Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Vörukarfa ASÍ hefur almennt hækkað frá árinu 2008 um 21-55% samkvæmt vörukönnun sem birt var í mars á þessu ári. Nú hefur vörukarfan hins vegar lækkað tölu- vert samkvæmt nýjustu vörukönn- un ASÍ sem gerð var núna í sept- ember. Mest lækkun varð í verslunum Krónunnar en þar mældist vörukarfan 5,5% lægri en í júní á þessu ári. Næst á eftir kem- ur Hagkaup með 3,7% lækkun og Samkaup-Úrval með 2,6% lækkun en Bónus rekur lestina í lækkun á vöruverði með 1,5% lækkun. Hjá Nettó, Nóatúni, Tíu-ellefu, Sam- kaupum-Strax og Víði hefur vöru- karfan hins vegar hækkað frá því í júní. Mest hækkun varð í versl- unum Tíu-ellefu eða um 2% hækk- un en minnst hjá Nóatúni þar sem karfan hækkaði einungis um 0,1%. Kristjana Birgisdóttir, sem sér um verðlagseftirlit ASÍ, segir að al- mennt hafi verðlag hækkað frá árinu 2008 en árstíðabundnar sveiflur geti haft áhrif á mælingar. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað veldur því að lækkunin er svona mikil núna. Grænmeti og ávextir eru t.d. ódýrari á haustin og að jafnaði er kjötverð eitthvað lægra á haustin þegar skipt er um árgang og nýtt kjöt kemur inn á markaðinn. Það hefur eflaust ein- hver áhrif.“ Mest lækkun á mat í Krónunni Á næsta ári verða 30 ár frá því að flúðasiglingar hófust á Hvítá en Torfi G. Yngvason, annar eigenda Arctic Ad- ventures, segir að alls hafi um 200 þúsund manns farið niður hluta árinnar á þeim tíma. Fyrirtækið fer árlega með 10-12 þúsund manns í siglingar á Hvítá frá apríl og út september. Erlendir ferðamenn eru í meirihluta í þessum hópi en flúðasiglingar eru einnig afar vinsælar meðal útskriftarnema grunnskólanna, að sögn Torfa. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fjöldi og fjör í flúðasiglingum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er ljóst að við höfum orðið fyrir beinum kostnaði af þessu máli. Við munum skoða hvort það séu forsend- ur fyrir því að reka skaðabótamál eða þá að semja beint við Kaupþing ef þeim þykir það betra,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanna- eyjabæjar. Slitastjórn Kaupþings tilkynnti bænum í vikunni að hún hefði ákveð- ið að falla frá málshöfðun á hendur honum til að rifta greiðslu gamla bankans á innláni í peningamarkaðs- sjóði til bæjarfélagsins upp á rúman milljarð króna í september árið 2008. Slitastjórnin hafði ennfremur krafið bæinn um endurgreiðslu á fénu. Málið var eitt fimmtíu riftunar- mála sem Kaupþing höfðaði í sumar vegna ríflega 180 milljarða króna. Engar forsendur fyrir stefnu Að sögn Elliða hefur bæjarfélagið ekki enn lagt mat á það fjárhagstjón sem hann hefur orðið fyrir en það sé þó verulegt. Stefna Kaupþings upp á milljarð króna hafi haft áhrif á alla fjárhagsgjörninga þess, sérstaklega samskipti við Fasteign hf. um endur- kaup á eignum. „Mjög sennilega værum við komn- ir lengra í því samningaferli og ef til vill búnir að kaupa eignir til baka ef þetta hefði ekki komið upp á. Svo þarf ekki annað en að skoða gengi krónunnar frá því að Kaupþing stefndi okkur til dagsins í dag til að sjá af hvaða tækifærum við höfum misst,“ segir bæjarstjórinn. Ljóst sé að aldrei hafi verið grund- völlur fyrir málshöfðun slitastjórn- arinnar. Elliði segir það ekki eðlileg- an feril mála að hún stefni fyrr- verandi viðskiptaaðila fyrir jafnháa fjárhæð þegar svo komi í ljós að ekki hafi verið neinar forsendur fyrir því. „Við höfum engar frekari skýring- ar fengið. Frá okkar bæjardyrum séð lítur helst út fyrir að slitastjórnin hafi verið að fiska í gruggugum polli,“ segir Elliði. Verulegt tjón fyrir bæinn  Vestmannaeyjabær skoðar skaða- bótamál gegn slitastjórn Kaupþings Riftunarmál » Slitastjórn gamla Lands- bankans höfðaði 50-60 rift- unarmál vegna greiðslna skömmu fyrir fall bankans. Skv. upplýsingum slitastjórnar hefur ekki verið hætt við nein þeirra mála. » Slitastjórn Glitnis segist heldur ekki hafa hætt við nein þeirra um 30 riftunarmála sem hún hefur höfðað. SIMPLY CLEVER Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði ŠKODA Fabia er byggð á einfaldri hugmynd: Það á að vera skemmtilegt að keyra. Þess vegna er bíllinn svo nettur að utan en rúmgóður fyrir fólk og farangur að innan. ŠKODA Fabia er nýr og frábær bíll sem þú einfaldlega verður að prófa! ŠKODA Fabia ŠKODA Fabia kostar aðeins frá:* 2.140.000,- *Skoda Fabia Classic 1.2 beinskiptur 70 hestöfl. Eyðsla: 5,5 l/100 bl. akstur, CO2 : 128 g/km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.