugum gár-
ungum, sem snúa háðslega út úr öllu, brautargengis.
Heldur er hér verið að ræða um fólk sem getur talað um
mikilvæg og brýn málefni án þess að murka líftóruna úr
þeim sem á hlýða sökum leiðinda. Fólk sem getur att
kappi við annað fólk á vettvangi stjórnmálanna án þess að
draga aðra (og sjálft sig með) niður í svaðið. Fólk sem
getur talað skýrt um flókin mál þannig að við hin, sem
ekki erum í hringiðu stjórnmálanna, verðum einhvers vís-
ar. Væruð þið til í að hafa þetta í huga, kæru tilvonandi
frambjóðendur? annalilja@mbl.is
Pistill
Kæru tilvonandi frambjóðendur…
Anna Lilja
Þórisdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Auk lista Framsóknarflokks,
Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks
og Vinstri grænna, gætu níu
aðrir listar verið í boði í næstu
alþingiskosningum.
Þetta eru Samstaða, Björt
framtíð og Dögun, Húman-
istaflokkurinn, Píratapartíið,
Lýðfrelsisflokkurin, Bjartsýnis-
flokkurinn og Hægri grænir.
B, D, S og V eru löngu frá-
teknir. Einnig hefur stöfunum C,
E og G verið úthlutað.
Heiti stjórnmálasamtaka má
ekki vera þannig að hætta sé á
ruglingi við önnur félög. Sama
gildir um listabókstafi, t.d.
þurftu VG að bíða lengi eftir V-
inu sem Kvennalistinn hafði áð-
ur notað.
Varla er þó þörf á að örvænta
því jafnvel þegar þessi samtök
hafa fengið listabók-
staf verða enn 23
stafir lausir í ís-
lenska stafrófinu
Nóg eftir í
stafrófinu
FRAMBOÐ 2013
A-Ö